Héraðsdómari kærir Margréti fyrir meiðyrði Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2023 11:05 Margréti Friðriksdóttur hefur verið stefnt af héraðsdómara fyrir ummæli sín. Barbara Björnsdóttir, héraðsdómari, hefur kært Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra frettin.is, fyrir meiðyrði. Margrét var yfirheyrð af lögreglu vegna málsins í fyrradag. Margrét staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en DV.is greindi fyrst frá. Í samtali við fréttastofu segir Margrét að fari málið fyrir dóm verði það skrautlegustu málaferli sögunnar. „Lögreglan verður að ákveða það hvort þetta fari í ákæru, það yrði mjög skrautlegt. Allir héraðsdómarar landsins yrðu vanhæfir og það þyrfti að kalla inn nýja dómara,“ segir Margrét sem vill meina að hún sé saklaus, hún hafi einungis verið að segja sannleikann. Ummælin sem um ræðir lét Margrét falla eftir að hún var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna hótana í garð Semu Erlu Serdar. Vísir fjallaði um dóminn á sínum tíma. Í Facebook-færslu sem Margrét birti eftir að hún var sakfelld fór hún ófögrum orðum um Barböru og kallaði hana meðal annars siðblinda. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ skrifaði Margrét í færslu sem hún hefur nú eitt af síðu sinni. Vill Margrét meina að Barbara hafi ekki farið eftir siðareglum og að verið sé að berja hana niður með lygina að vopni. Verjandi hennar í málinu sem Sema höfðaði var Arnar Þór Jónsson en hann sagði sig frá málinu eftir að Margrét lét ummælin falla. Við tók Skúli Sveinsson sem er lögmaður Margrétar í máli Barböru. Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. 10. febrúar 2023 12:27 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Margrét staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en DV.is greindi fyrst frá. Í samtali við fréttastofu segir Margrét að fari málið fyrir dóm verði það skrautlegustu málaferli sögunnar. „Lögreglan verður að ákveða það hvort þetta fari í ákæru, það yrði mjög skrautlegt. Allir héraðsdómarar landsins yrðu vanhæfir og það þyrfti að kalla inn nýja dómara,“ segir Margrét sem vill meina að hún sé saklaus, hún hafi einungis verið að segja sannleikann. Ummælin sem um ræðir lét Margrét falla eftir að hún var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna hótana í garð Semu Erlu Serdar. Vísir fjallaði um dóminn á sínum tíma. Í Facebook-færslu sem Margrét birti eftir að hún var sakfelld fór hún ófögrum orðum um Barböru og kallaði hana meðal annars siðblinda. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ skrifaði Margrét í færslu sem hún hefur nú eitt af síðu sinni. Vill Margrét meina að Barbara hafi ekki farið eftir siðareglum og að verið sé að berja hana niður með lygina að vopni. Verjandi hennar í málinu sem Sema höfðaði var Arnar Þór Jónsson en hann sagði sig frá málinu eftir að Margrét lét ummælin falla. Við tók Skúli Sveinsson sem er lögmaður Margrétar í máli Barböru.
Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. 10. febrúar 2023 12:27 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. 10. febrúar 2023 12:27