Dæmi um að foreldrar borgi hátt í milljón fyrir fermingarveislur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. mars 2023 20:59 Fermingarveislur í dag eru orðnar allt of umfangsmiklar og þær kosta of mikið. Þetta segir einstæð móðir sem nú stendur í fermingarundirbúningi. Dæmi séu um að foreldrar hafi borgað hátt í eina milljón króna fyrir fermingarveislu barna sinna. Leiðari blaðakonunnar Birnu Drafnar Jónasdóttur hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði hún um svokallaðan fermingarkvíða og umfangsmiklar fermingarveislur samtímans. „Hvað það eru orðnar miklar kröfur á fermingar. Það fermast rosalega mörg börn á Íslandi og þeim fylgir alltaf veisla og þær eru orðnar svo rosalega stórar og börnin farin að miða sig saman, foreldrarnir farnir að miða sig saman og greinilega er fólk sammála um að þetta sé orðið svolítið mikið.“ Birna skráði sig í alla þá Facebookhópa sem hún fann um fermingu til að fá góð ráð en það runnu á hana tvær grímur þegar hún las umræðurnar. „Vegna þess að þar voru allir að tala um hvernig skemmtiatriði þau ætluðu að hafa; hvort þau ætluðu að leigja bingóvél eða krapvél eða hitt og þetta og alls konar skemmtilegt en sumt varð bara svo rosalega mikið. Svo sé ég póst frá einni einstæðri móður sem skrifaði beint út, vá, ég hélt ég væri að koma hingað til að fá ráð en ég fékk bara kvíðahnút í staðinn af því þetta varð svo mikið og líkti þá fermingum við brúðkaup, þetta væri orðið svo stórt að þetta væru bara eins og brúðkaupsveislur.“ Í einum Facebookhópnum var gerð könnun um kostnað við fermingu. „Þar var verið að tala um fjárhæðir upp í heila milljón, flestir voru kannski svona hálf milljón, eitthvað svoleiðis.“ Birna segist eingöngu vilja vekja fólk til umhugsunar - hún hafi ekki skrifað leiðara sinn með það að markmiði að dæma aðra sem gera vel við börnin sín. „En um leið og þetta fer að snúast um það að börnin séu að miða sig saman og stéttaskipting verður svona ótrúlega sýnileg. Þetta er nákvæmlega sama umræðan og kemur upp um hver einustu jól, hvort að sami jólasveinninn komi í öll hús,“ segir Birna. Sum börn fái mandarínur á meðan önnur fái Ipad. Börn og uppeldi Fermingar Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Leiðari blaðakonunnar Birnu Drafnar Jónasdóttur hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði hún um svokallaðan fermingarkvíða og umfangsmiklar fermingarveislur samtímans. „Hvað það eru orðnar miklar kröfur á fermingar. Það fermast rosalega mörg börn á Íslandi og þeim fylgir alltaf veisla og þær eru orðnar svo rosalega stórar og börnin farin að miða sig saman, foreldrarnir farnir að miða sig saman og greinilega er fólk sammála um að þetta sé orðið svolítið mikið.“ Birna skráði sig í alla þá Facebookhópa sem hún fann um fermingu til að fá góð ráð en það runnu á hana tvær grímur þegar hún las umræðurnar. „Vegna þess að þar voru allir að tala um hvernig skemmtiatriði þau ætluðu að hafa; hvort þau ætluðu að leigja bingóvél eða krapvél eða hitt og þetta og alls konar skemmtilegt en sumt varð bara svo rosalega mikið. Svo sé ég póst frá einni einstæðri móður sem skrifaði beint út, vá, ég hélt ég væri að koma hingað til að fá ráð en ég fékk bara kvíðahnút í staðinn af því þetta varð svo mikið og líkti þá fermingum við brúðkaup, þetta væri orðið svo stórt að þetta væru bara eins og brúðkaupsveislur.“ Í einum Facebookhópnum var gerð könnun um kostnað við fermingu. „Þar var verið að tala um fjárhæðir upp í heila milljón, flestir voru kannski svona hálf milljón, eitthvað svoleiðis.“ Birna segist eingöngu vilja vekja fólk til umhugsunar - hún hafi ekki skrifað leiðara sinn með það að markmiði að dæma aðra sem gera vel við börnin sín. „En um leið og þetta fer að snúast um það að börnin séu að miða sig saman og stéttaskipting verður svona ótrúlega sýnileg. Þetta er nákvæmlega sama umræðan og kemur upp um hver einustu jól, hvort að sami jólasveinninn komi í öll hús,“ segir Birna. Sum börn fái mandarínur á meðan önnur fái Ipad.
Börn og uppeldi Fermingar Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36