„Gaur, hættu að hrósa mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 08:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson lyftir hér Íslandsmestaraskildinum eftir að Blikar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, segir það raunhæft markmið að íslenskt lið komist í riðlakeppni á Evrópumótunum í knattspyrnu. Óskar Hrafn ræddi drauma um að komast langt í Evrópu við Guðjón Guðmundsson. Breiðablik hefur komist í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar undanfarin ár en dottið þar út á móti sterkum liðum Aberdeen frá Skotlandi og Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Blikar hafa alls spilað tólf Evrópuleiki undanfarin tvö ár. Óskar Hrafn sér möguleika á að fara mun lengra í Evrópukeppninni og nú fá Blikar að fara Íslandmeistaraleiðina þar sem liðið á að fá auðveldari mótherja. Þarft að vera heppinn með drátt „Mér finnst það en það er auðvitað þannig að það þarf gríðarlega margt að ganga upp. Þú þarf að spila vel, þú þarft að vera með sterkan hóp og þú þarft að vera heppinn með drátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í samtali við Gaupa. „Ef við horfum bara á Víkingana í fyrra þá fá þeir forkeppnina hérna heima þannig að þeir þurfa ekki að fara til Eistlands. Þeir ná síðan virkilega góðum árangri í Evrópu og fara í þriðju umferð eins og við,“ sagði Óskar Hrafn. Klippa: Óskar Hrafn um möguleika íslensku liðanna í Evrópu „Þeir fara aðra leið, Meistaraleiðina, á meðan við fórum þessa almennu leið í Sambandsdeildinni. Við gætum þurft að fara til Svartfjallalands í forkeppninni. Það verður mikið og stórt verkefni en það er hægt,“ sagði Óskar Hrafn. Hugrekki til að spila eins og hér heima „Íslenskt lið getur komist í riðlakeppnina en það þarf margt að ganga upp og liðið þarf að vera gott. Liðið þarf að hafa hugrekki til þess að spila í Evrópu eins og það spilar hérna heima,“ sagði Óskar. „Síðan þurfum við að vera heppin með drátt og þú þarft að spila eins nálægt hámarksgetu og nokkur kostur er í hverjum einasta leik í Evrópu annars er þér refsað,“ sagði Óskar. „Við og Víkingar, KA-menn, Valsmenn KR-ingar, Stjörnumenn og allir þurfum bara að vera betri í litlu hlutunum. Þurfum að vera einbeittari og við eigum ekki að sætta okkur við hlutina,“ sagði Óskar. Ísak Snær Þorvaldsson í leik á móti Istanbul Basaksehir í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Þetta er svona ‚pitty talk' „Í fyrra þegar við spiluðum við tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir og þeir komu til okkar eftir leikinn hérna heima og sögu: Frábær leikur hjá ykkur og rosalega flottir og gaman að horfa á ykkur spila og eitthvað svoleiðis,“ sagði Óskar. „Það er alveg gaman en á endanum þarftu að segja: Gaur, hættu að hrósa mér. Þetta er svona ‚pitty talk', hættu að vorkenna mér og hættu að hrósa mér ef við töpum. Við þurfum að komast þangað að við sættum okkur ekki við annað en að vinna þessa leiki,“ sagði Óskar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Besta deild karla Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Breiðablik hefur komist í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar undanfarin ár en dottið þar út á móti sterkum liðum Aberdeen frá Skotlandi og Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Blikar hafa alls spilað tólf Evrópuleiki undanfarin tvö ár. Óskar Hrafn sér möguleika á að fara mun lengra í Evrópukeppninni og nú fá Blikar að fara Íslandmeistaraleiðina þar sem liðið á að fá auðveldari mótherja. Þarft að vera heppinn með drátt „Mér finnst það en það er auðvitað þannig að það þarf gríðarlega margt að ganga upp. Þú þarf að spila vel, þú þarft að vera með sterkan hóp og þú þarft að vera heppinn með drátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í samtali við Gaupa. „Ef við horfum bara á Víkingana í fyrra þá fá þeir forkeppnina hérna heima þannig að þeir þurfa ekki að fara til Eistlands. Þeir ná síðan virkilega góðum árangri í Evrópu og fara í þriðju umferð eins og við,“ sagði Óskar Hrafn. Klippa: Óskar Hrafn um möguleika íslensku liðanna í Evrópu „Þeir fara aðra leið, Meistaraleiðina, á meðan við fórum þessa almennu leið í Sambandsdeildinni. Við gætum þurft að fara til Svartfjallalands í forkeppninni. Það verður mikið og stórt verkefni en það er hægt,“ sagði Óskar Hrafn. Hugrekki til að spila eins og hér heima „Íslenskt lið getur komist í riðlakeppnina en það þarf margt að ganga upp og liðið þarf að vera gott. Liðið þarf að hafa hugrekki til þess að spila í Evrópu eins og það spilar hérna heima,“ sagði Óskar. „Síðan þurfum við að vera heppin með drátt og þú þarft að spila eins nálægt hámarksgetu og nokkur kostur er í hverjum einasta leik í Evrópu annars er þér refsað,“ sagði Óskar. „Við og Víkingar, KA-menn, Valsmenn KR-ingar, Stjörnumenn og allir þurfum bara að vera betri í litlu hlutunum. Þurfum að vera einbeittari og við eigum ekki að sætta okkur við hlutina,“ sagði Óskar. Ísak Snær Þorvaldsson í leik á móti Istanbul Basaksehir í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Þetta er svona ‚pitty talk' „Í fyrra þegar við spiluðum við tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir og þeir komu til okkar eftir leikinn hérna heima og sögu: Frábær leikur hjá ykkur og rosalega flottir og gaman að horfa á ykkur spila og eitthvað svoleiðis,“ sagði Óskar. „Það er alveg gaman en á endanum þarftu að segja: Gaur, hættu að hrósa mér. Þetta er svona ‚pitty talk', hættu að vorkenna mér og hættu að hrósa mér ef við töpum. Við þurfum að komast þangað að við sættum okkur ekki við annað en að vinna þessa leiki,“ sagði Óskar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Besta deild karla Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti