Þjóðþekktir karlmenn sitja fyrir á nýju dagatali Krabbameinsfélagsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. mars 2023 16:38 Ari Eldjárn, Gísli Örn, Björn Stefáns, Siggi Gunnars, Þorsteinn Bachmann og Pálmi Gests eru á meðal þeirra sem prýða nýtt dagatal Krabbameinsfélagsins. samsett Þjóðþekktir karlmenn prýða dagatal sem nú er til sölu til styrktar átaksins Mottumars. Dagatalið er hluti af herferðinni „Ekki humma af þér heilsuna“ sem vakið hefur mikla athygli á síðustu vikum. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttu gegn krabbameini hjá körlum. Slagorðið í ár vísar til þess að karlmenn séu ekki nægilega duglegir að leita til læknis, þrátt fyrir að krabbameinseinkenni geri vart við sig. Samkvæmt rannsókn Krabbameinsfélagsins höfðu um helmingur íslenskra karla sem greindust með krabbamein fundið fyrir einkennum í þrjá mánuði eða lengur, áður en þeir leituðu til læknis. Fjórtán prósent þeirra biðu í meira en ár. Í byrjun mars var frumsýnd auglýsing þar sem margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins komu fram. Í auglýsingunni fer fram Frestunarkeppni Íslands. Hver og einn er með borða um sig sem sýna hversu miklir frestarar þeir eru, til dæmis eru það Besti biðarinn, Hummari ársins, Hikari ársins og Dokari ársins. Að lokum er það Herra „kannski seinna“ sem sigrar keppnina áður en bent er á að þetta sé ekki keppni sem einhver vill vinna. Dagatalið góð áminning allt árið um kring Auglýsingin hefur vakið mikla athygli nú í mars en nú hefur verið gefið út sérstakt dagatal sem getur hangið uppi allt árið um kring og minnt okkur á þennan mikilvæga málstað. Dagatalið kostar 2.700 krónur og er til sölu hér. Það eru tólf af karlmönnunum úr auglýsingunni sem prýða dagatalið en það eru þeir Ari Eldjárn, Siggi Gunnars, Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson, Þorsteinn Bachmann, Jógvan, Hannes Þór Halldórsson, Björn Stefánsson, Ævar Þór Benediktsson, Halldór Gylfason, Gísli Örn Garðarsson og Björgvin Franz Gíslason. Karlmennirnir tólf prýða hver sinn mánuð á dagatalinu. Þar kemur einnig fram titill þeirra í Frestunarkeppninni, saga þeirra og þau einkenni sem karlmönnum ber að þekkja. Fyrsti maðurinn sem þeir hittu hafði sjálfur greinst með krabbamein Krabbameinsfélagið tók upp skemmtilegt myndband þar sem aðstandendur Krabbameinsfélagsins heimsóttu dekkjaverkstæði og skiptu dagatali með fáklæddri konu út fyrir Mottumars dagatalið. „Þetta eru ekki alveg eins og dagatölin sem maður þekkti hérna áður fyrr sem voru svona fegurðarsamkeppnisdagatöl. Þetta er svona okkar útgáfa af sætustu stelpunum á ballinu,“ segir í myndbandinu. Þeir fóru á Gúmmívinnustofuna Skipholti þar sem vildi svo til að fyrsti starfsmaðurinn sem þeir hittu hafði sjálfur greinst með krabbamein. Hann þekkir það af eigin raun hvað það skiptir miklu máli að þekkja einkenni krabbameins og bregðast strax við. Klippa: Mottumars - Afhending á dagatali Skimun fyrir krabbameini Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. 21. mars 2023 21:21 Stjörnum prýdd auglýsing Mottumars Ný auglýsing Mottumars var frumsýnd í kvöld. Margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins birtast í myndbandinu en slagorð herferðarinnar í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“. 10. mars 2023 22:33 Forsetinn fékk fyrstu sokkana Forseti Íslands tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum. 8. mars 2023 13:18 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttu gegn krabbameini hjá körlum. Slagorðið í ár vísar til þess að karlmenn séu ekki nægilega duglegir að leita til læknis, þrátt fyrir að krabbameinseinkenni geri vart við sig. Samkvæmt rannsókn Krabbameinsfélagsins höfðu um helmingur íslenskra karla sem greindust með krabbamein fundið fyrir einkennum í þrjá mánuði eða lengur, áður en þeir leituðu til læknis. Fjórtán prósent þeirra biðu í meira en ár. Í byrjun mars var frumsýnd auglýsing þar sem margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins komu fram. Í auglýsingunni fer fram Frestunarkeppni Íslands. Hver og einn er með borða um sig sem sýna hversu miklir frestarar þeir eru, til dæmis eru það Besti biðarinn, Hummari ársins, Hikari ársins og Dokari ársins. Að lokum er það Herra „kannski seinna“ sem sigrar keppnina áður en bent er á að þetta sé ekki keppni sem einhver vill vinna. Dagatalið góð áminning allt árið um kring Auglýsingin hefur vakið mikla athygli nú í mars en nú hefur verið gefið út sérstakt dagatal sem getur hangið uppi allt árið um kring og minnt okkur á þennan mikilvæga málstað. Dagatalið kostar 2.700 krónur og er til sölu hér. Það eru tólf af karlmönnunum úr auglýsingunni sem prýða dagatalið en það eru þeir Ari Eldjárn, Siggi Gunnars, Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson, Þorsteinn Bachmann, Jógvan, Hannes Þór Halldórsson, Björn Stefánsson, Ævar Þór Benediktsson, Halldór Gylfason, Gísli Örn Garðarsson og Björgvin Franz Gíslason. Karlmennirnir tólf prýða hver sinn mánuð á dagatalinu. Þar kemur einnig fram titill þeirra í Frestunarkeppninni, saga þeirra og þau einkenni sem karlmönnum ber að þekkja. Fyrsti maðurinn sem þeir hittu hafði sjálfur greinst með krabbamein Krabbameinsfélagið tók upp skemmtilegt myndband þar sem aðstandendur Krabbameinsfélagsins heimsóttu dekkjaverkstæði og skiptu dagatali með fáklæddri konu út fyrir Mottumars dagatalið. „Þetta eru ekki alveg eins og dagatölin sem maður þekkti hérna áður fyrr sem voru svona fegurðarsamkeppnisdagatöl. Þetta er svona okkar útgáfa af sætustu stelpunum á ballinu,“ segir í myndbandinu. Þeir fóru á Gúmmívinnustofuna Skipholti þar sem vildi svo til að fyrsti starfsmaðurinn sem þeir hittu hafði sjálfur greinst með krabbamein. Hann þekkir það af eigin raun hvað það skiptir miklu máli að þekkja einkenni krabbameins og bregðast strax við. Klippa: Mottumars - Afhending á dagatali
Skimun fyrir krabbameini Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. 21. mars 2023 21:21 Stjörnum prýdd auglýsing Mottumars Ný auglýsing Mottumars var frumsýnd í kvöld. Margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins birtast í myndbandinu en slagorð herferðarinnar í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“. 10. mars 2023 22:33 Forsetinn fékk fyrstu sokkana Forseti Íslands tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum. 8. mars 2023 13:18 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. 21. mars 2023 21:21
Stjörnum prýdd auglýsing Mottumars Ný auglýsing Mottumars var frumsýnd í kvöld. Margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins birtast í myndbandinu en slagorð herferðarinnar í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“. 10. mars 2023 22:33
Forsetinn fékk fyrstu sokkana Forseti Íslands tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum. 8. mars 2023 13:18
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp