Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2023 20:01 Að minnsta kosti einn maður lést og um 25 særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús í borginni Zaporizhzhia í dag. Þeirra á meðal eru tvö börn. AP/Kateryna Klochko Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. Að minnsta kosti einn maður lést í árásinni og tuttugu og fimm særðust. Þeirra á meðal eru tvö börn að sögn borgarstjóra. Gífurleg eyðilegging varð á húsinu. Borgin er um 100 kílómetra frá Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að sé tifandi tímasprengja vegna tíðra stórskotaliðs- og eldflaugaárása í nágrenninu. Rússar hafa þrætt fyrir að þeir ráðist á íbúðabyggð þótt fallbyssuskot og eldflaugar þeirra hafni á íbúðarhúsum á hverjum degi. Þeir segja flugskeytið í dag hafa verið frá loftvarnakerfi Úkraínumanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu situr fyrir á sjálfu með hermanni í Donetsk héraði í dag.forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu heimsótti vígstöðvarnar í Donetsk í austurhéruðum landsins í dag og heiðraði særða hermenn eftir átökin um borgina Bakhmut. Hann heimsótti einnig herspítala í Donetsk þar sem hann heiðraði einnig hermenn og þakkaði hjúkrunarliði fyrir þeirra störf. „Mig langar að þakka ykkur fagmennsku ykkar og vinnu. Þar til við sigrum þurfum við að bjarga lífi þeirra sem verja landið. Þið verjið landamæri landsins. Ég óska ykkur góðrar heilsu og bið ykkur að skila bestu kveðjum til strákanna og stelpnanna á landamærunum," sagði Zelensky. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Að minnsta kosti einn maður lést í árásinni og tuttugu og fimm særðust. Þeirra á meðal eru tvö börn að sögn borgarstjóra. Gífurleg eyðilegging varð á húsinu. Borgin er um 100 kílómetra frá Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að sé tifandi tímasprengja vegna tíðra stórskotaliðs- og eldflaugaárása í nágrenninu. Rússar hafa þrætt fyrir að þeir ráðist á íbúðabyggð þótt fallbyssuskot og eldflaugar þeirra hafni á íbúðarhúsum á hverjum degi. Þeir segja flugskeytið í dag hafa verið frá loftvarnakerfi Úkraínumanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu situr fyrir á sjálfu með hermanni í Donetsk héraði í dag.forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu heimsótti vígstöðvarnar í Donetsk í austurhéruðum landsins í dag og heiðraði særða hermenn eftir átökin um borgina Bakhmut. Hann heimsótti einnig herspítala í Donetsk þar sem hann heiðraði einnig hermenn og þakkaði hjúkrunarliði fyrir þeirra störf. „Mig langar að þakka ykkur fagmennsku ykkar og vinnu. Þar til við sigrum þurfum við að bjarga lífi þeirra sem verja landið. Þið verjið landamæri landsins. Ég óska ykkur góðrar heilsu og bið ykkur að skila bestu kveðjum til strákanna og stelpnanna á landamærunum," sagði Zelensky.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57
Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11