Logi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið: Ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina svona Andri Már Eggertsson skrifar 30. mars 2023 21:35 Allt er fertugum fært? Vísir/Hulda Margrét Njarðvík vann ótrúlegan þriggja stiga sigur á Keflavík 79-82. Logi Gunnarsson var ánægður með sigurinn og tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Þetta var rosalega gaman og það var mikilvægt fyrir okkur að ná sigri fyrir úrslitakeppnina þar sem við vorum slakir í síðasta leik. Mér fannst þetta flatt og mögulega var það sérstakt að við þurftum ekki að vinna en við ætluðum alltaf að mæta hingað og vinna,“ sagði Logi Gunnarsson eftir sigur á Keflavík. Njarðvík tapaði fyrir Val í síðustu umferð og Logi sagði að það væri mikilvægt fyrir framhaldið að vinna Keflavík sem var síðasti leikur í deildarkeppninni. „Það var ljúft að vinna leik sem við vorum ekki góðir í og það var styrkleikamerki. Við munum halda áfram að vinna í ákveðnum hlutum og það var gott að enda deildarkeppnina á alvöru naglbít gegn Keflavík.“ Logi var spenntur fyrir úrslitakeppninni þar sem Njarðvík fær Grindavík í átta liða úrslitum. „Að mæta Grindavík er annar nágrannaslagur og okkur líður best í miklum látum og stemmningu.“ Logi Gunnarsson tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Ég er búinn að vera að hugsa þetta í vetur og það er svolítið síðan í tók þessa ákvörðun. Ég mun njóta þess í botn og ætla segja þetta gott eftir tuttugu og sex tímabil. Það var ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina á sigri hér í Keflavík og síðan verður bara partý það sem eftir er tímabilsins.“ Dóttir Loga Gunnarssonar spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Njarðvíkur á dögunum og Loga fannst gaman að sjá hana taka sín fyrstu skref. „Það var ljúft að vera í stúkunni og fylgjast með henni vitandi að við værum í efstu deild saman. Það hafði þó ekki áhrif á það að ég sé að hætta en þetta var gaman. Núna tekur annað við eftir tímabilið og það verður gaman að fylgjast með krökkunum í þessu,“ sagði Logi Gunnarsson að lokum sem ætlaði að njóta þess að spila síðustu leiki sína á ferlinum. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
„Þetta var rosalega gaman og það var mikilvægt fyrir okkur að ná sigri fyrir úrslitakeppnina þar sem við vorum slakir í síðasta leik. Mér fannst þetta flatt og mögulega var það sérstakt að við þurftum ekki að vinna en við ætluðum alltaf að mæta hingað og vinna,“ sagði Logi Gunnarsson eftir sigur á Keflavík. Njarðvík tapaði fyrir Val í síðustu umferð og Logi sagði að það væri mikilvægt fyrir framhaldið að vinna Keflavík sem var síðasti leikur í deildarkeppninni. „Það var ljúft að vinna leik sem við vorum ekki góðir í og það var styrkleikamerki. Við munum halda áfram að vinna í ákveðnum hlutum og það var gott að enda deildarkeppnina á alvöru naglbít gegn Keflavík.“ Logi var spenntur fyrir úrslitakeppninni þar sem Njarðvík fær Grindavík í átta liða úrslitum. „Að mæta Grindavík er annar nágrannaslagur og okkur líður best í miklum látum og stemmningu.“ Logi Gunnarsson tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Ég er búinn að vera að hugsa þetta í vetur og það er svolítið síðan í tók þessa ákvörðun. Ég mun njóta þess í botn og ætla segja þetta gott eftir tuttugu og sex tímabil. Það var ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina á sigri hér í Keflavík og síðan verður bara partý það sem eftir er tímabilsins.“ Dóttir Loga Gunnarssonar spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Njarðvíkur á dögunum og Loga fannst gaman að sjá hana taka sín fyrstu skref. „Það var ljúft að vera í stúkunni og fylgjast með henni vitandi að við værum í efstu deild saman. Það hafði þó ekki áhrif á það að ég sé að hætta en þetta var gaman. Núna tekur annað við eftir tímabilið og það verður gaman að fylgjast með krökkunum í þessu,“ sagði Logi Gunnarsson að lokum sem ætlaði að njóta þess að spila síðustu leiki sína á ferlinum.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira