„Það var ekki hátt risið á landsliðsfyrirliðanum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. mars 2023 08:00 Eiður Smári var fyrirliði Íslands í einu versta, ef ekki allra versta tapi í sögu liðsins. Þrír úr teymi Íslands byrjuðu leikinn einnig. Mynd/Daníel Þrír í teymi íslenska karlalandsliðsins eiga afar slæmar minningar frá Vaduz hvar Ísland sækir Liechtenstein heim í undankeppni EM í dag. Þar varð liðið niðurlægt fyrir fimmtán árum síðan. Ísland mætir Liechtenstein á ný í dag. „Það var ekki hátt risið á landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen eftir leikinn við Liechtenstein: Allir strákarnir í liðinu þurfa að líta í eigin barm“ segir fyrirsögn Óskars Ófeigs Jónssonar um 3-0 tap Íslands fyrir Liechtenstein í Vaduz árið 2007. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson voru báðir í byrjunarliði Íslands er liðið galt þetta fræga afhroð. Ívar Ingimarsson, formaður landsliðsnefndar og stjórnarmaður KSÍ, sem er með í för í Liechtenstein, var þá einnig í byrjunarliðinu. „Við vorum einfaldlega niðurlægðir,“ sagði Eyjólfur Sverrisson eftir tapið en Ísland fékk aðeins eitt stig úr tveimur viðureignum við Liechtenstein í undankeppni EM 2008. 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli og 3-0 tap ytra. Umfjöllun Óskars Ófeigs Jónssonar um tapið í Vaduz árið 2007.Mynd/Fréttablaðið „Segðu af þér, Eyjólfur“ var fyrirsögn Henrys Birgis Gunnarssonar í Fréttablaðinu eftir leikinn hér heima þar sem liðin skildu jöfn 1-1. Það var fyrir leikinn ytra þar sem niðurlægingin var algjör, líkt og Eyjólfur sagði sjálfur. Liechtenstein hefur verið á agalegu skriði undanfarið og tapaði hverjum einasta leik sem liðið spilaði á síðasta ári. Síðasti sigur liðsins kom í október árið 2020. Það kemur því ekkert til greina annað en íslenskur sigur þegar liðin eigast við í undankeppni EM 2024 í Vaduz í dag. Arnar Þór og Jóhannes Karl spiluðu báðir leikinn slæma í Vaduz 2007.Vísir/Diego Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
„Það var ekki hátt risið á landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen eftir leikinn við Liechtenstein: Allir strákarnir í liðinu þurfa að líta í eigin barm“ segir fyrirsögn Óskars Ófeigs Jónssonar um 3-0 tap Íslands fyrir Liechtenstein í Vaduz árið 2007. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson voru báðir í byrjunarliði Íslands er liðið galt þetta fræga afhroð. Ívar Ingimarsson, formaður landsliðsnefndar og stjórnarmaður KSÍ, sem er með í för í Liechtenstein, var þá einnig í byrjunarliðinu. „Við vorum einfaldlega niðurlægðir,“ sagði Eyjólfur Sverrisson eftir tapið en Ísland fékk aðeins eitt stig úr tveimur viðureignum við Liechtenstein í undankeppni EM 2008. 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli og 3-0 tap ytra. Umfjöllun Óskars Ófeigs Jónssonar um tapið í Vaduz árið 2007.Mynd/Fréttablaðið „Segðu af þér, Eyjólfur“ var fyrirsögn Henrys Birgis Gunnarssonar í Fréttablaðinu eftir leikinn hér heima þar sem liðin skildu jöfn 1-1. Það var fyrir leikinn ytra þar sem niðurlægingin var algjör, líkt og Eyjólfur sagði sjálfur. Liechtenstein hefur verið á agalegu skriði undanfarið og tapaði hverjum einasta leik sem liðið spilaði á síðasta ári. Síðasti sigur liðsins kom í október árið 2020. Það kemur því ekkert til greina annað en íslenskur sigur þegar liðin eigast við í undankeppni EM 2024 í Vaduz í dag. Arnar Þór og Jóhannes Karl spiluðu báðir leikinn slæma í Vaduz 2007.Vísir/Diego
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn