Á láni frá Arsenal en flaug til Flórída til að reyna að skipta um landslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2023 14:31 Folarin Balogun á ferðinni í leik með Stade de Reims. Getty/Sylvain Lefevre Arsenal framherjinn Folarin Balogun er upptekinn í landsleikjahléinu við að reyna að skipta yfir í bandaríska landsliðið. Hinn 21 árs gamli Balogun hefur staðið sig frábærlega í frönsku deildinni en þó ekki nógu vel til að komast í enska landsliðið eða vera kallaður aftur úr láni til Arsenal. High-scoring Folarin Balogun is stateside, fueling USMNT speculation. Comments from Hudson, Pulisic, Turner https://t.co/5s8VwBcMc3— Steven Goff (@SoccerInsider) March 24, 2023 Balogun hefur skorað 17 mörk í 27 leikjum fyrir Reims í frönsku deildinni og aðeins þeir Kylian Mbappe og Jonathan David hafa skorað fleiri. Þegar Gabriel Jesus meiddist þá kallaði Arsenal samt ekki í hann úr láni. Balogun hefur spilað með yngri landsliðum Englands en ekki fengið kallið í A-landsliðið. Hann dróg sig út úr enska 21 árs landsliðinu í þessum landsleikjaglugga vegna óskilgreindra meiðsla. Hann má spila með þremur landsliðum því hann er fæddur í New York í Bandaríkjunum, alinn upp í Englandi og þá eru foreldrar hans frá Nígeríu. Imagine this potential USMNT starting XI with Folarin Balogun pic.twitter.com/bslmfddvHd— USMNT Only (@usmntonly) March 24, 2023 Það bjuggust flestir við að hann reyndi að komast í enska landsliðið en áhugi frá því bandaríska hefur fengið hann til að skipta. „Í lífinu ferðu þangað þar sem þú ert metinn að verðleikum,“ skrifaði Folarin Balogun á samfélagsmiðla sem ýtir undir það að hann vilji komast í landslið og þá það bandaríska. Bandaríska landsliðið er nú statt í Flórída til að undirbúa sig fyrir leik á móti Grenada í kvöld og á móti El Salvador á mánudaginn. Balogun er sagður hafa flogið til Flórída til að ræða málin. Það eru spennandi tímar hjá bandaríska landsliðinu enda ung spennandi kynslóð að taka við og Bandaríkjamenn á heimavelli á næsta heimsmeistaramóti. Það er líka staðreynd samkvæmt frétt ESPN að bandaríska knattspyrnusambandið hefur verið á eftir Balogun í marga mánuði en nú virðist hann vera búinn að fá nóg að því að bíða eftir kallinu frá enska landsliðsþjálfaranum. Most goals scored by U21 players in Europe's top five Leagues this season: Balogun - 17 Martinelli - 13 Saka - 12Arsenal shining all over Europe pic.twitter.com/ETxvty45PE— ESPN UK (@ESPNUK) March 22, 2023 Bandaríski fótboltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Balogun hefur staðið sig frábærlega í frönsku deildinni en þó ekki nógu vel til að komast í enska landsliðið eða vera kallaður aftur úr láni til Arsenal. High-scoring Folarin Balogun is stateside, fueling USMNT speculation. Comments from Hudson, Pulisic, Turner https://t.co/5s8VwBcMc3— Steven Goff (@SoccerInsider) March 24, 2023 Balogun hefur skorað 17 mörk í 27 leikjum fyrir Reims í frönsku deildinni og aðeins þeir Kylian Mbappe og Jonathan David hafa skorað fleiri. Þegar Gabriel Jesus meiddist þá kallaði Arsenal samt ekki í hann úr láni. Balogun hefur spilað með yngri landsliðum Englands en ekki fengið kallið í A-landsliðið. Hann dróg sig út úr enska 21 árs landsliðinu í þessum landsleikjaglugga vegna óskilgreindra meiðsla. Hann má spila með þremur landsliðum því hann er fæddur í New York í Bandaríkjunum, alinn upp í Englandi og þá eru foreldrar hans frá Nígeríu. Imagine this potential USMNT starting XI with Folarin Balogun pic.twitter.com/bslmfddvHd— USMNT Only (@usmntonly) March 24, 2023 Það bjuggust flestir við að hann reyndi að komast í enska landsliðið en áhugi frá því bandaríska hefur fengið hann til að skipta. „Í lífinu ferðu þangað þar sem þú ert metinn að verðleikum,“ skrifaði Folarin Balogun á samfélagsmiðla sem ýtir undir það að hann vilji komast í landslið og þá það bandaríska. Bandaríska landsliðið er nú statt í Flórída til að undirbúa sig fyrir leik á móti Grenada í kvöld og á móti El Salvador á mánudaginn. Balogun er sagður hafa flogið til Flórída til að ræða málin. Það eru spennandi tímar hjá bandaríska landsliðinu enda ung spennandi kynslóð að taka við og Bandaríkjamenn á heimavelli á næsta heimsmeistaramóti. Það er líka staðreynd samkvæmt frétt ESPN að bandaríska knattspyrnusambandið hefur verið á eftir Balogun í marga mánuði en nú virðist hann vera búinn að fá nóg að því að bíða eftir kallinu frá enska landsliðsþjálfaranum. Most goals scored by U21 players in Europe's top five Leagues this season: Balogun - 17 Martinelli - 13 Saka - 12Arsenal shining all over Europe pic.twitter.com/ETxvty45PE— ESPN UK (@ESPNUK) March 22, 2023
Bandaríski fótboltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira