Arsenal þurft að greiða mest í sektir vegna slæmrar framkomu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. mars 2023 07:01 Jurgen Klopp og Mikel Arteta eru oftar en ekki líflegir á hliðarlínunni í leikjum sinna liða. Vísir/Getty Liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa samtals þurft að greiða yfir 150 milljónir í sektir vegna framkomu leikmanna sinna og þjálfara á tímabilinu. Arsenal toppar listann. Það er ekki eftirsóknasta starf í heimi að vera dómari í íþróttum. Þeir sem fylgjast með íþróttum vita hversu mikið er talað um ákvarðanir dómara og gagnrýni á þá er oft óvægin. Líklega er pressan á dómarana hvergi meiri en í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu enda áhorfið mikið. Í gær birti enska blaðið The Sun lista yfir hversu mikið liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa greitt í sektir á leiktíðinni vegna orðbragðs og slæmrar hegðunar leikmanna gagnvart dómurum. Anthony Taylor er á meðal virtustu dómaranna í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/Getty Arsenal er það lið sem hefur þurft að greiða mest allra í sekt en liðið hefur samtals þurft að greiða 185.000 pund til enska knattspyrnusambandsins sem gerir rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Sektir Arsenal eru fjórar samtals en þær hefur félagið fengið fyrir að ná ekki að hafa stjórn á leik- og starfsmönnum sínum í leikjum. „Dómarar og starfsmenn leiksins eru með mikilvægt hlutverk í þjóðaríþróttinni okkar. Öll óviðeigandi hegðun gagnvart þeim er ólíðandi. Leikmenn, þjálfarar, aðrir starfsmenn og forsvarsmenn liða bera þá ábyrgð að sýna þeim virðingu og gripið verður til aðgerða gagnvart öllum þeim í enskri knattspyrnu sem gerast sekir um að brjóta gegn reglum,“ segir í svari knattspyrnusambandsins við fyrirspurn The Sun. Aleksandar Mitrovic á von á hárri sekt og leikbanni eftir framkomu sína í bikarleiknum gegn Manchester United um helgina.Vísir/Getty Arsenal og Manchester City eru þau lið sem fengið hafa stærstu einstöku sektirnar en félögin voru sektuð um 75.000 pund fyrir hegðun leikmanna í leik liðanna á Emirates-leikvanginum í febrúar. Auk Arsenal hafa Manchester United og Everton fengið meira en 100.000 pund í sektir en fimm lið hafa enga sekt fengið á tímabilinu. Newcastle, Brentford, Leicester, Bournemouth og Southampton hafa engar sektir fengið frá knattspyrnusambandinu en auk liðanna fimmtán í úrvalsdeildinni hafa fjörtíu lið í neðri deildunum fengið sektir. Sektarkerfi enska knattspyrnusambandsins er þannig byggt upp að ríku liðin í efstu deildinni fá hærri sektir en liðin neðar í deildarkeppninni. Sektir liða í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Sjá meira
Það er ekki eftirsóknasta starf í heimi að vera dómari í íþróttum. Þeir sem fylgjast með íþróttum vita hversu mikið er talað um ákvarðanir dómara og gagnrýni á þá er oft óvægin. Líklega er pressan á dómarana hvergi meiri en í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu enda áhorfið mikið. Í gær birti enska blaðið The Sun lista yfir hversu mikið liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa greitt í sektir á leiktíðinni vegna orðbragðs og slæmrar hegðunar leikmanna gagnvart dómurum. Anthony Taylor er á meðal virtustu dómaranna í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/Getty Arsenal er það lið sem hefur þurft að greiða mest allra í sekt en liðið hefur samtals þurft að greiða 185.000 pund til enska knattspyrnusambandsins sem gerir rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Sektir Arsenal eru fjórar samtals en þær hefur félagið fengið fyrir að ná ekki að hafa stjórn á leik- og starfsmönnum sínum í leikjum. „Dómarar og starfsmenn leiksins eru með mikilvægt hlutverk í þjóðaríþróttinni okkar. Öll óviðeigandi hegðun gagnvart þeim er ólíðandi. Leikmenn, þjálfarar, aðrir starfsmenn og forsvarsmenn liða bera þá ábyrgð að sýna þeim virðingu og gripið verður til aðgerða gagnvart öllum þeim í enskri knattspyrnu sem gerast sekir um að brjóta gegn reglum,“ segir í svari knattspyrnusambandsins við fyrirspurn The Sun. Aleksandar Mitrovic á von á hárri sekt og leikbanni eftir framkomu sína í bikarleiknum gegn Manchester United um helgina.Vísir/Getty Arsenal og Manchester City eru þau lið sem fengið hafa stærstu einstöku sektirnar en félögin voru sektuð um 75.000 pund fyrir hegðun leikmanna í leik liðanna á Emirates-leikvanginum í febrúar. Auk Arsenal hafa Manchester United og Everton fengið meira en 100.000 pund í sektir en fimm lið hafa enga sekt fengið á tímabilinu. Newcastle, Brentford, Leicester, Bournemouth og Southampton hafa engar sektir fengið frá knattspyrnusambandinu en auk liðanna fimmtán í úrvalsdeildinni hafa fjörtíu lið í neðri deildunum fengið sektir. Sektarkerfi enska knattspyrnusambandsins er þannig byggt upp að ríku liðin í efstu deildinni fá hærri sektir en liðin neðar í deildarkeppninni. Sektir liða í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund
1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Sjá meira