Rannsaka vinnubrögð verktakanna eftir sprenginguna Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 25. mars 2023 21:15 Mikinn svartan reyk bar frá eldinum í gær. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar gaskútar þeyttust tugi metra frá nýbyggingunni. Aðsend Vinnueftirlitið mun setja sig í samband við verktakafyrirtækið sem byggir húsið í Garðabæ þar sem sprenging varð í gær. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir mikilvægt að sýna aðgát þegar unnið er með hættuleg efni. Lögreglan rannsakar upptök sprengingarinnar sem varð í Garðabæ síðdegis í gær þegar eldur blossaði upp á þaki nýbyggingar í bænum. Gaskútar sprungu með tilheyrandi látum og þeyttust tugi metra. Sjá einnig: Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Tjörupappinn jafnan hitaður með gasi Það kviknaði í svokölluðum tjörupappa sem mikið er notaður á hús hér og landi. Til þess að leggja hann á þarf að hita hann upp. Það er gjarnan gert með gasi og þess vegna voru gaskútarnir á staðnum. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá vinnueftirlitinu, segir mikilvægt að huga að því hvernig hættuleg efni séu geymd á vinnustöðum. Mannvirki í byggingu séu undir sérstöku eftirliti. Guðmundur Mar Magnússon er sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.Vísir/SteingrímurDúi „Það sem gildir um meðhöndlun hættulegra efna er náttúrulega að menn séu meðvitaðir um hættuna og þekki hætturnar, og meðhöndli efnin rétt; allar verklagsreglur í kringum svona efni séu fastar og þeim fylgt eftir. Vinnueftirlitið hefur eftirlit með vinnustöðum í byggingu eins og öðrum vinnustöðum. Þessir hlutir eru í skoðun hjá okkur alla daga. Við erum með teymi, mannvirkjateymi, sem sinnir eftirliti með mannvirkjagerð.“ Gunnar segir að starfsmenn Vinnueftirlitsins muni ræða við verktakana sem standa að byggingu hússins eftir helgi. „Við munum nálgast þessa verktaka sem eru að sinna þessari vinnu og fara yfir þessi mál með þeim, áhættumat og annað í tengslum við þessa vinnu. Og þá uppfæra ef í ljós kemur að verklag er að einhverju leyti ábótavant. Þá munum við fara yfir það og koma með leiðbeiningar um úrbætur.“ Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa þegar seinni sprengingin varð í nýbyggingu í Eskiási í Garðabænum á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði þegar tveir gaskútar sprungu og þeyttust tugi metra frá byggingunni. Lygilegt atvik af vettvangi náðist á myndband. 25. mars 2023 00:34 „Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30 Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. 24. mars 2023 18:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglan rannsakar upptök sprengingarinnar sem varð í Garðabæ síðdegis í gær þegar eldur blossaði upp á þaki nýbyggingar í bænum. Gaskútar sprungu með tilheyrandi látum og þeyttust tugi metra. Sjá einnig: Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Tjörupappinn jafnan hitaður með gasi Það kviknaði í svokölluðum tjörupappa sem mikið er notaður á hús hér og landi. Til þess að leggja hann á þarf að hita hann upp. Það er gjarnan gert með gasi og þess vegna voru gaskútarnir á staðnum. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá vinnueftirlitinu, segir mikilvægt að huga að því hvernig hættuleg efni séu geymd á vinnustöðum. Mannvirki í byggingu séu undir sérstöku eftirliti. Guðmundur Mar Magnússon er sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.Vísir/SteingrímurDúi „Það sem gildir um meðhöndlun hættulegra efna er náttúrulega að menn séu meðvitaðir um hættuna og þekki hætturnar, og meðhöndli efnin rétt; allar verklagsreglur í kringum svona efni séu fastar og þeim fylgt eftir. Vinnueftirlitið hefur eftirlit með vinnustöðum í byggingu eins og öðrum vinnustöðum. Þessir hlutir eru í skoðun hjá okkur alla daga. Við erum með teymi, mannvirkjateymi, sem sinnir eftirliti með mannvirkjagerð.“ Gunnar segir að starfsmenn Vinnueftirlitsins muni ræða við verktakana sem standa að byggingu hússins eftir helgi. „Við munum nálgast þessa verktaka sem eru að sinna þessari vinnu og fara yfir þessi mál með þeim, áhættumat og annað í tengslum við þessa vinnu. Og þá uppfæra ef í ljós kemur að verklag er að einhverju leyti ábótavant. Þá munum við fara yfir það og koma með leiðbeiningar um úrbætur.“
Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa þegar seinni sprengingin varð í nýbyggingu í Eskiási í Garðabænum á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði þegar tveir gaskútar sprungu og þeyttust tugi metra frá byggingunni. Lygilegt atvik af vettvangi náðist á myndband. 25. mars 2023 00:34 „Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30 Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. 24. mars 2023 18:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa þegar seinni sprengingin varð í nýbyggingu í Eskiási í Garðabænum á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði þegar tveir gaskútar sprungu og þeyttust tugi metra frá byggingunni. Lygilegt atvik af vettvangi náðist á myndband. 25. mars 2023 00:34
„Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30
Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. 24. mars 2023 18:12