Vilja að Ísland fari að fordæmi Bandaríkjamanna og heimili Naloxone í lausasölu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2023 12:03 Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er teymisstýra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Hún vill auka aðgengi að Naloxone nefúðanum. Rauði krossinn Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað nefúðann Narcan nalaxone í lausasölu til að mæta þeirri alvarlegu ógn sem ópíóðafaraldurinn er. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum bindur vonir við að Ísland feti sömu slóð. Rauði krossinn dreifði á síðasta ári hátt í sex hundruð stykkjum af nefúðanum hér á landi. Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og en ákvörðun Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Fleiri en þúsund Bandaríkjamenn hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða á síðasta ári. Sjá nánar: FDA heimilar lausasölu Naloxone lyfsins Narcan Hafrún Elísa Sigurðardóttir er teymisstýra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. „Við fögnum því auðvitað að það sé verið að opna á það að Naloxone sé lausasölulyf í Bandaríkjunum og við teljum alveg gríðarlega mikilvægt að Naloxone hérna á Íslandi verði líka lausasölulyf þar sem fólk getur bara farið í apótek og keypt nefúðann.“ Hafrún segist raunar ekki skilja hvers vegna nefúðinn sé ekki þegar í lausasölu. „Það fylgir því engin hætta að nota hann. Þú getur ekki misnotað nefúðann. Fólk sem er með þungan vímuefnavanda, og notar þessi ópíóðalyf, vill helst ekki að nefúðinn sé notaður nema að þess sé virkileg þörf því um leið og þú notar nefúðann ferðu í einhvers konar fráhvörf,“ útskýrir Hafrún sem bendir á að nefúðinn hafi gefið góða raun hér á landi sem og annars staðar og bjargað lífi fjölmargra. „Þetta hefur heldur betur bjargað lífi margra og við hjá Frú Ragnheiði og Ylju neyslurými höfum á einu ári dreift 500-600 nefúðum og við heyrum alltaf mjög reglulega af fólki sem hefur þurft að nota nefúðann til að bjarga vinum eða ástvinum og svo höfum við einnig heyrt á bráðamóttökunni þar sem fólk kemur þangað inn eftir að hafa fengið fyrsta nefúðann frá okkur.“ Hafrún segir að aðstandendur fólks sem haldið er ópíóðafíkn þrái að hafa aðgang að nefúðanum til að geta brugðist rétt við ef slæm tilfelli koma upp. Ertu bjartsýn á að þetta skref Bandaríkjanna verði til þess að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið? „Ég vona það innilega því við höfum nú séð það hvernig ópíóðafaraldurinn er að fara með Bandaríkin. Vonandi getum við og aðrar þjóðir lært af því hvað það er mikilvægt að hafa gott aðgengi að Naloxone nefúða.“ Lyf Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53 Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. 15. desember 2019 10:38 Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og en ákvörðun Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Fleiri en þúsund Bandaríkjamenn hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða á síðasta ári. Sjá nánar: FDA heimilar lausasölu Naloxone lyfsins Narcan Hafrún Elísa Sigurðardóttir er teymisstýra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. „Við fögnum því auðvitað að það sé verið að opna á það að Naloxone sé lausasölulyf í Bandaríkjunum og við teljum alveg gríðarlega mikilvægt að Naloxone hérna á Íslandi verði líka lausasölulyf þar sem fólk getur bara farið í apótek og keypt nefúðann.“ Hafrún segist raunar ekki skilja hvers vegna nefúðinn sé ekki þegar í lausasölu. „Það fylgir því engin hætta að nota hann. Þú getur ekki misnotað nefúðann. Fólk sem er með þungan vímuefnavanda, og notar þessi ópíóðalyf, vill helst ekki að nefúðinn sé notaður nema að þess sé virkileg þörf því um leið og þú notar nefúðann ferðu í einhvers konar fráhvörf,“ útskýrir Hafrún sem bendir á að nefúðinn hafi gefið góða raun hér á landi sem og annars staðar og bjargað lífi fjölmargra. „Þetta hefur heldur betur bjargað lífi margra og við hjá Frú Ragnheiði og Ylju neyslurými höfum á einu ári dreift 500-600 nefúðum og við heyrum alltaf mjög reglulega af fólki sem hefur þurft að nota nefúðann til að bjarga vinum eða ástvinum og svo höfum við einnig heyrt á bráðamóttökunni þar sem fólk kemur þangað inn eftir að hafa fengið fyrsta nefúðann frá okkur.“ Hafrún segir að aðstandendur fólks sem haldið er ópíóðafíkn þrái að hafa aðgang að nefúðanum til að geta brugðist rétt við ef slæm tilfelli koma upp. Ertu bjartsýn á að þetta skref Bandaríkjanna verði til þess að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið? „Ég vona það innilega því við höfum nú séð það hvernig ópíóðafaraldurinn er að fara með Bandaríkin. Vonandi getum við og aðrar þjóðir lært af því hvað það er mikilvægt að hafa gott aðgengi að Naloxone nefúða.“
Lyf Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53 Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. 15. desember 2019 10:38 Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53
Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. 15. desember 2019 10:38
Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00