„Varnarleikurinn er orðinn okkar haldreipi“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. mars 2023 22:45 Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. Vísir / Hulda Margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórsara í Subway-deild karla sagði að ákafur varnarleikur hans manna hefði lagt grunninn að gríðarstórum sigri þeirra á Grindavík í kvöld. Það gerist ekki oft að leikir vinnast með 52 stiga mun í efstu deild karla. Þórsarar settu upp skotsýningu þar sem þeir skutu tæplega 60 prósent fyrir utan en Lárus vildi þó leggja meiri áherslu á varnarleikinn. Það er kannski ekki algalið mat, enda skoruðu Grindvíkingar aðeins 59 stig. „Það var eiginlega ótrúlega góð vörn sem að skóp þetta. Settum mikið af auðveldum körfum í kjölfarið. Það er náttúrulega vendipunktur í leiknum þegar Pitts fær sína aðra villu, þá missa þeir sinn aðal boltabakvörð. Mér fannst við vera farnir að finna smá blóðbragð þá. Náðum að stela boltum, fá auðveldar körfur og leikurinn var eiginlega bara okkar eftir það.“ Eftir temmilega jafnan fyrsta leikhluta þá fóru Grindvíkingar algjörlega í baklás í öðrum leikhluta og gekk hvorki lönd né strönd hjá þeim að skora. Það var engu líkara en Þórsarar hefðu hreinlega afgreitt leikinn strax í fyrri hálfleik. „Við spiluðum góða vörn í öðrum, ég held að þeir hafi skorað hvað, 12 stig? Við vorum alveg með þá í lás í öðrum leikhluta. Leikurinn var svo sem ekki búinn í hálfleik en þar sem þeir náðu ekki áhlaupi í þriðja, þá var hann búinn.“ Vincent Shahid fór mikinn í kvöld en hann setti sex þrista í aðeins átta tilraunum, og fæstir þeirra snertu hringinn á leiðinni niður, ekkert nema nema. Grindvíkingum gekk ekkert að hemja Vincent, sem var líka duglegur að finna samherja sína, þá sjaldan sem Grindavík náði að taka frá honum skotið. „Hann var að skora körfur í öllum regnbogans litum og þegar þeir voru að setja körfur kom hann strax með svar til baka.“ Það hlýtur að vera ágætis veganesti inn í úrslitakeppnina að gjörsigra Grindavík með 52 stigum? „Strákarnir mega alveg vera smá stoltir af því að vera í fallsæti um jólin og enda í 6. sæti í svona sterkri deild. Ég er ánægðastur með hvernig varnarleikurinn er orðinn. Hann er orðinn okkar haldreipi. Við höfum oft verið þekktir fyrir góðan sóknarleik en nú er það eiginlega vörnin sem við getum reitt okkur á. Þú gert alltaf spilað góða vörn svo að það veit á gott.“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um að Þórsarar hefðu svolítið fellt Grindvíkinga á eigin bragði, með ákefð og hraustlegum varnarleik, sem hans menn voru bara ekki klárir í. Lárus gat að einhverju leyti tekið undir þau orð. „Já kannski. Kannski náðum við að vera með aðeins meiri ákefð. Sumir segja að þetta snúist allt um einhverja taktík en ég er á því að bróðurparturinn af því sé þessi leikur sem er á milli sóknar og varnar sem skiptir í raun öllu máli og sést ekki á stattinu.“ Nú mæta Þórsarar Haukum í 8-liða úrslitum, hvernig leggst sú viðureign í Lárus? „Bara ágætlega. Við erum ekki ennþá búnir að átta okkur á þeim en núna förum við að leggjast yfir það. Þeir eru búnir að vera að spila frábærlega í allan vetur.“ - sagði Lárus að lokum, hógvær og hófstillur að vanda. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Það gerist ekki oft að leikir vinnast með 52 stiga mun í efstu deild karla. Þórsarar settu upp skotsýningu þar sem þeir skutu tæplega 60 prósent fyrir utan en Lárus vildi þó leggja meiri áherslu á varnarleikinn. Það er kannski ekki algalið mat, enda skoruðu Grindvíkingar aðeins 59 stig. „Það var eiginlega ótrúlega góð vörn sem að skóp þetta. Settum mikið af auðveldum körfum í kjölfarið. Það er náttúrulega vendipunktur í leiknum þegar Pitts fær sína aðra villu, þá missa þeir sinn aðal boltabakvörð. Mér fannst við vera farnir að finna smá blóðbragð þá. Náðum að stela boltum, fá auðveldar körfur og leikurinn var eiginlega bara okkar eftir það.“ Eftir temmilega jafnan fyrsta leikhluta þá fóru Grindvíkingar algjörlega í baklás í öðrum leikhluta og gekk hvorki lönd né strönd hjá þeim að skora. Það var engu líkara en Þórsarar hefðu hreinlega afgreitt leikinn strax í fyrri hálfleik. „Við spiluðum góða vörn í öðrum, ég held að þeir hafi skorað hvað, 12 stig? Við vorum alveg með þá í lás í öðrum leikhluta. Leikurinn var svo sem ekki búinn í hálfleik en þar sem þeir náðu ekki áhlaupi í þriðja, þá var hann búinn.“ Vincent Shahid fór mikinn í kvöld en hann setti sex þrista í aðeins átta tilraunum, og fæstir þeirra snertu hringinn á leiðinni niður, ekkert nema nema. Grindvíkingum gekk ekkert að hemja Vincent, sem var líka duglegur að finna samherja sína, þá sjaldan sem Grindavík náði að taka frá honum skotið. „Hann var að skora körfur í öllum regnbogans litum og þegar þeir voru að setja körfur kom hann strax með svar til baka.“ Það hlýtur að vera ágætis veganesti inn í úrslitakeppnina að gjörsigra Grindavík með 52 stigum? „Strákarnir mega alveg vera smá stoltir af því að vera í fallsæti um jólin og enda í 6. sæti í svona sterkri deild. Ég er ánægðastur með hvernig varnarleikurinn er orðinn. Hann er orðinn okkar haldreipi. Við höfum oft verið þekktir fyrir góðan sóknarleik en nú er það eiginlega vörnin sem við getum reitt okkur á. Þú gert alltaf spilað góða vörn svo að það veit á gott.“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um að Þórsarar hefðu svolítið fellt Grindvíkinga á eigin bragði, með ákefð og hraustlegum varnarleik, sem hans menn voru bara ekki klárir í. Lárus gat að einhverju leyti tekið undir þau orð. „Já kannski. Kannski náðum við að vera með aðeins meiri ákefð. Sumir segja að þetta snúist allt um einhverja taktík en ég er á því að bróðurparturinn af því sé þessi leikur sem er á milli sóknar og varnar sem skiptir í raun öllu máli og sést ekki á stattinu.“ Nú mæta Þórsarar Haukum í 8-liða úrslitum, hvernig leggst sú viðureign í Lárus? „Bara ágætlega. Við erum ekki ennþá búnir að átta okkur á þeim en núna förum við að leggjast yfir það. Þeir eru búnir að vera að spila frábærlega í allan vetur.“ - sagði Lárus að lokum, hógvær og hófstillur að vanda.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti