Dreymir um að fá Solskjær til að þjálfa íslenska landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2023 12:00 Baldur Sigurðsson vill Ole Gunnar Solskjær á diskinn sinn. getty/Charlie Crowhurst Ole Gunnar Solskjær er þjálfarinn sem íslenska þjóðin þarf á að halda. Þetta segir Baldur Sigurðsson, fótboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports. KSÍ er í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í síðustu viku. Hann stýrði íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM 2024. Í fyrri leiknum tapaði Ísland fyrir Bosníu, 3-0, en sigraði svo Liechtenstein, 0-7. „Í raun er tímapunkturinn mjög skrítinn í ljósi þess að það eru tveir leikir búnir í þessari undankeppni. Sem þýðir að þau hafa væntanlega verið komin mjög nálægt þeirri línu að láta hann fara fyrir undankeppnina. Það er rosalega stór ákvörðun að gera þetta strax. Þetta er vissulega mjög sérstakur tímapunktur,“ sagði Baldur í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ýmsir hafa verið nefndir sem eftirmenn Arnars, innlendir sem erlendir þjálfarar. „Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja fá erlendan þjálfara. Maður upplifir að þau [KSÍ] ætli ekki að eyða jafn miklu í þjálfara og þegar Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson] og svo Erik [Hamrén] var ráðnir. Ég væri mjög spenntur fyrir erlendum þjálfara,“ sagði Baldur og nefndi einn Íslandsvin til sögunnar. „Til dæmis Bo Hendriksen sem hefur spilað á Íslandi áður og náð góðum árangri í Danmörku með lítið lið, Horsens, og hefur unnið sig upp.“ Bo Henriksen þjálfar Zürich í Sviss í dag. Hann lék hér á landi með Fram, Val og ÍBV.getty/Andrew Kearns Baldur henti svo einu óvæntu norsku nafni í hattinn. „Draumaráðningin mín á þessum tímapunkti væri Ole Gunnar Solskjær. Hann er stjarna í fótboltaheiminum og það myndi strax vekja eftirvæntingu og spennu og fólk myndi koma til að sjá hann,“ sagði Mývetningurinn. Hvort hægt er að kalla Solskjær Íslandsvin er umdeilanlegt en hann kom allavega hingað til lands á Rey Cup 2015 þar sem hann þjálfaði lið sonar síns, Kristiansund. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Guðjón Guðmundsson tók við Solskjær fyrir átta árum. Solskjær hefur verið án starfs síðan honum var sagt upp störfum hjá Manchester United í nóvember 2021. Auk United hefur hann þjálfað Molde í heimalandinu og Cardiff City. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
KSÍ er í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í síðustu viku. Hann stýrði íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM 2024. Í fyrri leiknum tapaði Ísland fyrir Bosníu, 3-0, en sigraði svo Liechtenstein, 0-7. „Í raun er tímapunkturinn mjög skrítinn í ljósi þess að það eru tveir leikir búnir í þessari undankeppni. Sem þýðir að þau hafa væntanlega verið komin mjög nálægt þeirri línu að láta hann fara fyrir undankeppnina. Það er rosalega stór ákvörðun að gera þetta strax. Þetta er vissulega mjög sérstakur tímapunktur,“ sagði Baldur í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ýmsir hafa verið nefndir sem eftirmenn Arnars, innlendir sem erlendir þjálfarar. „Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja fá erlendan þjálfara. Maður upplifir að þau [KSÍ] ætli ekki að eyða jafn miklu í þjálfara og þegar Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson] og svo Erik [Hamrén] var ráðnir. Ég væri mjög spenntur fyrir erlendum þjálfara,“ sagði Baldur og nefndi einn Íslandsvin til sögunnar. „Til dæmis Bo Hendriksen sem hefur spilað á Íslandi áður og náð góðum árangri í Danmörku með lítið lið, Horsens, og hefur unnið sig upp.“ Bo Henriksen þjálfar Zürich í Sviss í dag. Hann lék hér á landi með Fram, Val og ÍBV.getty/Andrew Kearns Baldur henti svo einu óvæntu norsku nafni í hattinn. „Draumaráðningin mín á þessum tímapunkti væri Ole Gunnar Solskjær. Hann er stjarna í fótboltaheiminum og það myndi strax vekja eftirvæntingu og spennu og fólk myndi koma til að sjá hann,“ sagði Mývetningurinn. Hvort hægt er að kalla Solskjær Íslandsvin er umdeilanlegt en hann kom allavega hingað til lands á Rey Cup 2015 þar sem hann þjálfaði lið sonar síns, Kristiansund. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Guðjón Guðmundsson tók við Solskjær fyrir átta árum. Solskjær hefur verið án starfs síðan honum var sagt upp störfum hjá Manchester United í nóvember 2021. Auk United hefur hann þjálfað Molde í heimalandinu og Cardiff City.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn