Óttast að umdeildar breytingar ógni öryggi Ísraels Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 09:13 Lögregla beitti háþrýstidælum á mótmælendur í Tel Aviv á fimmtudag. Mótmæli héldu áfram um helgina. AP/Oded Balilty Varnarmálaráðherra Ísraels hvatti ríkisstjórnina til þess að hætta við umdeildar breytingar á dómstólum landsins í gær. Hann óttast að hatrammar deilur um breytingarnar ógni þjóðaröryggi landsins. Hörð mótmæli hafa geisað í Ísrael vegna breytingar sem ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra vill gera á dómstólum undanfarnar vikur. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa mótmælt breytingunum í Tel Aviv í gær. Gagnrýnendur frumvarpsins segja það ógn við lýðræðið. Yrði frumvarpið að lögum fengi ríkisstjórnin frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstiréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Einhverjar efasemdaraddir hafa verið innan samsteypustjórnar Netanjahú en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er fyrsti háttsetti ráðherrann til þess að mæla gegn frumvarpinu opinberlega og afdráttarlaust, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Vaxandi klofningur er byrjaður að teygja sig inn í herinn og öryggisstofnanir. Þetta er klár, aðsteðjandi og raunveruleg ógn við öryggi Ísraels. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu,“ sagði Gallant í stuttu sjónvarpsávarpi í gær. Netanjahú, sem er ákærður fyrir spillingu, er í opinberri heimsókn í London. Hann er undir þrýstingi frá hægriöfgamönnum í ríkisstjórninni um að keyra breytingarnar í gegn. Itamar Ben-Gvir, ráðherra lögreglumála, hvatti hann til þess að reka Gallant sem hann sakaði um að kikna undan þrýstingi mótmælenda. Ísrael Tengdar fréttir Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. 24. mars 2023 08:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Hörð mótmæli hafa geisað í Ísrael vegna breytingar sem ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra vill gera á dómstólum undanfarnar vikur. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa mótmælt breytingunum í Tel Aviv í gær. Gagnrýnendur frumvarpsins segja það ógn við lýðræðið. Yrði frumvarpið að lögum fengi ríkisstjórnin frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstiréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Einhverjar efasemdaraddir hafa verið innan samsteypustjórnar Netanjahú en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er fyrsti háttsetti ráðherrann til þess að mæla gegn frumvarpinu opinberlega og afdráttarlaust, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Vaxandi klofningur er byrjaður að teygja sig inn í herinn og öryggisstofnanir. Þetta er klár, aðsteðjandi og raunveruleg ógn við öryggi Ísraels. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu,“ sagði Gallant í stuttu sjónvarpsávarpi í gær. Netanjahú, sem er ákærður fyrir spillingu, er í opinberri heimsókn í London. Hann er undir þrýstingi frá hægriöfgamönnum í ríkisstjórninni um að keyra breytingarnar í gegn. Itamar Ben-Gvir, ráðherra lögreglumála, hvatti hann til þess að reka Gallant sem hann sakaði um að kikna undan þrýstingi mótmælenda.
Ísrael Tengdar fréttir Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. 24. mars 2023 08:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. 24. mars 2023 08:00