Bosníumenn sluppu við áhorfendabann Valur Páll Eiríksson skrifar 23. mars 2023 15:02 Bilino Polje-völlurinn í Zenica sem Ísland leikur á í kvöld. Vísir/Valur Páll Um níu þúsund miðar hafa selst á leik Bosníu og Ísland sem fram fer í Zenica í Bosníu í kvöld. Bosníumenn virðast hafa sloppið við áhorfendabann sem greint var frá fyrr í mánuðinum. Leikið verður á Bilino Polje-vellinum í borginni í stað þess að liðið spili á stærri velli í höfuðborginni Sarajevo. Það á til að myndast afar góð stemning á þessum velli en áhugavert verður að sjá hvaða áhrif það hefur á leikinn. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að aðeins um 3.500 áhorfendum yrði heimilt að mæta leikinn. UEFA hafi úrskurðað um að hluta stúkunnar yrði lokað þar sem stuðningsmenn Bosníu létu illa í leik liðsins við Rúmeníu í Þjóðadeildinni í haust. Þeir hentu þar drasli inn á völlinn, kveiktu á flugeldum, hlupu inn á völlinn auk þess sem óeirðir urðu í stúkunni. Dómurinn var hins vegar aðeins skilorðsbundinn og gilda engar takmarkanir um fjölda í kvöld. Níu þúsund miðar af selst, líkt og áður segir, en völlurinn tekur um 15 þúsund manns í sæti. Ljóst er að afar fáir, ef einhverjir, íslenskir stuðningsmenn verða í stúkunni og má gera ráð fyrir öllum þeim áhorfendum sem komast að á bandi heimamanna. Landsliðsmönnum Íslands hefur þó verið tíðrætt um það í gegnum tíðina að þeir þrífist vel í góðri stemningu sem fer gegn þeim. Sagan segir að stuðningsmenn Bosníu geti hæglega snúist gegn liðinu ef illa gengur – líkt og sjá má á dæminu frá Rúmeníu-leiknum sem leiddi til bannsins. Von stendur því auðvitað til að slíkt gangi eftir og að íslenska liðið nái að þagga niður í þeim níu þúsund áhorfendum sem koma saman á Bilino Polje-vellinum í kvöld. Leikur Íslands og Bosníu hefst klukkan 19:45 og verður lýst beint á Vísi. Allt saman verður það svo gert vel upp eftir leik. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Leikið verður á Bilino Polje-vellinum í borginni í stað þess að liðið spili á stærri velli í höfuðborginni Sarajevo. Það á til að myndast afar góð stemning á þessum velli en áhugavert verður að sjá hvaða áhrif það hefur á leikinn. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að aðeins um 3.500 áhorfendum yrði heimilt að mæta leikinn. UEFA hafi úrskurðað um að hluta stúkunnar yrði lokað þar sem stuðningsmenn Bosníu létu illa í leik liðsins við Rúmeníu í Þjóðadeildinni í haust. Þeir hentu þar drasli inn á völlinn, kveiktu á flugeldum, hlupu inn á völlinn auk þess sem óeirðir urðu í stúkunni. Dómurinn var hins vegar aðeins skilorðsbundinn og gilda engar takmarkanir um fjölda í kvöld. Níu þúsund miðar af selst, líkt og áður segir, en völlurinn tekur um 15 þúsund manns í sæti. Ljóst er að afar fáir, ef einhverjir, íslenskir stuðningsmenn verða í stúkunni og má gera ráð fyrir öllum þeim áhorfendum sem komast að á bandi heimamanna. Landsliðsmönnum Íslands hefur þó verið tíðrætt um það í gegnum tíðina að þeir þrífist vel í góðri stemningu sem fer gegn þeim. Sagan segir að stuðningsmenn Bosníu geti hæglega snúist gegn liðinu ef illa gengur – líkt og sjá má á dæminu frá Rúmeníu-leiknum sem leiddi til bannsins. Von stendur því auðvitað til að slíkt gangi eftir og að íslenska liðið nái að þagga niður í þeim níu þúsund áhorfendum sem koma saman á Bilino Polje-vellinum í kvöld. Leikur Íslands og Bosníu hefst klukkan 19:45 og verður lýst beint á Vísi. Allt saman verður það svo gert vel upp eftir leik.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira