Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2023 11:44 Frá Neskaupstað í morgun. Landsbjörg Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. Hættustig er enn í gildi vegna snjóflóða í Neskaupstað í byrjun vikunnar - og mikil úrkoma er í kortunum á Austfjörðum fram að helgi. Björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á Norðfirði, Seyðisfirði og á Eskifjarðarsvæðinu og frekari liðsauki er væntanlegur að sunnan í dag, segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það fara tólf aðgerðastjórar austur með flugi í dag og átta aðstoðarmenn. Veðurspáin er þannig að við viljum hafa fólk nær og undirbúin. Þessar aðgerðir eru liður í því.“ Ætluðu að ná Norrænu Verkefni dagsins felast að mestu í því að koma í veg fyrir frekara tjón; birgja glugga þar sem rúður brotnuðu og slíkt, að sögn Jóns Þórs. Þá sinntu björgunarsveitarmenn útkalli á Fjarðarheiði í morgun. „Norræna er á áætlun í dag þannig að það var viðbúið að einhverjir myndu reyna að komast yfir Fjarðarheiði. Það var tilkynnt í morgun um þrjá bíla sem voru í vandræðum, þeir reyndust vera fjórir sem voru í vandræðum Egilsstaðamegin á Fjarðarheiðinni. Það fólk var aðstoðað niður en heiðin er ófær eins og stendur,“ segir Jón Þór. Fjarðarheiði er lokuð og verður ekki opnuð í dag, segir á vef Vegagerðarinnar. Í morgun var úrkomuviðvörun uppfærð í appelsínugula fyrir Austfirði en spáð er mikilli snjókomu, sem breytast á í rigningu á sunnanverðum fjörðunum strax í fyrramálið. Og ekkert lát er á úrkomunni fram að helgi, að sögn Eiríks Arnar Jóhannessonar, veðurfræðings. Er þetta varasamt veður sem reiknað er með? „Það er náttúrulega úti viðvörun fyrir snjókomuna, úrkomuviðvörun, og við vitum hvernig ástandið er búið að vera síðustu daga á þessum fjörðum. Það skánar ekki þegar bætir í snjóinn,“ segir Eiríkur. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13 Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Hættustig er enn í gildi vegna snjóflóða í Neskaupstað í byrjun vikunnar - og mikil úrkoma er í kortunum á Austfjörðum fram að helgi. Björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á Norðfirði, Seyðisfirði og á Eskifjarðarsvæðinu og frekari liðsauki er væntanlegur að sunnan í dag, segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það fara tólf aðgerðastjórar austur með flugi í dag og átta aðstoðarmenn. Veðurspáin er þannig að við viljum hafa fólk nær og undirbúin. Þessar aðgerðir eru liður í því.“ Ætluðu að ná Norrænu Verkefni dagsins felast að mestu í því að koma í veg fyrir frekara tjón; birgja glugga þar sem rúður brotnuðu og slíkt, að sögn Jóns Þórs. Þá sinntu björgunarsveitarmenn útkalli á Fjarðarheiði í morgun. „Norræna er á áætlun í dag þannig að það var viðbúið að einhverjir myndu reyna að komast yfir Fjarðarheiði. Það var tilkynnt í morgun um þrjá bíla sem voru í vandræðum, þeir reyndust vera fjórir sem voru í vandræðum Egilsstaðamegin á Fjarðarheiðinni. Það fólk var aðstoðað niður en heiðin er ófær eins og stendur,“ segir Jón Þór. Fjarðarheiði er lokuð og verður ekki opnuð í dag, segir á vef Vegagerðarinnar. Í morgun var úrkomuviðvörun uppfærð í appelsínugula fyrir Austfirði en spáð er mikilli snjókomu, sem breytast á í rigningu á sunnanverðum fjörðunum strax í fyrramálið. Og ekkert lát er á úrkomunni fram að helgi, að sögn Eiríks Arnar Jóhannessonar, veðurfræðings. Er þetta varasamt veður sem reiknað er með? „Það er náttúrulega úti viðvörun fyrir snjókomuna, úrkomuviðvörun, og við vitum hvernig ástandið er búið að vera síðustu daga á þessum fjörðum. Það skánar ekki þegar bætir í snjóinn,“ segir Eiríkur.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13 Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13
Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27