Allt að 41 prósent verðmunur á páskaeggjum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. mars 2023 17:27 Mest var 41 prósent munur á hæsta og lægsta verði á Góu páskaeggi nr. 3. Vísir/Vilhelm Bónus var oftast með lægsta verð á páskaeggjum í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var þann 28. mars, í 28 af 32 tilvikum. Krónan var með lægsta verðið í fjórum tilvikum og verð á öðum páskaeggjum í versluninni var einni krónu hærra en verð hjá Bónus. Iceland var oftast með hæsta verðið á páskaeggjum, í 19 tilvikum af 32 og Hagkaup í 14 tilvikum en verð í báðum verslunum var um 17 prósent hærra en lægsta verð. Heimkaup var með hæsta meðalverðið sem var 27 prósent hærra en lægsta verð en einungis níu páskaegg af þeim sem voru í könnuninni fengust í versluninni. Algengast var að 20-30 prósent munur væri á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum eða í 18 tilfellum af 32. Næst algengast var að 10-20 prósent munur væri á hæsta og lægsta verði, í 13 tilfellum. Mest var 41 prósent munur á hæsta og lægsta verði á Góu páskaeggi nr. 3. Lægst var verðið í Krónunni, 995 kr. og einungis þremur krónum hærra í Fjarðarkaupum, 998 kr. Hæst var verðið í Iceland, 1.399 kr. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Smáratorgi, Krónunni Lindum, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Smáralind, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Niðurstöður verðkönnunar ASÍ. Páskar Verðlag Neytendur ASÍ Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Krónan var með lægsta verðið í fjórum tilvikum og verð á öðum páskaeggjum í versluninni var einni krónu hærra en verð hjá Bónus. Iceland var oftast með hæsta verðið á páskaeggjum, í 19 tilvikum af 32 og Hagkaup í 14 tilvikum en verð í báðum verslunum var um 17 prósent hærra en lægsta verð. Heimkaup var með hæsta meðalverðið sem var 27 prósent hærra en lægsta verð en einungis níu páskaegg af þeim sem voru í könnuninni fengust í versluninni. Algengast var að 20-30 prósent munur væri á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum eða í 18 tilfellum af 32. Næst algengast var að 10-20 prósent munur væri á hæsta og lægsta verði, í 13 tilfellum. Mest var 41 prósent munur á hæsta og lægsta verði á Góu páskaeggi nr. 3. Lægst var verðið í Krónunni, 995 kr. og einungis þremur krónum hærra í Fjarðarkaupum, 998 kr. Hæst var verðið í Iceland, 1.399 kr. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Smáratorgi, Krónunni Lindum, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Smáralind, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Niðurstöður verðkönnunar ASÍ.
Páskar Verðlag Neytendur ASÍ Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira