Logi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið: Ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina svona Andri Már Eggertsson skrifar 30. mars 2023 21:35 Allt er fertugum fært? Vísir/Hulda Margrét Njarðvík vann ótrúlegan þriggja stiga sigur á Keflavík 79-82. Logi Gunnarsson var ánægður með sigurinn og tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Þetta var rosalega gaman og það var mikilvægt fyrir okkur að ná sigri fyrir úrslitakeppnina þar sem við vorum slakir í síðasta leik. Mér fannst þetta flatt og mögulega var það sérstakt að við þurftum ekki að vinna en við ætluðum alltaf að mæta hingað og vinna,“ sagði Logi Gunnarsson eftir sigur á Keflavík. Njarðvík tapaði fyrir Val í síðustu umferð og Logi sagði að það væri mikilvægt fyrir framhaldið að vinna Keflavík sem var síðasti leikur í deildarkeppninni. „Það var ljúft að vinna leik sem við vorum ekki góðir í og það var styrkleikamerki. Við munum halda áfram að vinna í ákveðnum hlutum og það var gott að enda deildarkeppnina á alvöru naglbít gegn Keflavík.“ Logi var spenntur fyrir úrslitakeppninni þar sem Njarðvík fær Grindavík í átta liða úrslitum. „Að mæta Grindavík er annar nágrannaslagur og okkur líður best í miklum látum og stemmningu.“ Logi Gunnarsson tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Ég er búinn að vera að hugsa þetta í vetur og það er svolítið síðan í tók þessa ákvörðun. Ég mun njóta þess í botn og ætla segja þetta gott eftir tuttugu og sex tímabil. Það var ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina á sigri hér í Keflavík og síðan verður bara partý það sem eftir er tímabilsins.“ Dóttir Loga Gunnarssonar spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Njarðvíkur á dögunum og Loga fannst gaman að sjá hana taka sín fyrstu skref. „Það var ljúft að vera í stúkunni og fylgjast með henni vitandi að við værum í efstu deild saman. Það hafði þó ekki áhrif á það að ég sé að hætta en þetta var gaman. Núna tekur annað við eftir tímabilið og það verður gaman að fylgjast með krökkunum í þessu,“ sagði Logi Gunnarsson að lokum sem ætlaði að njóta þess að spila síðustu leiki sína á ferlinum. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira
„Þetta var rosalega gaman og það var mikilvægt fyrir okkur að ná sigri fyrir úrslitakeppnina þar sem við vorum slakir í síðasta leik. Mér fannst þetta flatt og mögulega var það sérstakt að við þurftum ekki að vinna en við ætluðum alltaf að mæta hingað og vinna,“ sagði Logi Gunnarsson eftir sigur á Keflavík. Njarðvík tapaði fyrir Val í síðustu umferð og Logi sagði að það væri mikilvægt fyrir framhaldið að vinna Keflavík sem var síðasti leikur í deildarkeppninni. „Það var ljúft að vinna leik sem við vorum ekki góðir í og það var styrkleikamerki. Við munum halda áfram að vinna í ákveðnum hlutum og það var gott að enda deildarkeppnina á alvöru naglbít gegn Keflavík.“ Logi var spenntur fyrir úrslitakeppninni þar sem Njarðvík fær Grindavík í átta liða úrslitum. „Að mæta Grindavík er annar nágrannaslagur og okkur líður best í miklum látum og stemmningu.“ Logi Gunnarsson tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Ég er búinn að vera að hugsa þetta í vetur og það er svolítið síðan í tók þessa ákvörðun. Ég mun njóta þess í botn og ætla segja þetta gott eftir tuttugu og sex tímabil. Það var ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina á sigri hér í Keflavík og síðan verður bara partý það sem eftir er tímabilsins.“ Dóttir Loga Gunnarssonar spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Njarðvíkur á dögunum og Loga fannst gaman að sjá hana taka sín fyrstu skref. „Það var ljúft að vera í stúkunni og fylgjast með henni vitandi að við værum í efstu deild saman. Það hafði þó ekki áhrif á það að ég sé að hætta en þetta var gaman. Núna tekur annað við eftir tímabilið og það verður gaman að fylgjast með krökkunum í þessu,“ sagði Logi Gunnarsson að lokum sem ætlaði að njóta þess að spila síðustu leiki sína á ferlinum.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira