Snýr aftur átta árum eftir að hafa hrökklast úr deildinni vegna áreitis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 13:01 Sinead Farrelly spilar með Gotham FC í táknrænni endurkomu í deildina. Gotham FC Það er aldrei of seint að byrja aftur og margir hafa gaman að sjá aftur eina stærsta hetjuna í baráttunni gegn kynferðismisnotkun og ofbeldi hjá þjálfurum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta. Sinead Farrelly hefur ekki spilað í NWSL deildinni í Bandaríkjunum í átta ár. Hún hefur nú gert eins árs samning við Gotham FC á New York svæðinu og verður því liðsfélagi íslensku landsliðskonunnar Svövu Rós Guðmundsdóttur á komandi tímabili. Sinead Farrelly, whose allegations sparked investigations that found widespread sexual abuse and misconduct in the NWSL, has signed with Gotham FC.Farrelly hasn't played in the league for almost eight years since retiring in 2016. https://t.co/eHpbv0MtvE— ESPN (@espn) March 26, 2023 Farrelly er frægust fyrir því að hafa opinberað meðferð sína þegar hún lék með Portland Thorns fyrir átta árum. Hún hrökklaðist út úr deildinni á sínum tíma og hætti aðeins 27 ára gömul. Hún sagði þar frá kynferðisáreiti og þvingunum að hálfu þjálfarans Paul Riley en fyrrum liðsfélagi hennar, Mana Shim, hafði einnig sömu sögu að segja. Í framhaldinu fór í gang sjálfstæð rannsókn fyrir bandaríska knattspyrnusambandsins sem og sameiginleg rannsókn á vegum NWSL deildarinnar og leikmannasamtakanna á kynferðismisnotkun og ofbeldi í deildinni. Riley var einn af fjórum þjálfurum sem fengu lífstíðarbann frá NWSL-deildinni. „Ég þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á leið minni hingað af því að ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ sagði Sinead Farrelly. Farrelly spilaði fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og á að baki 52 leiki í NWSL-deildinni fyrir bæði Portland Thorns og Kansas City. „Sinead er ekki aðeins afburðar íþróttamaður heldur einnig ein af aðdáunarverðasta fólkinu í okkar íþrótt. Hún kom í æfingabúðir okkar og vann sér inn samning með frábærri frammistöðu. Ég veit að hún sér þetta sem fyrsta skrefið en við öll hjá Gotham FC erum stolt að vera hluti af ferðalagi Sinead. Við erum öll spennt að sjá hvaða gæði hún kemur með inn í okkar lið,“ sagði Yael Averbuch West, framkvæmdastjóri Gotham FC. View this post on Instagram A post shared by Gotham FC (@gothamfc) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Sinead Farrelly hefur ekki spilað í NWSL deildinni í Bandaríkjunum í átta ár. Hún hefur nú gert eins árs samning við Gotham FC á New York svæðinu og verður því liðsfélagi íslensku landsliðskonunnar Svövu Rós Guðmundsdóttur á komandi tímabili. Sinead Farrelly, whose allegations sparked investigations that found widespread sexual abuse and misconduct in the NWSL, has signed with Gotham FC.Farrelly hasn't played in the league for almost eight years since retiring in 2016. https://t.co/eHpbv0MtvE— ESPN (@espn) March 26, 2023 Farrelly er frægust fyrir því að hafa opinberað meðferð sína þegar hún lék með Portland Thorns fyrir átta árum. Hún hrökklaðist út úr deildinni á sínum tíma og hætti aðeins 27 ára gömul. Hún sagði þar frá kynferðisáreiti og þvingunum að hálfu þjálfarans Paul Riley en fyrrum liðsfélagi hennar, Mana Shim, hafði einnig sömu sögu að segja. Í framhaldinu fór í gang sjálfstæð rannsókn fyrir bandaríska knattspyrnusambandsins sem og sameiginleg rannsókn á vegum NWSL deildarinnar og leikmannasamtakanna á kynferðismisnotkun og ofbeldi í deildinni. Riley var einn af fjórum þjálfurum sem fengu lífstíðarbann frá NWSL-deildinni. „Ég þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á leið minni hingað af því að ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ sagði Sinead Farrelly. Farrelly spilaði fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og á að baki 52 leiki í NWSL-deildinni fyrir bæði Portland Thorns og Kansas City. „Sinead er ekki aðeins afburðar íþróttamaður heldur einnig ein af aðdáunarverðasta fólkinu í okkar íþrótt. Hún kom í æfingabúðir okkar og vann sér inn samning með frábærri frammistöðu. Ég veit að hún sér þetta sem fyrsta skrefið en við öll hjá Gotham FC erum stolt að vera hluti af ferðalagi Sinead. Við erum öll spennt að sjá hvaða gæði hún kemur með inn í okkar lið,“ sagði Yael Averbuch West, framkvæmdastjóri Gotham FC. View this post on Instagram A post shared by Gotham FC (@gothamfc)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira