Úrslitahelgi Stórmeistaramótsins hefst í kvöld: Nær einhver að skáka Dusty? Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. mars 2023 11:45 Atlantic Esports mætir Dusty í fyrri undanúrslitaviðureign kvöldsins áður en FH og Þór eigast við. Undanúrslit Stórmeistaramóts Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO fara fram í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi í kvöld. Ríkjandi meistarar Dusty hafa einokað titilinn seinustu ár og stefna í úrslit enn eina ferðina. Þó eru blikur á lofti sem benda til þess að einokunartíma Dusty gæti senn farið að ljúka. Atlantic Esports og Þór veittu Dusty harða samkeppni um deildarmeistaratitilinn í ár og réðust úrslitin í raun ekki fyrr en í lokaumferðinni. Dusty og Atlantic mætast einmitt í fyrri viðureign kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi klukkan 17:30. Baráttan um deildarmeistaratitilinn var ekki sú eina sem var jöfn og spennandi frá upphafi til enda í Ljósleiðaradeildinni í ár því fjögur lið börðust um fjórða sætið fram á seinustu stundu. Þar á meðal var FH sem mætir Þórsurum í síðari undanúrslitaviðureign kvöldsins klukkan 20:30. Svona lítur Stórmeistaramótið út. Bein útsending frá Stórmeistaramótinu hefst á slaginu klukkan 17:00 og verður mikið um að vera í kringum leikina. Úrslitin sjálf fara svo fram á morgun og að þeim loknum fer fram CS:GO verðlaunahátíðin þar sem bjartasta vonin, leikmaður ársins og lið ársins verða meðal þeirra sem verða heiðruð. Þá verður einnig nóg um að vera í Arena, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, á meðan undanúrslit og úrslit fara fram. Leikirnir verða þar sýndir á risaskjá og að útsendingu lokinni fer verðlaunahátíðin fram. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport
Þó eru blikur á lofti sem benda til þess að einokunartíma Dusty gæti senn farið að ljúka. Atlantic Esports og Þór veittu Dusty harða samkeppni um deildarmeistaratitilinn í ár og réðust úrslitin í raun ekki fyrr en í lokaumferðinni. Dusty og Atlantic mætast einmitt í fyrri viðureign kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi klukkan 17:30. Baráttan um deildarmeistaratitilinn var ekki sú eina sem var jöfn og spennandi frá upphafi til enda í Ljósleiðaradeildinni í ár því fjögur lið börðust um fjórða sætið fram á seinustu stundu. Þar á meðal var FH sem mætir Þórsurum í síðari undanúrslitaviðureign kvöldsins klukkan 20:30. Svona lítur Stórmeistaramótið út. Bein útsending frá Stórmeistaramótinu hefst á slaginu klukkan 17:00 og verður mikið um að vera í kringum leikina. Úrslitin sjálf fara svo fram á morgun og að þeim loknum fer fram CS:GO verðlaunahátíðin þar sem bjartasta vonin, leikmaður ársins og lið ársins verða meðal þeirra sem verða heiðruð. Þá verður einnig nóg um að vera í Arena, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, á meðan undanúrslit og úrslit fara fram. Leikirnir verða þar sýndir á risaskjá og að útsendingu lokinni fer verðlaunahátíðin fram.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport