Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2023 09:01 Tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson var gestur Einkalífsins í síðasta þætti þar sem hann talaði meðal annars um æskuna, ferilinn og baráttu sína við kvíðann. Vísir/Vilhelm „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. Kvíðinn alltaf blundaðð innst inni Í viðtalinu talar Birgir meðal annars um tónlistarferilinn, æskuna og baráttu sína fá unga aldri við kvíða. Foreldrar Birgis eru tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson og fyrrverandi fjölmiðlakonan Anna Björg Birgisdóttir og segir Birgir þau alltaf hafi sagt að hann hafi verið einstaklega varkár sem barn. Aldrei brotið bein og farið að engu óðslega. Aðspurður hvenær hann hafi farið að finna fyrst fyrir kvíðanum segir hann: Kvíðinn hefur alltaf blundað þarna innst inni, en hann hefur samt aldrei náð að stoppa mig. Viðtalið við Birgi Stein í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Leitaði sér fyrst hjálpar sautján ára Þrátt fyrir að hafa getað tekist á við flestar áskoranir í lífinu eins og nám, tónlistarferilinn og fleira segist Birgir þó hafa fundið það snemma að hann þyrfti að leita sér faglegrar hjálpar svo að kvíðinn myndi ekki ná að taka stjórnina. Ég komst að því í kringum sautján, átján ára að þetta stress og þessi kvíði, þetta gæti orðið vandamál ef ég myndi ekki byrja að tækla þetta rétt. Hann ákvað því að leita sér sálfræðiaðstoðar og fann sálfræðing sem hann hefur verið hjá æ síðan. Í fyrra gaf hljómsveitin Draumfarir, sem samanstendur af Birgi og Ragnari Má Mássyni, út lagið Kvíðinn og segir Birgir það hafi reynt töluvert á. „Þetta er langerfiðasti texti sem ég hef samið. Mjög persónulegur texti og ég þurfti að fara mjög djúpt og sækja hann.“ Fyrir mitt leyti hefur þetta aldrei verið feimnismál, bara alls ekki. Ég fann bara mín verkfæri sem að fúnkera vel fyrir mig og hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama. En ég ætla ekki að segja að þetta sé ekekrt mál, en ef þú ert kominn með rétt verkfæri er þetta töluvert auðveldara. Signar sig áður en hann fer á svið Trúin hefur einnig verið Birgi mjög mikilvæg í gegnum tíðina og fylgt honum sterkt frá unga aldri. Hann hafi fundið ákveðna ró í því að fara með bænir og sem dæmi fari hann nánast aldrei á svið án þess að signa sig og fara með faðir vorið. „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður.“ segir Birgir sem leggur þó áherslu á að þá eigi hann ekki við einhvers konar öfgatrú í þeim skilningi. Hann sé ekki beint kirkjurækinn en myndi þó alltaf þó skilgreina sig sem kristnitrúar. Ég trúi bara hreinlega á það að það sé einhverskonar æðri máttur sem hefur hjálpað mér í gegnum allt. Sama hvort að það er kvíði eða eitthvað annað. Einkalífið Tónlist Tengdar fréttir Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Sjá meira
Kvíðinn alltaf blundaðð innst inni Í viðtalinu talar Birgir meðal annars um tónlistarferilinn, æskuna og baráttu sína fá unga aldri við kvíða. Foreldrar Birgis eru tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson og fyrrverandi fjölmiðlakonan Anna Björg Birgisdóttir og segir Birgir þau alltaf hafi sagt að hann hafi verið einstaklega varkár sem barn. Aldrei brotið bein og farið að engu óðslega. Aðspurður hvenær hann hafi farið að finna fyrst fyrir kvíðanum segir hann: Kvíðinn hefur alltaf blundað þarna innst inni, en hann hefur samt aldrei náð að stoppa mig. Viðtalið við Birgi Stein í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Leitaði sér fyrst hjálpar sautján ára Þrátt fyrir að hafa getað tekist á við flestar áskoranir í lífinu eins og nám, tónlistarferilinn og fleira segist Birgir þó hafa fundið það snemma að hann þyrfti að leita sér faglegrar hjálpar svo að kvíðinn myndi ekki ná að taka stjórnina. Ég komst að því í kringum sautján, átján ára að þetta stress og þessi kvíði, þetta gæti orðið vandamál ef ég myndi ekki byrja að tækla þetta rétt. Hann ákvað því að leita sér sálfræðiaðstoðar og fann sálfræðing sem hann hefur verið hjá æ síðan. Í fyrra gaf hljómsveitin Draumfarir, sem samanstendur af Birgi og Ragnari Má Mássyni, út lagið Kvíðinn og segir Birgir það hafi reynt töluvert á. „Þetta er langerfiðasti texti sem ég hef samið. Mjög persónulegur texti og ég þurfti að fara mjög djúpt og sækja hann.“ Fyrir mitt leyti hefur þetta aldrei verið feimnismál, bara alls ekki. Ég fann bara mín verkfæri sem að fúnkera vel fyrir mig og hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama. En ég ætla ekki að segja að þetta sé ekekrt mál, en ef þú ert kominn með rétt verkfæri er þetta töluvert auðveldara. Signar sig áður en hann fer á svið Trúin hefur einnig verið Birgi mjög mikilvæg í gegnum tíðina og fylgt honum sterkt frá unga aldri. Hann hafi fundið ákveðna ró í því að fara með bænir og sem dæmi fari hann nánast aldrei á svið án þess að signa sig og fara með faðir vorið. „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður.“ segir Birgir sem leggur þó áherslu á að þá eigi hann ekki við einhvers konar öfgatrú í þeim skilningi. Hann sé ekki beint kirkjurækinn en myndi þó alltaf þó skilgreina sig sem kristnitrúar. Ég trúi bara hreinlega á það að það sé einhverskonar æðri máttur sem hefur hjálpað mér í gegnum allt. Sama hvort að það er kvíði eða eitthvað annað.
Einkalífið Tónlist Tengdar fréttir Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Sjá meira
Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44