Vill færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 15:01 Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs unnu Super Bowl í febrúar en sá leikur var spilaður á sunnudegi eins og allir hinir. AP/Abbie Parr Eitt af andlitum umfjöllunarinnar um NFL-deildina í Bandaríkjunum segir að það sé kominn tími að spila stærsta leik ársins á degi þar sem frí er daginn eftir. Super Bowl leikurinn, úrslitaleikurinn um NFL-titilinn, hefur alltaf verið spilaður á sunnudagskvöldi en sunnudagur er auðvitað aðaldagurinn í hverri viku í NFL. Undanfarin ár hefur NFL-deildin verið að færa einhverja deildarleiki yfir á laugardagskvöld og hluti úrslitakeppninnar er spilaður á laugardögum en úrslitaleikurinn er enn á sínum stað. Kyle Brandt er einn af aðalmönnunum á NFL Network stöðinni og vinnur því við það að fylgjast með NFL-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Brandt er á því að nú sé kominn tími til að færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag. Við hér á Íslandi spilum bikarsúrslitaleikina í stærstu íþróttagreinunum á laugardögum og nú er að sjá hvort að NFL-deildin þori að breyta þessum stærsta leik í bandarískum íþróttum. NFL-deildin ætlar að spila leik á svörtum föstudegi á komandi tímabili og það var kveikjan að því að Kyle tjáði sig um málið. „Svartur föstudagur er fyrsta skrefið svo við getum hlaupið með Super Bowl á laugardegi. Ég er búinn að vera að tala um þetta í mörg ár,“ sagði Kyle Brandt. „Ég vil fá Super Bowl leikinn á laugardegi. Já er svarið ef þú heldur að það sé svo ég get drukkið og borðað án þess að hafa áhyggjur af deginum eftir. Af hverju má það ekki,“ spurði Brandt. „Ég elska hugmyndina að koma með leik á Svörtum föstudegi. Leikmennirnir munu eflaust hata það en ég er ekki leikmaður og er mjög hrifinn af þessari breytingu,“ sagði Brandt. Svartur föstudagur er dagurinn eftir Þakkargjarðarhátíðina sem fer fram á fimmtudegi. Það eru alltaf NFL-leikir spilaðir á Þakkargjarðarhátíðinni en nú verður einnig leikur daginn eftir. NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Sjá meira
Super Bowl leikurinn, úrslitaleikurinn um NFL-titilinn, hefur alltaf verið spilaður á sunnudagskvöldi en sunnudagur er auðvitað aðaldagurinn í hverri viku í NFL. Undanfarin ár hefur NFL-deildin verið að færa einhverja deildarleiki yfir á laugardagskvöld og hluti úrslitakeppninnar er spilaður á laugardögum en úrslitaleikurinn er enn á sínum stað. Kyle Brandt er einn af aðalmönnunum á NFL Network stöðinni og vinnur því við það að fylgjast með NFL-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Brandt er á því að nú sé kominn tími til að færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag. Við hér á Íslandi spilum bikarsúrslitaleikina í stærstu íþróttagreinunum á laugardögum og nú er að sjá hvort að NFL-deildin þori að breyta þessum stærsta leik í bandarískum íþróttum. NFL-deildin ætlar að spila leik á svörtum föstudegi á komandi tímabili og það var kveikjan að því að Kyle tjáði sig um málið. „Svartur föstudagur er fyrsta skrefið svo við getum hlaupið með Super Bowl á laugardegi. Ég er búinn að vera að tala um þetta í mörg ár,“ sagði Kyle Brandt. „Ég vil fá Super Bowl leikinn á laugardegi. Já er svarið ef þú heldur að það sé svo ég get drukkið og borðað án þess að hafa áhyggjur af deginum eftir. Af hverju má það ekki,“ spurði Brandt. „Ég elska hugmyndina að koma með leik á Svörtum föstudegi. Leikmennirnir munu eflaust hata það en ég er ekki leikmaður og er mjög hrifinn af þessari breytingu,“ sagði Brandt. Svartur föstudagur er dagurinn eftir Þakkargjarðarhátíðina sem fer fram á fimmtudegi. Það eru alltaf NFL-leikir spilaðir á Þakkargjarðarhátíðinni en nú verður einnig leikur daginn eftir.
NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Sjá meira