Horfa til afléttinga í ljósi góðra aðstæðna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2023 12:11 Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Snjóflóðahætta fer þverrandi á Austurlandi og standa vonir til að hægt verði að aflétta rýmingum fljótlega. Íbúi á Seyðisfirði er ósáttur við seinagang í upplýsingagjöf lögreglu til íbúa. Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. „Þá gefst tækifæri til að meta krapaflóðsstöðuna og sjá hvernig það þróast í dag. Snjóflóðahættan fer óðum minnkandi og við erum bjartsýn á að það verði hægt að fara í afléttingar, að minnsta kosti vegna snjóflóðarýminga,“ segir Víðir. Þá verði vonandi einnig hægt að aflétta rýmingum vegna krapaflóðahættu, þó það sé tvísýnna. Á flestum vegum sé orðið gott færi. „Það er þröngt á einhverjum fjallvegum og snjór í köntum, þannig að það þarf að gæta varúðar þar. Svo er eitthvað um vatnsskemmdir á vegum og hámarkshraði verið tekinn niður.“ Víða um Austurland gæti áhrifa veðurs síðustu daga, en unnið sé að lagfæringu. Þá séu allir vegir í alfaraleið opnir. Eðlilegar skýringar að baki upplýsingagjöf til íbúa Sigfús Gunnarsson er búsettur á Seyðisfirði. Hann telur að upplýsingar frá lögreglu um rýmingar mættu berast fyrr. „Núna þegar það var rýmt á Bökkunum í fyrrakvöld þá fréttum við af þessum fundi sem var haldinn hér um rýmingar. Við vissum að það átti að rýma, en það var tæpum tveimur tímum síðar sem SMS kom.“ Upplýsingar um rýmingu hafi verið birtar á Facebook áður en þær voru sendar með smáskilaboðum til íbúa. Það sé sjálfsagt að rýma þegar skipanir um það berist. „Allt annað er mjög flott nema þessi upplýsingagjöf.“ Víðir segir eðlilegar skýringar hins vegar búa að baki. „Það er mjög oft þannig að það er ákveðið að fara í rýmingar. Það er ákveðið á fundi hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar, en rýmingin á ekki að taka gildi fyrr en fimm, sex klukkutímum seinna. Það er bara út af því að þá er þróunin talin vera þannig. Þannig að það er eðlileg skýring á því ef það hefur verið með slíkum hætti,“ segir Víðir. Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Múlaþing Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. „Þá gefst tækifæri til að meta krapaflóðsstöðuna og sjá hvernig það þróast í dag. Snjóflóðahættan fer óðum minnkandi og við erum bjartsýn á að það verði hægt að fara í afléttingar, að minnsta kosti vegna snjóflóðarýminga,“ segir Víðir. Þá verði vonandi einnig hægt að aflétta rýmingum vegna krapaflóðahættu, þó það sé tvísýnna. Á flestum vegum sé orðið gott færi. „Það er þröngt á einhverjum fjallvegum og snjór í köntum, þannig að það þarf að gæta varúðar þar. Svo er eitthvað um vatnsskemmdir á vegum og hámarkshraði verið tekinn niður.“ Víða um Austurland gæti áhrifa veðurs síðustu daga, en unnið sé að lagfæringu. Þá séu allir vegir í alfaraleið opnir. Eðlilegar skýringar að baki upplýsingagjöf til íbúa Sigfús Gunnarsson er búsettur á Seyðisfirði. Hann telur að upplýsingar frá lögreglu um rýmingar mættu berast fyrr. „Núna þegar það var rýmt á Bökkunum í fyrrakvöld þá fréttum við af þessum fundi sem var haldinn hér um rýmingar. Við vissum að það átti að rýma, en það var tæpum tveimur tímum síðar sem SMS kom.“ Upplýsingar um rýmingu hafi verið birtar á Facebook áður en þær voru sendar með smáskilaboðum til íbúa. Það sé sjálfsagt að rýma þegar skipanir um það berist. „Allt annað er mjög flott nema þessi upplýsingagjöf.“ Víðir segir eðlilegar skýringar hins vegar búa að baki. „Það er mjög oft þannig að það er ákveðið að fara í rýmingar. Það er ákveðið á fundi hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar, en rýmingin á ekki að taka gildi fyrr en fimm, sex klukkutímum seinna. Það er bara út af því að þá er þróunin talin vera þannig. Þannig að það er eðlileg skýring á því ef það hefur verið með slíkum hætti,“ segir Víðir.
Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Múlaþing Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira