Óskar vill ekki taka við landsliðinu núna: „Heldur ungur í starfi fyrir þetta starf“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2023 11:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson smellir kossi á Orra Stein son sinn sem átti stóran þátt í að koma Íslandi í lokakeppni EM U19-landsliða á dögunum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Miðað við svör Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Íslandsmeistara Breiðabliks, er afar ólíklegt að hann verði næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. Knattspyrnusamband Íslands hefur nú hafið leit að nýjum þjálfara eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í gær. Sú vinna þarf væntanlega að ganga hratt fyrir sig en Ísland á fyrir höndum leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM í júní, þar sem mikið er undir. Óskar Hrafn er einn af þeim sem nefndir hafa verið til sögunnar sem mögulegir arftakar Arnars enda Óskar átt mikilli velgengni að fagna á sínum þjálfaraferli. Óskar vill hins vegar meina að sá ferill sé of stuttur og hann hefur ekki áhuga á því að taka við landsliðinu í dag. „Starf fyrir menn sem eru komnir með mikla reynslu“ „Ég hef ekki leitt hugann að því, fyrir það fyrsta, og hef í sjálfu sér engan áhuga á því eins og staðan er í dag. Mér finnst ég vera kominn það stutt á veg og þetta starf er fyrir menn sem eru komnir með mikla reynslu. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að flestir af bestu landsliðsþjálfurunum eru menn sem hafa verið lengi á hliðarlínunni og eru með mikla reynslu. Það er mín tilfinning að ég sé heldur ungur í starfi fyrir þetta starf,“ svarar Óskar. „Þetta er eitthvað sem alla þjálfara dreymir um að gera á einhverjum tímapunkti á ferlinum, að stýra landsliði þjóðarinnar. Það er klárt mál. En það er spurning hvort og hvenær,“ segir Óskar og tímapunkturinn er að hans mati ekki réttur núna. Ekki tilbúinn að skipta þessari vinnu út „Ég ætla ekki að segja að þetta sé „old man job“ en mér finnst þetta vera fyrir þjálfara sem eru búnir að afreka allt sem þeir hafa viljað afreka í félagsliðum, eða þá með gríðarlega reynslu af landsliðsfótbolta eins og Lars [Lagerbäck] var með. Þetta er auðvitað mjög sérstök vinna. Þú ert kannski með leikmennina þrjátíu daga á ári og það er gríðarlegur munur miðað við að hafa leikmenn í 300 daga á ári í félagsliði. Það er því lítill tími úti á velli í þessu starfi, en það skemmtilegasta sem ég geri í dag er að þjálfa. Leikirnir eru oft bara fylgifiskur þess en bestu dagarnir eru úti á vellinum að þjálfa. Í dag væri ég ekki tilbúinn að skipta þessari vinnu út fyrir vinnu þar sem maður er meira inni á skrifstofunni að horfa á leiki en að þjálfa fótbolta,“ segir Óskar. Gríðarlega mikilvægt að hafa stuðning allra frá byrjun „Að því sögðu er þetta auðvitað eitt stærsta starf sem íslenskur þjálfari getur fengið og gríðarlegur heiður fyrir alla að vera boðið það. Það er heiður bara að vera nefndur í umræðunni, en ég er bara ekki kominn þangað, hvorki starfslega, reynslulega eða neitt. Ég held að aðrir séu betur til þess fallnir að stýra þessu landsliði.“ Ekki er ljóst hve langan tíma KSÍ mun taka sér í að finna nýjan landsliðsþjálfara og það er heldur ekki ljóst hvort að ráðinn verði íslenskur eða erlendur þjálfari. Aðspurður hvort hann hafi skoðun á því hvernig landsliðsþjálfara ætti að ráða svarar Óskar: „Ég er bara fótboltaþjálfari í Kópavogi og ætla ekki að segja mönnum hvernig þeir eiga að gera þetta. Ég treysti þeim til að finna besta kandídat. Það er fullt af hæfileikaríkum mönnum, bæði íslenskum og erlendum, sem myndu hoppa á þetta starf. Það þarf bara að liggja fyrir að sá sem tekur við sé með stuðning allra frá byrjun. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt. Að allir séu sammála um hvaða ferðalag á að fara í; KSÍ, leikmenn og þjóðin.“ Landslið karla í fótbolta Breiðablik Tengdar fréttir Brotttekstur Arnars vekur athygli í erlendum fjölmiðlum Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu. 31. mars 2023 07:00 Arnar hafi tekið uppsögninni illa og leit að nýjum þjálfara ekki hafin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 30. mars 2023 23:31 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur nú hafið leit að nýjum þjálfara eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í gær. Sú vinna þarf væntanlega að ganga hratt fyrir sig en Ísland á fyrir höndum leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM í júní, þar sem mikið er undir. Óskar Hrafn er einn af þeim sem nefndir hafa verið til sögunnar sem mögulegir arftakar Arnars enda Óskar átt mikilli velgengni að fagna á sínum þjálfaraferli. Óskar vill hins vegar meina að sá ferill sé of stuttur og hann hefur ekki áhuga á því að taka við landsliðinu í dag. „Starf fyrir menn sem eru komnir með mikla reynslu“ „Ég hef ekki leitt hugann að því, fyrir það fyrsta, og hef í sjálfu sér engan áhuga á því eins og staðan er í dag. Mér finnst ég vera kominn það stutt á veg og þetta starf er fyrir menn sem eru komnir með mikla reynslu. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að flestir af bestu landsliðsþjálfurunum eru menn sem hafa verið lengi á hliðarlínunni og eru með mikla reynslu. Það er mín tilfinning að ég sé heldur ungur í starfi fyrir þetta starf,“ svarar Óskar. „Þetta er eitthvað sem alla þjálfara dreymir um að gera á einhverjum tímapunkti á ferlinum, að stýra landsliði þjóðarinnar. Það er klárt mál. En það er spurning hvort og hvenær,“ segir Óskar og tímapunkturinn er að hans mati ekki réttur núna. Ekki tilbúinn að skipta þessari vinnu út „Ég ætla ekki að segja að þetta sé „old man job“ en mér finnst þetta vera fyrir þjálfara sem eru búnir að afreka allt sem þeir hafa viljað afreka í félagsliðum, eða þá með gríðarlega reynslu af landsliðsfótbolta eins og Lars [Lagerbäck] var með. Þetta er auðvitað mjög sérstök vinna. Þú ert kannski með leikmennina þrjátíu daga á ári og það er gríðarlegur munur miðað við að hafa leikmenn í 300 daga á ári í félagsliði. Það er því lítill tími úti á velli í þessu starfi, en það skemmtilegasta sem ég geri í dag er að þjálfa. Leikirnir eru oft bara fylgifiskur þess en bestu dagarnir eru úti á vellinum að þjálfa. Í dag væri ég ekki tilbúinn að skipta þessari vinnu út fyrir vinnu þar sem maður er meira inni á skrifstofunni að horfa á leiki en að þjálfa fótbolta,“ segir Óskar. Gríðarlega mikilvægt að hafa stuðning allra frá byrjun „Að því sögðu er þetta auðvitað eitt stærsta starf sem íslenskur þjálfari getur fengið og gríðarlegur heiður fyrir alla að vera boðið það. Það er heiður bara að vera nefndur í umræðunni, en ég er bara ekki kominn þangað, hvorki starfslega, reynslulega eða neitt. Ég held að aðrir séu betur til þess fallnir að stýra þessu landsliði.“ Ekki er ljóst hve langan tíma KSÍ mun taka sér í að finna nýjan landsliðsþjálfara og það er heldur ekki ljóst hvort að ráðinn verði íslenskur eða erlendur þjálfari. Aðspurður hvort hann hafi skoðun á því hvernig landsliðsþjálfara ætti að ráða svarar Óskar: „Ég er bara fótboltaþjálfari í Kópavogi og ætla ekki að segja mönnum hvernig þeir eiga að gera þetta. Ég treysti þeim til að finna besta kandídat. Það er fullt af hæfileikaríkum mönnum, bæði íslenskum og erlendum, sem myndu hoppa á þetta starf. Það þarf bara að liggja fyrir að sá sem tekur við sé með stuðning allra frá byrjun. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt. Að allir séu sammála um hvaða ferðalag á að fara í; KSÍ, leikmenn og þjóðin.“
Landslið karla í fótbolta Breiðablik Tengdar fréttir Brotttekstur Arnars vekur athygli í erlendum fjölmiðlum Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu. 31. mars 2023 07:00 Arnar hafi tekið uppsögninni illa og leit að nýjum þjálfara ekki hafin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 30. mars 2023 23:31 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Brotttekstur Arnars vekur athygli í erlendum fjölmiðlum Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu. 31. mars 2023 07:00
Arnar hafi tekið uppsögninni illa og leit að nýjum þjálfara ekki hafin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 30. mars 2023 23:31
Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01
Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn