Óvissustigi vegna Covid aflýst Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2023 13:23 Engar opinberar aðgerðir hafa veri í gangi frá febrúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að aflýsa óvissustigi Almannavarna vegna heimsfaraldurs Covid-19. Frá 27. janúar 2020 hafa ýmis almannavarnastig verið í gildi en er þar um að ræða óvissu-, hættu og neyðarstig. Í yfirlýsingu frá almannavörnum segir að ekkert nýtt afbrigði hafi greinst hér á landi í rúmlega ár, íbúar séu vel bólusettir og innlögnum á sjúkrahús hafi fækkað. Þar að auki hafi engar opinberar aðgerðir verið í gangi frá febrúar 2022. Landspítali, sem hafði starfað á ýmsum hættustigum frá 30. janúar 2020, var færður af óvissustigi þann 15. mars síðastliðinn. Heilsugæslan hætti að bjóða upp á greiningar frá og með fyrsta mars en þá höfðu um tíu manns verið að greinast á dag. Faraldur Covid er enn yfirlýstur heimsfaraldur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og talinn ógn við lýðheilsu í heiminum. Sjúkdómurinn er einnig enn til staðar hér á landi. Í hverri viku er fólk veikt á sjúkrahúsi. Fyrir utan veikindi voru 246 andlát skráð vegna Covid-19 frá 2020 til 2022. Í janúar 2023 voru þrettán andlát en í febrúar hefur eitt andlát verið skráð, samkvæmt bráðabirgðatölum. „Þó dregið hafi úr aðgerðum vegna Covid-19 í flestum löndum er faraldurinn enn í gangi með tilheyrandi veikindum, andlátum og álagi á heilbrigðiskerfi. Vöktun, eftirlit og viðbrögð við Covid-19 verða áfram með sama hætti og vegna annarra smitsjúkdóma sem sóttvarnalæknir vaktar. Ef tilefni er til verður viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs virkjuð á ný á viðeigandi almannavarnastigi,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þar segir að upplýsingar sóttvarnalæknis um Covid á Íslandi, Covid.is, muni færast alfarið yfir á vef landlæknis. Það eru upplýsingar um viðbrögð, bólusetningar og tölfræði. Þá hefur embætti landlæknis sett upp sérstakt mælaborð með upplýsingum um umframdánartíðni á Íslandi og Covid-19 andlát. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Í yfirlýsingu frá almannavörnum segir að ekkert nýtt afbrigði hafi greinst hér á landi í rúmlega ár, íbúar séu vel bólusettir og innlögnum á sjúkrahús hafi fækkað. Þar að auki hafi engar opinberar aðgerðir verið í gangi frá febrúar 2022. Landspítali, sem hafði starfað á ýmsum hættustigum frá 30. janúar 2020, var færður af óvissustigi þann 15. mars síðastliðinn. Heilsugæslan hætti að bjóða upp á greiningar frá og með fyrsta mars en þá höfðu um tíu manns verið að greinast á dag. Faraldur Covid er enn yfirlýstur heimsfaraldur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og talinn ógn við lýðheilsu í heiminum. Sjúkdómurinn er einnig enn til staðar hér á landi. Í hverri viku er fólk veikt á sjúkrahúsi. Fyrir utan veikindi voru 246 andlát skráð vegna Covid-19 frá 2020 til 2022. Í janúar 2023 voru þrettán andlát en í febrúar hefur eitt andlát verið skráð, samkvæmt bráðabirgðatölum. „Þó dregið hafi úr aðgerðum vegna Covid-19 í flestum löndum er faraldurinn enn í gangi með tilheyrandi veikindum, andlátum og álagi á heilbrigðiskerfi. Vöktun, eftirlit og viðbrögð við Covid-19 verða áfram með sama hætti og vegna annarra smitsjúkdóma sem sóttvarnalæknir vaktar. Ef tilefni er til verður viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs virkjuð á ný á viðeigandi almannavarnastigi,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þar segir að upplýsingar sóttvarnalæknis um Covid á Íslandi, Covid.is, muni færast alfarið yfir á vef landlæknis. Það eru upplýsingar um viðbrögð, bólusetningar og tölfræði. Þá hefur embætti landlæknis sett upp sérstakt mælaborð með upplýsingum um umframdánartíðni á Íslandi og Covid-19 andlát.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42