Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Máni Snær Þorláksson skrifar 29. mars 2023 21:36 Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Bylgjan Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, segir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag frá syni konu í samtökunum sem er að ferma barnið sitt. Þar fór kostnaðurinn við veisluna upp í næstum hálfa milljón króna þrátt fyrir að reynt hafi verið að halda kostnaðinum í lágmarki. „Það var reynt að gera þetta sem ódýrast með alls konar samböndum, með sal og slíkt, kaupa mat í Bónus og svoleiðis. Þetta er samt komið hátt upp í hálfa milljón,“ segir Birna. Aðspurð um ástæðuna fyrir þessu segir Birna að bæði sé allt orðið virkilega dýrt en einnig séu viðmiðin um fermingarveislur orðin meiri. „Foreldrar vilja ekki vera eitthvað minni en aðrir foreldrar. Þannig það er kominn rosalega hár „standard“ á þessar veislur sem er náttúrulega bara hræðilegt fyrir fólk sem hefur engan veginn efni á þessu.“ Birna segir að þróunin virðist vera á þann veg að fermingar séu að verða sífellt kostnaðarsamari: „Þetta virðist vera að versna. Maður er að heyra um að það séu skemmtikraftar, einhverjir myndakassar og alls konar. Þetta er liggur við orðið eins og brúðkaup, jafnvel meira.“ Sárt að bera sig saman Ljóst er þó að það geta ekki allir foreldrar borgað himinháar fjárhæðir fyrir fermingarveislur barnanna sinna. Birna segir það vera erfitt fyrir foreldra sem hafa lítið á milli handanna að heyra samanburðinn við aðra. „Við viljum náttúrulega gefa börnunum okkar allt það besta. Þegar við síðan heyrum börnin okkar koma og segja: „Af hverju fékk þessi svona mikið meira en ég í fermingargjöf?“ Það er rosalega erfitt fyrir foreldra.“ Til að mynda sé það erfitt fyrir foreldra í fátækt að heyra af stórum fermingargjöfum sem foreldrar eru að gefa börnum sínum: „Það er rosalega sárt að bera sig saman við það.“ Reykjavík síðdegis Fermingar Fjármál heimilisins Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, segir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag frá syni konu í samtökunum sem er að ferma barnið sitt. Þar fór kostnaðurinn við veisluna upp í næstum hálfa milljón króna þrátt fyrir að reynt hafi verið að halda kostnaðinum í lágmarki. „Það var reynt að gera þetta sem ódýrast með alls konar samböndum, með sal og slíkt, kaupa mat í Bónus og svoleiðis. Þetta er samt komið hátt upp í hálfa milljón,“ segir Birna. Aðspurð um ástæðuna fyrir þessu segir Birna að bæði sé allt orðið virkilega dýrt en einnig séu viðmiðin um fermingarveislur orðin meiri. „Foreldrar vilja ekki vera eitthvað minni en aðrir foreldrar. Þannig það er kominn rosalega hár „standard“ á þessar veislur sem er náttúrulega bara hræðilegt fyrir fólk sem hefur engan veginn efni á þessu.“ Birna segir að þróunin virðist vera á þann veg að fermingar séu að verða sífellt kostnaðarsamari: „Þetta virðist vera að versna. Maður er að heyra um að það séu skemmtikraftar, einhverjir myndakassar og alls konar. Þetta er liggur við orðið eins og brúðkaup, jafnvel meira.“ Sárt að bera sig saman Ljóst er þó að það geta ekki allir foreldrar borgað himinháar fjárhæðir fyrir fermingarveislur barnanna sinna. Birna segir það vera erfitt fyrir foreldra sem hafa lítið á milli handanna að heyra samanburðinn við aðra. „Við viljum náttúrulega gefa börnunum okkar allt það besta. Þegar við síðan heyrum börnin okkar koma og segja: „Af hverju fékk þessi svona mikið meira en ég í fermingargjöf?“ Það er rosalega erfitt fyrir foreldra.“ Til að mynda sé það erfitt fyrir foreldra í fátækt að heyra af stórum fermingargjöfum sem foreldrar eru að gefa börnum sínum: „Það er rosalega sárt að bera sig saman við það.“
Reykjavík síðdegis Fermingar Fjármál heimilisins Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira