„Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 22:04 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/Diego Stjarnan fékk skell í síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta þegar laut í parket fyrir ÍR. Það er morgunljóst að Patrekur Jóhannesson og leikmenn Stjörnuliðsins hafi farið vel yfir það tap í vikunni sem leið frá þeim leik þar til liðið fékk Selfoss í heimsókn í kvöld. Meiðsladraugurinn sem gert hefur sér setu í Mýrinni kom ekki í veg fyrir að Stjarnan vann sannfærandi sigur og liðið blandar sér af fullum krafti í baráttunni um heimavallarétta í úrslitakeppni deildarinnar. „Mér fannst varnarleikurinn flottur, 5-1 vörnin gekk vel og við náðum að beina Selfyssingum inn á miðju, nákvæmlega eins og við vildum. Það var allt annað sjá liðið í þessum leik en á móti ÍR í síðustu viku og ég var ánægður með að sjá svarið eftir lélega frammistöðu í Breiðholtinu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk svo bara nokkuð smurt og þeir leikmenn sem komu inn vegna meiðsla stóðu sig vel. Auðvitað er eitthvað sem við getum bætt en þetta var mjög jákvætt. Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið. Við megum ekki hafa jafn miklar sveiflur og voru á milli síðustu tveggja leikja í næstu leikjum okkar,“ sagði hann enn fremur. „Við erum að glíma við meiðsli þessa stundina en við getum ekkert skýlt okkur bakvið það. Við erum enn með öfluga og reynslumikla leikmenn inni á vellinum og leikmenn sem geta vel tekið við keflinu. Við fórum vel yfir hvað aflaga fór á móti ÍR og náðum að laga það flest í þessum leik,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá Stjörnuliðinu. „Sú staðreynd að við erum án lykilleikmanna þýðir að það eru leikmenn sem fá tækifæri og aukna ábyrgð. Það eykur breiddina þegar við fáum leikmennina til baka. Í kvöld gladdi það mig mikið að sjá Dag Loga og Rytis sýna sig á stóra sviðinu og Ari Sverrir er að bæta sig mikið með hverjum leiknum sem hann spilar,“ sagði hann einnig um hóp sinn. Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 31. mars 2023 21:48 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Meiðsladraugurinn sem gert hefur sér setu í Mýrinni kom ekki í veg fyrir að Stjarnan vann sannfærandi sigur og liðið blandar sér af fullum krafti í baráttunni um heimavallarétta í úrslitakeppni deildarinnar. „Mér fannst varnarleikurinn flottur, 5-1 vörnin gekk vel og við náðum að beina Selfyssingum inn á miðju, nákvæmlega eins og við vildum. Það var allt annað sjá liðið í þessum leik en á móti ÍR í síðustu viku og ég var ánægður með að sjá svarið eftir lélega frammistöðu í Breiðholtinu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk svo bara nokkuð smurt og þeir leikmenn sem komu inn vegna meiðsla stóðu sig vel. Auðvitað er eitthvað sem við getum bætt en þetta var mjög jákvætt. Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið. Við megum ekki hafa jafn miklar sveiflur og voru á milli síðustu tveggja leikja í næstu leikjum okkar,“ sagði hann enn fremur. „Við erum að glíma við meiðsli þessa stundina en við getum ekkert skýlt okkur bakvið það. Við erum enn með öfluga og reynslumikla leikmenn inni á vellinum og leikmenn sem geta vel tekið við keflinu. Við fórum vel yfir hvað aflaga fór á móti ÍR og náðum að laga það flest í þessum leik,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá Stjörnuliðinu. „Sú staðreynd að við erum án lykilleikmanna þýðir að það eru leikmenn sem fá tækifæri og aukna ábyrgð. Það eykur breiddina þegar við fáum leikmennina til baka. Í kvöld gladdi það mig mikið að sjá Dag Loga og Rytis sýna sig á stóra sviðinu og Ari Sverrir er að bæta sig mikið með hverjum leiknum sem hann spilar,“ sagði hann einnig um hóp sinn.
Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 31. mars 2023 21:48 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 31. mars 2023 21:48