Emmsjé Gauti er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 31. mars 2023 09:01 Emmsjé Gauti flytjandi og höfundur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. „Það var gaman að fá símtalið um hvort ég væri til í að gera Þjóðhátíðarlagið í ár. Ég hef oft komið fram á hátíðinni og það er alltaf jafn sturlað að standa fyrir framan allt þetta fólk og syngja,“ segir Gauti í samtali við Vísi. Það getur verið vandasamt verk að semja Þjóðhátíðarlag. Lagið þarf að vera grípandi og höfða til breiðs hóps Þjóðhátíðargesta þar sem markmiðið er að fá alla brekkuna til þess að syngja með. „Þetta er skemmtilegt en krefjandi verkefni. Við tókum okkur smá tíma í að finna hvaða stefnu lagið ætti að taka en svo bara small það.“ Meira í áttina að poppi en rappi Gauti setti sig strax í samband við Þormóð Eiríksson, einn vinsælasta pródúsent landsins, og fékk hann til liðs við sig. Þormóður hefur unnið með Gauta að mörgum af hans vinsælustu lögum, má þar nefna lögin Malbik og Klisju. „Ég vil ekki gefa upp of mikið en ég get sagt ykkur að þetta er meira í áttina að poppi heldur en rappi. Þetta er þjóðhátíðarlegt en með okkar stíl yfir þessu. Mér fannst nauðsynlegt að kafa í mína eigin reynslu af Þjóðhátíð og Vestmannaeyjum og reyna að endurspegla hana í laginu. Ég er mjög spenntur að sína ykkur afraksturinn.“ Hér fyrir neðan má sjá Gauta og Þormóð flytja Klisju á Hlustendaverðlaununum nú á dögunum, ásamt Reyni Snæ. Tuttugu ár í bransanum Þetta er stórt ár hjá Emmsjé Gauta því ásamt því að vera höfundur Þjóðhátíðarlagsins fagnar hann tuttugu ára afmæli í tónlistarbransanum. Að því tilefni ætlar Gauti að blása til alvöru afmælistónleika í Gamla bíói þann 20. maí næstkomandi og ætlar hann að gefa Þjóðhátíðarlagið út í kringum tónleikana. Vísir ræddi við Gauta nú á dögunum þar sem hann leit yfir farinn veg og fór yfir árin tuttugu í tónlistarbransanum. Viðtalið má lesa hér að neðan. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi. 7. júlí 2022 11:31 Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01 Hreimur semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. 21. maí 2021 09:35 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
„Það var gaman að fá símtalið um hvort ég væri til í að gera Þjóðhátíðarlagið í ár. Ég hef oft komið fram á hátíðinni og það er alltaf jafn sturlað að standa fyrir framan allt þetta fólk og syngja,“ segir Gauti í samtali við Vísi. Það getur verið vandasamt verk að semja Þjóðhátíðarlag. Lagið þarf að vera grípandi og höfða til breiðs hóps Þjóðhátíðargesta þar sem markmiðið er að fá alla brekkuna til þess að syngja með. „Þetta er skemmtilegt en krefjandi verkefni. Við tókum okkur smá tíma í að finna hvaða stefnu lagið ætti að taka en svo bara small það.“ Meira í áttina að poppi en rappi Gauti setti sig strax í samband við Þormóð Eiríksson, einn vinsælasta pródúsent landsins, og fékk hann til liðs við sig. Þormóður hefur unnið með Gauta að mörgum af hans vinsælustu lögum, má þar nefna lögin Malbik og Klisju. „Ég vil ekki gefa upp of mikið en ég get sagt ykkur að þetta er meira í áttina að poppi heldur en rappi. Þetta er þjóðhátíðarlegt en með okkar stíl yfir þessu. Mér fannst nauðsynlegt að kafa í mína eigin reynslu af Þjóðhátíð og Vestmannaeyjum og reyna að endurspegla hana í laginu. Ég er mjög spenntur að sína ykkur afraksturinn.“ Hér fyrir neðan má sjá Gauta og Þormóð flytja Klisju á Hlustendaverðlaununum nú á dögunum, ásamt Reyni Snæ. Tuttugu ár í bransanum Þetta er stórt ár hjá Emmsjé Gauta því ásamt því að vera höfundur Þjóðhátíðarlagsins fagnar hann tuttugu ára afmæli í tónlistarbransanum. Að því tilefni ætlar Gauti að blása til alvöru afmælistónleika í Gamla bíói þann 20. maí næstkomandi og ætlar hann að gefa Þjóðhátíðarlagið út í kringum tónleikana. Vísir ræddi við Gauta nú á dögunum þar sem hann leit yfir farinn veg og fór yfir árin tuttugu í tónlistarbransanum. Viðtalið má lesa hér að neðan.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi. 7. júlí 2022 11:31 Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01 Hreimur semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. 21. maí 2021 09:35 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi. 7. júlí 2022 11:31
Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01
Hreimur semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. 21. maí 2021 09:35