Umfjöllun og viðtöl: KA - Afturelding 28-34 | Engin bikarþynnka hjá Mosfellingum Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. mars 2023 20:44 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Afturelding vann þæginlegan sigur á KA mönnum í KA heimilinu í kvöld en leikurinn endaði með sex marka sigri Aftureldingar. Afturelding var með frumkvæðið nánast allan tímann og virtist sigurinn aldrei í hættu. Leikar hófust þó jafnir og skiptust liðið á að skora og var jafnt á öllum tölum þar til um miðbik hálfleiksins að gestirnir skoruðu tvö mörk í röð og staðan orðin 7 – 9. Afturelding áttu eftir að bæta um betur og þremur mínútum síðar var staðan orðin 9 – 13. Gestirnir höfðu frumkvæðið það sem eftir var af hálfleiknum en náðu ekki að slíta heimamenn almennilega frá sér og var það sérstaklega framlagi Einar Rafns Eiðssonar að þakka að KA hélst inn í leiknum en hann skoraði meira en helming marka KA í fyrri hálfleik eða átta talsins. Staðan í hálfleik 15 – 18 fyrir Aftureldingu. Afturelding kom af sama krafti inn í seinni hálfleik og við það bætist Jovan Kukobat í mark Aftureldingar en hann átti eftir að múra fyrir mark gestanna, varði 12 skot í seinni hálfleik og var með 50% markvörslu. Leikurinn varð aldrei spennandi í seinni hálfleik. Afturelding jók hægt og rólega forskot sitt og heimamenn virtust ekki hafa nein ráð í varnarleik sínum. Þegar um korter var eftir af leiknum voru gestirnir komnir með sex marka forskot 18 – 24. KA menn eða öllu heldur Dagur Gautason skoraði næstu þrjú mörk leiksins og kom þannig stöðunni í 21 – 24. Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar tók þá leikhlé og eftir það leikhlé litu leikmenn Aftureldingar aldrei í baksýnisspegillinn og unnu að endingu sex marka sigur, 28 – 34. Afhverju vann Afturelding? Þeir voru bara miklu betri á öllum sviðum leiksins og í raun gaf KA þeim litla mótspyrnu. Það er einfalda og eiginlega eina svarið. Hverjar stóðu upp úr? Í heimaliðinu var Einar Rafn Eiðsson frábær í fyrri hálfleik og var allt í öllu í sóknarleik KA, hann endaði með 8 mörk af þeim 15 sem KA skoraði í fyrri hálfleik og endaði að lokum með 11 mörk. Dagur Gautason skoraði níu mörk og var manna líflegastur í KA liðinu. Árni Bragi Eyjólfsson og Birkir Benediktsson voru manna atkvæðamestir í sóknarleik Aftureldingar og skoruðu annars vegar átta mörk og hins vegar sjö mörk, annars var markadreifing mjög góð hjá gestunum. Þá er ekki hægt að horfa framhjá frábærum seinni hálfleik Jovan Kukobat en hann og Brynjar Vignir Stefánsson skiptu með sér hálfleikjum. Jovan varði 12 skot eða 50% af þeim skotum sem komu á hann og sá alveg um að draga tennurnar úr heimamönnum. Hvað gekk illa? KA hefur núna tapað sex leikjum í röð og virðist sjálfstraustið vera af skornum skammti. Jónatan Magnússon þjálfari KA talaði um að það hafi vantað hugafar og baráttu í sína menn og það varð þeim líklega að falli í dag. Þeir litu illa út í þessum leik, varnarleikurinn var mjög dapur og átti sóknarlína Aftureldingar í litlum vandræðum með að finna sér færi. Eftir því sem leið á leikinn virtist trúin dvína hjá heimamönnum og gestirnir áttu í litlum vandræðum með að klára leikinn. Hvað gerist næst? KA mun heimsækja FH, föstudagskvöldið 31. mars og Afturelding fær ÍR í heimsókn sama kvöld. Gunnar Magnússon: Okkur hungrar í meira Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Diego „Nei sem betur fer að þá var engin bikarþynnka í okkur í dag,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar og nýkrýndur bikarmeistari eftir sex marka sigur á KA í KA heimilinu í kvöld. „Ég óttaðist það einmitt mest en við náðum að koma með rétt hugarfar og ég er ánægður með það. Við sýndum það í dag að okkur hungrar í meira, mér fannst þetta mikill fagmennska hjá mínum mönnum í kvöld.“ Deildin er mjög jöfn frá öðru sæti og niður í það sjöunda sem er einmitt sætið sem Afturelding var í fyrir leikinn í kvöld. „Stigin telja mikið núna á lokasprettinum í þessari gríðarlega jöfnu deild. Við þurfum að koma okkur aðeins ofar þannig þetta voru mjög mikilvæg tvö stig og líka svolítið hjá okkur að sanna það að við erum ekki saddir eftir síðustu helgi og að við viljum meira. Þetta var gott svar hjá strákunum, þeir komu með rétt hugarfar. Við erum ekki búnir að tala um neitt annað alla vikuna en hugarfarið. Við höfum varla talað um taktík en þetta snérist um hugarfarið og strákarnir svöruðu því í kvöld.“ Spurður að því hvaða skapaði þennan sigur að þá var það liðsheildin og hugarfarið. „Liðsheildin skapaði þetta í kvöld, það voru allir að leggja í púkkið. Jovan Kukobat var frábær í markinu í seinni hálfleik, vörnin var góð og mörk voru að koma úr öllum stöðum þannig þetta var bara frábær liðsheild.“ Jovan Kukobat spilaði seinni hálfleikinn í marki Aftureldingar og varði þar 12 skot eða 50% af þeim skotum sem kom á hann. „Það munar um það, hann í raun bar drap þá í seinni hálfleik. Hann varði vel og að sama skapi var vörnin frábær. Hann fær mikla aðstoð frá þeim.“ Framundan er hörð barátta en þrír leikir eru eftir áður en að úrslitakeppnin byrjar. „Við förum í þessa síðustu leiki og ætlum að safna sem flestum stigum, það skiptir okkur máli að við getum klifið töfluna og endað hátt á henni. Okkur hungrar í meira og við vitum hvað við getum. Þannig við tökum bara næsta leik og höldum áfram á þessari braut.“ Olís-deild karla KA Afturelding
Afturelding vann þæginlegan sigur á KA mönnum í KA heimilinu í kvöld en leikurinn endaði með sex marka sigri Aftureldingar. Afturelding var með frumkvæðið nánast allan tímann og virtist sigurinn aldrei í hættu. Leikar hófust þó jafnir og skiptust liðið á að skora og var jafnt á öllum tölum þar til um miðbik hálfleiksins að gestirnir skoruðu tvö mörk í röð og staðan orðin 7 – 9. Afturelding áttu eftir að bæta um betur og þremur mínútum síðar var staðan orðin 9 – 13. Gestirnir höfðu frumkvæðið það sem eftir var af hálfleiknum en náðu ekki að slíta heimamenn almennilega frá sér og var það sérstaklega framlagi Einar Rafns Eiðssonar að þakka að KA hélst inn í leiknum en hann skoraði meira en helming marka KA í fyrri hálfleik eða átta talsins. Staðan í hálfleik 15 – 18 fyrir Aftureldingu. Afturelding kom af sama krafti inn í seinni hálfleik og við það bætist Jovan Kukobat í mark Aftureldingar en hann átti eftir að múra fyrir mark gestanna, varði 12 skot í seinni hálfleik og var með 50% markvörslu. Leikurinn varð aldrei spennandi í seinni hálfleik. Afturelding jók hægt og rólega forskot sitt og heimamenn virtust ekki hafa nein ráð í varnarleik sínum. Þegar um korter var eftir af leiknum voru gestirnir komnir með sex marka forskot 18 – 24. KA menn eða öllu heldur Dagur Gautason skoraði næstu þrjú mörk leiksins og kom þannig stöðunni í 21 – 24. Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar tók þá leikhlé og eftir það leikhlé litu leikmenn Aftureldingar aldrei í baksýnisspegillinn og unnu að endingu sex marka sigur, 28 – 34. Afhverju vann Afturelding? Þeir voru bara miklu betri á öllum sviðum leiksins og í raun gaf KA þeim litla mótspyrnu. Það er einfalda og eiginlega eina svarið. Hverjar stóðu upp úr? Í heimaliðinu var Einar Rafn Eiðsson frábær í fyrri hálfleik og var allt í öllu í sóknarleik KA, hann endaði með 8 mörk af þeim 15 sem KA skoraði í fyrri hálfleik og endaði að lokum með 11 mörk. Dagur Gautason skoraði níu mörk og var manna líflegastur í KA liðinu. Árni Bragi Eyjólfsson og Birkir Benediktsson voru manna atkvæðamestir í sóknarleik Aftureldingar og skoruðu annars vegar átta mörk og hins vegar sjö mörk, annars var markadreifing mjög góð hjá gestunum. Þá er ekki hægt að horfa framhjá frábærum seinni hálfleik Jovan Kukobat en hann og Brynjar Vignir Stefánsson skiptu með sér hálfleikjum. Jovan varði 12 skot eða 50% af þeim skotum sem komu á hann og sá alveg um að draga tennurnar úr heimamönnum. Hvað gekk illa? KA hefur núna tapað sex leikjum í röð og virðist sjálfstraustið vera af skornum skammti. Jónatan Magnússon þjálfari KA talaði um að það hafi vantað hugafar og baráttu í sína menn og það varð þeim líklega að falli í dag. Þeir litu illa út í þessum leik, varnarleikurinn var mjög dapur og átti sóknarlína Aftureldingar í litlum vandræðum með að finna sér færi. Eftir því sem leið á leikinn virtist trúin dvína hjá heimamönnum og gestirnir áttu í litlum vandræðum með að klára leikinn. Hvað gerist næst? KA mun heimsækja FH, föstudagskvöldið 31. mars og Afturelding fær ÍR í heimsókn sama kvöld. Gunnar Magnússon: Okkur hungrar í meira Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Diego „Nei sem betur fer að þá var engin bikarþynnka í okkur í dag,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar og nýkrýndur bikarmeistari eftir sex marka sigur á KA í KA heimilinu í kvöld. „Ég óttaðist það einmitt mest en við náðum að koma með rétt hugarfar og ég er ánægður með það. Við sýndum það í dag að okkur hungrar í meira, mér fannst þetta mikill fagmennska hjá mínum mönnum í kvöld.“ Deildin er mjög jöfn frá öðru sæti og niður í það sjöunda sem er einmitt sætið sem Afturelding var í fyrir leikinn í kvöld. „Stigin telja mikið núna á lokasprettinum í þessari gríðarlega jöfnu deild. Við þurfum að koma okkur aðeins ofar þannig þetta voru mjög mikilvæg tvö stig og líka svolítið hjá okkur að sanna það að við erum ekki saddir eftir síðustu helgi og að við viljum meira. Þetta var gott svar hjá strákunum, þeir komu með rétt hugarfar. Við erum ekki búnir að tala um neitt annað alla vikuna en hugarfarið. Við höfum varla talað um taktík en þetta snérist um hugarfarið og strákarnir svöruðu því í kvöld.“ Spurður að því hvaða skapaði þennan sigur að þá var það liðsheildin og hugarfarið. „Liðsheildin skapaði þetta í kvöld, það voru allir að leggja í púkkið. Jovan Kukobat var frábær í markinu í seinni hálfleik, vörnin var góð og mörk voru að koma úr öllum stöðum þannig þetta var bara frábær liðsheild.“ Jovan Kukobat spilaði seinni hálfleikinn í marki Aftureldingar og varði þar 12 skot eða 50% af þeim skotum sem kom á hann. „Það munar um það, hann í raun bar drap þá í seinni hálfleik. Hann varði vel og að sama skapi var vörnin frábær. Hann fær mikla aðstoð frá þeim.“ Framundan er hörð barátta en þrír leikir eru eftir áður en að úrslitakeppnin byrjar. „Við förum í þessa síðustu leiki og ætlum að safna sem flestum stigum, það skiptir okkur máli að við getum klifið töfluna og endað hátt á henni. Okkur hungrar í meira og við vitum hvað við getum. Þannig við tökum bara næsta leik og höldum áfram á þessari braut.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti