Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2023 18:12 Eins og sjá má er bíllinn verulega tjónaður. Halldór Snær segir fyrir öllu að enginn hafi slasast. Alltaf sé hægt að skipta um bíl. Vísir/Vilhelm Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. Það var um klukkan 16:45 í dag að mikill hvellur varð í Ásahverfinu í Garðabæ svo heyrðist langar leiðir. Halldór Snær var á heimili sínu í næsta nágrenni þegar sprengingin varð. „Ég var heima, í símanum, þegar ég heyrði mikla sprengingu og öskur,“ segir Halldór Snær. „Svo voru sjúkrabílar, slökkviliðsbílar og lögreglubílar mættir um leið. Ég skildi ekkert hvað hafði gerst,“ segir Halldór. Hann var ekki sá eini sem brá í brún við sprenginguna því ábendingar bárust fréttastofu úr öllum áttum vegna hvellsins. Í framhaldinu kviknaði eldur í þaki fjölbýlishúss sem er í byggingu. Fljótlega bar á mikilli reykjarlykt í íbúðinni svo Halldór brá á það skynsamlega ráð að loka gluggum. Nágranni hans hafi tjáð honum að líklega hefði verið um gassprengingu að ræða. Halldór ákvað í framhaldinu að best væri að yfirgefa svæðið. „Maður vissi eiginlega hvorki hvað sneri upp né niður. Það var sprenging, löggan var mætt og þetta virkuðu bara svakalegar aðstæður.“ Þegar blaðamaður spyr Halldór út í skemmdir á Volvo-bíl hans, sem varð fyrir gaskúti og skemmdist mikið, segir Halldór fyrir öllu að enginn hafi slasast. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi í raun kraftaverk að ekki hafi orðið slys á fólki. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Gaskúturinn sem skaust í bíl Halldórs var ekki sá eini. Annar gaskútur fannst í um áttatíu metra fjarlægð frá byggingasvæðinu. „Það er ekkert mál að skipta um bíl. Það er fyrir öllu að það sé í lagi með fólk.“ Slökkvilið Garðabær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Það var um klukkan 16:45 í dag að mikill hvellur varð í Ásahverfinu í Garðabæ svo heyrðist langar leiðir. Halldór Snær var á heimili sínu í næsta nágrenni þegar sprengingin varð. „Ég var heima, í símanum, þegar ég heyrði mikla sprengingu og öskur,“ segir Halldór Snær. „Svo voru sjúkrabílar, slökkviliðsbílar og lögreglubílar mættir um leið. Ég skildi ekkert hvað hafði gerst,“ segir Halldór. Hann var ekki sá eini sem brá í brún við sprenginguna því ábendingar bárust fréttastofu úr öllum áttum vegna hvellsins. Í framhaldinu kviknaði eldur í þaki fjölbýlishúss sem er í byggingu. Fljótlega bar á mikilli reykjarlykt í íbúðinni svo Halldór brá á það skynsamlega ráð að loka gluggum. Nágranni hans hafi tjáð honum að líklega hefði verið um gassprengingu að ræða. Halldór ákvað í framhaldinu að best væri að yfirgefa svæðið. „Maður vissi eiginlega hvorki hvað sneri upp né niður. Það var sprenging, löggan var mætt og þetta virkuðu bara svakalegar aðstæður.“ Þegar blaðamaður spyr Halldór út í skemmdir á Volvo-bíl hans, sem varð fyrir gaskúti og skemmdist mikið, segir Halldór fyrir öllu að enginn hafi slasast. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi í raun kraftaverk að ekki hafi orðið slys á fólki. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Gaskúturinn sem skaust í bíl Halldórs var ekki sá eini. Annar gaskútur fannst í um áttatíu metra fjarlægð frá byggingasvæðinu. „Það er ekkert mál að skipta um bíl. Það er fyrir öllu að það sé í lagi með fólk.“
Slökkvilið Garðabær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira