Við vorum að semja við „einn eftirsóttasta leikmann heims“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 09:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson á ferðinni í leik með SC Magdeburg á móti Füchse Berlin. Getty/Ronny Hartmann Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson var með samning við SC Magdeburg til ársins 2025 en hann og þýska félagið hans hafa komið sér saman um að framlengja samninginn til ársins 2028. Gísli Þorgeir verður því á samning hjá Magdeburg næstu fimm árin eða þar til að hann er orðinn 28 ára gamall. Gísli kom til Magdeburgar frá Kiel árið 2020 en var óheppinn með axlarmeiðsli á fyrstu árum sínum. Honum tókst með dugnaði og vinnu að komast yfir þau og hefur á síðustu árum komist í hóp bestu leikmanna liðsins. Gísli hefur þannig átt mikinn þátt í titlum Magdeburgar á síðustu árum en liðið hefur bæði unnið þýska meistaratitilinn sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. „Við erum mjög ánægð með að ná að framlengja við Gísla sem er líklega einn eftirsóttasti leikmaður heims. Við gengum frá þessu snemma og náðum langtímasamningi,“ sagði Bennet Wiegert, þjálfari SC Magdeburg, í frétt um samninginn á heimasíðu Magdeburgar. „Hann hefur tekið risastökk fram á við á síðasta eina og hálfa ári, hefur ótrúlegan sprengikraft og er án efa einn af bestu leikstjórnendum og sóknarmönnum í boltanum í dag. Þessi samningur við hann eru enn ein tímamótin fyrir framtíð SCM,“ sagði Wiegert. Gísli Þorgeir er sjálfur ánægður með að vera í Magdeburg næstu fimm árin. ´„Hér hjá SCM þá hef ég allt sem ég þarf og það sem gerir mig ánægðan; frábært lið, mjög gott þjálfarateymi og svo fær ég gæsahúð á hverjum heimaleik þökk sé okkar stórkostlegu stuðningsmönnum. Það gerir mig enn ánægðari að gera framlengt samninginn minn um þrjú ár til viðbótar,“ sagði Gísli. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Þýski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Gísli Þorgeir verður því á samning hjá Magdeburg næstu fimm árin eða þar til að hann er orðinn 28 ára gamall. Gísli kom til Magdeburgar frá Kiel árið 2020 en var óheppinn með axlarmeiðsli á fyrstu árum sínum. Honum tókst með dugnaði og vinnu að komast yfir þau og hefur á síðustu árum komist í hóp bestu leikmanna liðsins. Gísli hefur þannig átt mikinn þátt í titlum Magdeburgar á síðustu árum en liðið hefur bæði unnið þýska meistaratitilinn sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. „Við erum mjög ánægð með að ná að framlengja við Gísla sem er líklega einn eftirsóttasti leikmaður heims. Við gengum frá þessu snemma og náðum langtímasamningi,“ sagði Bennet Wiegert, þjálfari SC Magdeburg, í frétt um samninginn á heimasíðu Magdeburgar. „Hann hefur tekið risastökk fram á við á síðasta eina og hálfa ári, hefur ótrúlegan sprengikraft og er án efa einn af bestu leikstjórnendum og sóknarmönnum í boltanum í dag. Þessi samningur við hann eru enn ein tímamótin fyrir framtíð SCM,“ sagði Wiegert. Gísli Þorgeir er sjálfur ánægður með að vera í Magdeburg næstu fimm árin. ´„Hér hjá SCM þá hef ég allt sem ég þarf og það sem gerir mig ánægðan; frábært lið, mjög gott þjálfarateymi og svo fær ég gæsahúð á hverjum heimaleik þökk sé okkar stórkostlegu stuðningsmönnum. Það gerir mig enn ánægðari að gera framlengt samninginn minn um þrjú ár til viðbótar,“ sagði Gísli. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg)
Þýski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira