Með lengri frest til að bjóða í Man. Utd eftir ringulreið Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2023 07:32 Manchester United hefur verið í eigu bandarísku Glazer-fjölskyldunnar frá árinu 2005. EPA-EFE/JULIO MUNOZ Mennirnir tveir sem keppast um að kaupa Manchester United af Glazer-fjölskyldunni fengu frest til að skila inn betrumbættum tilboðum en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út í gærkvöld. Enskir miðlar á borð við Sky Sports og The Guardian lýsa gærkvöldinu sem fullu af dramatík og ringulreið en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út klukkan 21. Fljótlega kom hins vegar í ljós að Raine Group, fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United, hefði hvorki fengið tilboð frá katarska sjeiknum Jassim né Ineos í eigu Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe. Samkvæmt BBC fóru báðir aðilar fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti, og telur BBC að atburðarásin skjóti stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með bandarísku eigendurna. The Guardian segir að reiknað sé með að nýju tilboðin verði hærri en 4,5 milljarðar punda, sem hafi verið hæsta tilboð í fyrstu umferð tilboða. Heimildir miðilsins herma hins vegar að tilboðin nái ekki því verði sem Glazer-fjölskyldan hafi séð fyrir sér, sem sé hátt í 6 milljarðar punda. Engu að síður er ljóst að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Sjeikinn Jassim og Ratcliffe eru einu aðilarnir sem hafa opinberlega greint frá fyrirætlunum sínum um að kaupa Manchester United, og fulltrúar félagsins funduðu með báðum aðilum fyrr í þessum mánuði. The Guardian segir að þriðji kosturinn sem Glazer-fjölskyldan íhugi sé að halda meirihluta í félaginu en selja hluta til bandarísks vogunarsjóðs, en ljóst er að sá kostur hugnast meirihluta stuðningsmanna félagsins illa. Ekki liggur fyrir hvenær hinn framlengdi frestur til að skila inn tilboðum rennur út. Enski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Enskir miðlar á borð við Sky Sports og The Guardian lýsa gærkvöldinu sem fullu af dramatík og ringulreið en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út klukkan 21. Fljótlega kom hins vegar í ljós að Raine Group, fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United, hefði hvorki fengið tilboð frá katarska sjeiknum Jassim né Ineos í eigu Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe. Samkvæmt BBC fóru báðir aðilar fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti, og telur BBC að atburðarásin skjóti stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með bandarísku eigendurna. The Guardian segir að reiknað sé með að nýju tilboðin verði hærri en 4,5 milljarðar punda, sem hafi verið hæsta tilboð í fyrstu umferð tilboða. Heimildir miðilsins herma hins vegar að tilboðin nái ekki því verði sem Glazer-fjölskyldan hafi séð fyrir sér, sem sé hátt í 6 milljarðar punda. Engu að síður er ljóst að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Sjeikinn Jassim og Ratcliffe eru einu aðilarnir sem hafa opinberlega greint frá fyrirætlunum sínum um að kaupa Manchester United, og fulltrúar félagsins funduðu með báðum aðilum fyrr í þessum mánuði. The Guardian segir að þriðji kosturinn sem Glazer-fjölskyldan íhugi sé að halda meirihluta í félaginu en selja hluta til bandarísks vogunarsjóðs, en ljóst er að sá kostur hugnast meirihluta stuðningsmanna félagsins illa. Ekki liggur fyrir hvenær hinn framlengdi frestur til að skila inn tilboðum rennur út.
Enski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira