Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar Wolfsburg kom sér í góða stöðu Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2023 22:01 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á varamannabekknum hjá Wolfsburg í kvöld. Vísir/Getty Wolfsburg er í fínum málum í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið vann 1-0 útisigur á PSG í kvöld. Sveindís Jane Jónsdóttir var í liði Wolfsburg. Lið Wolfsburg er í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en liðið er með nauma forystu á Bayern Munchen í toppbaráttunni. Lið PSG er einnig í eldlínunni í Frakklandi, liðið er einu stigi á eftir Lyon í deildinni en Lyon tapaði einmitt fyrir Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Sveindís Jane hóf leikinn á bekknum en Wolfsburg sá til þess að kvöld franskra liða í Meistaradeildinni í kvöld fór ekki vel. Liðið vann 1-0 útsigur í hörkuleik og er því í ágætri stöðu fyrir síðara leik liðanna í næstu viku. Bæði lið áttu sínar sóknir í fyrri hálfleiknum sem var markalaus. Fjörið byrjaði hins vegar í síðari hálfleik. Á 62. mínútu fékk Wolfsburg vítaspyrnu eftir að Élisa De Almeida fékk boltann í höndina inni í vítateig. Atvikið var skoðað í VAR og vítaspyrna niðurstaðan auk þess sem De Almeida fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Sannkallaðar martraðarmínútur fyrir heimakonur í PSG. Dominique Janssen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Wolfsburg og þýska liðið komið í forystu. Sveindís Jane kom inn af bekknum á 79. mínútu en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki eftir að Wolfsburg komst yfir. Lokatölur 1-0 og einvígið því galopið fyrir síðari leikinn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahópi PSG í kvöld. Einfach nur GEIL!!! AUSWÄRTSSIEG!!!! #PSGWOB #UWCL #VfLWolfsburg pic.twitter.com/AgNxKIvGJd— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 22, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Lið Wolfsburg er í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en liðið er með nauma forystu á Bayern Munchen í toppbaráttunni. Lið PSG er einnig í eldlínunni í Frakklandi, liðið er einu stigi á eftir Lyon í deildinni en Lyon tapaði einmitt fyrir Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Sveindís Jane hóf leikinn á bekknum en Wolfsburg sá til þess að kvöld franskra liða í Meistaradeildinni í kvöld fór ekki vel. Liðið vann 1-0 útsigur í hörkuleik og er því í ágætri stöðu fyrir síðara leik liðanna í næstu viku. Bæði lið áttu sínar sóknir í fyrri hálfleiknum sem var markalaus. Fjörið byrjaði hins vegar í síðari hálfleik. Á 62. mínútu fékk Wolfsburg vítaspyrnu eftir að Élisa De Almeida fékk boltann í höndina inni í vítateig. Atvikið var skoðað í VAR og vítaspyrna niðurstaðan auk þess sem De Almeida fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Sannkallaðar martraðarmínútur fyrir heimakonur í PSG. Dominique Janssen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Wolfsburg og þýska liðið komið í forystu. Sveindís Jane kom inn af bekknum á 79. mínútu en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki eftir að Wolfsburg komst yfir. Lokatölur 1-0 og einvígið því galopið fyrir síðari leikinn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahópi PSG í kvöld. Einfach nur GEIL!!! AUSWÄRTSSIEG!!!! #PSGWOB #UWCL #VfLWolfsburg pic.twitter.com/AgNxKIvGJd— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 22, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira