Anníe Mist segir að hollur og góður matur þurfi ekki að vera leiðinlegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með fjölskyldu sinni, Frederik Aegidius og Freyju Mist dóttur sinni. @anniethorisdottir) Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir leggur áherslu á það að fólk eigi í heilbrigðu sambandi við mat og hún gefur aðdáendum sínum sýn inn í hvernig hún hugsar hlutina. Umræða um mat er áberandi enda lífsnauðsynlegur þátt hjá okkur öllum og auðvitað er þörfin mismikil hjá fólki. Íþróttafólk er náttúrulega sér á báti en það er örugglega margir sem þykir það áhugavert að vita hvernig ein fremsta CrossFit kona sögunnar horfir á þessi mál. Anníe Mist segir frá sínu hugmyndum með mat í pistli á samfélagsmiðlum. Það þarf ekkert að vefjast fyrir neinum að rétt næring eru auðvitað gríðarlega mikilvægur þáttur á ferðalagi hennar sem íþróttakona í allra fremstu röð. „Heilbrigt samband við mat. Hvað þýðir það? Þetta er samband og samband sem við eigum öll svo við skulum hafa það ánægjulegt,“ skrifar Anníe Mist Þórisdóttir í nýjast pistli sínum. „Fyrir mig þá þýðir það að átta sig á því hvað ég er að borða, vita hvað líkaminn þarf á að halda og passa upp á að ég sé að fá þá næringu sem ég þarf á að halda,“ skrifar Anníe Mist. „Það þýðir líka að njóta matarins. Hann er svo stór hluti af okkar lífi og það að borða góðan mat þarf ekki að vera það sama og að borða leiðinlegan mat. Það þýðir alls ekki heldur að þú þurfti að borða lítið,“ skrifar Anníe. „Ég hef aldrei verið í slæmu sambandi þegar kemur að mat. Ég verð samt að viðurkenna það að ég hef stundum ekki skilið hvað þarf til að fylla á tankinn. Ég var vön að borða of lítið og áttaði mig ekki á því enda vildi ég alls ekki borða of mikið,“ skrifar Anníe. „Ég tel að það sé mikilvægt að finna rétta jafnvægið, hvað passar þér og að passa upp á að þetta verði ekki of flókið því tíminn er fljótur að líða. Í mínum huga snýst þetta um að ná sér í þekkingu og taka meðvitaða ákvörðun um hvað sé best fyrir þig,“ skrifar Anníe. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Umræða um mat er áberandi enda lífsnauðsynlegur þátt hjá okkur öllum og auðvitað er þörfin mismikil hjá fólki. Íþróttafólk er náttúrulega sér á báti en það er örugglega margir sem þykir það áhugavert að vita hvernig ein fremsta CrossFit kona sögunnar horfir á þessi mál. Anníe Mist segir frá sínu hugmyndum með mat í pistli á samfélagsmiðlum. Það þarf ekkert að vefjast fyrir neinum að rétt næring eru auðvitað gríðarlega mikilvægur þáttur á ferðalagi hennar sem íþróttakona í allra fremstu röð. „Heilbrigt samband við mat. Hvað þýðir það? Þetta er samband og samband sem við eigum öll svo við skulum hafa það ánægjulegt,“ skrifar Anníe Mist Þórisdóttir í nýjast pistli sínum. „Fyrir mig þá þýðir það að átta sig á því hvað ég er að borða, vita hvað líkaminn þarf á að halda og passa upp á að ég sé að fá þá næringu sem ég þarf á að halda,“ skrifar Anníe Mist. „Það þýðir líka að njóta matarins. Hann er svo stór hluti af okkar lífi og það að borða góðan mat þarf ekki að vera það sama og að borða leiðinlegan mat. Það þýðir alls ekki heldur að þú þurfti að borða lítið,“ skrifar Anníe. „Ég hef aldrei verið í slæmu sambandi þegar kemur að mat. Ég verð samt að viðurkenna það að ég hef stundum ekki skilið hvað þarf til að fylla á tankinn. Ég var vön að borða of lítið og áttaði mig ekki á því enda vildi ég alls ekki borða of mikið,“ skrifar Anníe. „Ég tel að það sé mikilvægt að finna rétta jafnvægið, hvað passar þér og að passa upp á að þetta verði ekki of flókið því tíminn er fljótur að líða. Í mínum huga snýst þetta um að ná sér í þekkingu og taka meðvitaða ákvörðun um hvað sé best fyrir þig,“ skrifar Anníe. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira