„Talaði um það síðustu þrjár vikur að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. apríl 2023 22:40 Rúnar Ingi Erlingsson var svekktur með tíu stiga tap gegn Keflavík Vísir/Snædís Bára Njarðvík tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tíu stiga tap 74-64 í Blue-höllinni. „Tapaðir boltar fóru með þennan leik. Við vorum með ellefu tapaða bolta í fyrri hálfleik en vorum samt í fínum málum. Á þessu sviði snýst leikurinn mikið um hvort liðið er betra í að halda skipulagi og við bognuðum í kvöld og við þurfum að skoða það. Við vorum við það að brotna þegar við vorum fimm stigum yfir og það er eitthvað sem við þurfum að breyta í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir tap gegn Keflavík. Aliyah A'taeya Collier, leikmaður Njarðvíkur, spilaði afar vel en fór meidd af velli og Rúnar sagði að það hafi verið vendipunkturinn í leiknum. „Vendipunkturinn var þegar Aliyah [A'taeya Collier] meiddist þar sem við vorum tveimur stigum undir. Okkur tókst ekki að bregðast við boltapressunni og þær ýttu okkur úr því sem við vildum gera og okkur tókst ekki að halda aga.“ „Ég veit ekki hvernig meiðslin hennar líta út og það verður að koma í ljós. Við munum reyna að gera allt til að koma henni í lag.“ Njarðvík gaf aðeins átta stoðsendingar í leiknum og Rúnar hafði miklar áhyggjur af því. „Það er vandamál. Ég talaði um það í öllum leikhléum og síðustu þrjár vikurnar að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing. Að hreyfa bolta, vera á réttum stöðum og fylla réttu svæðin við fórum í gegnum það á æfingum en við framkvæmdum það ekki í kvöld. Það er auðvelt að gera hlutina í tómu íþróttahúsi. Þegar þú ert kominn í fullt hús og með leikmenn í hvítu sem eru að berja þig þá svöruðum við með röngum aðferðum þar sem við drippluðum allt of mikið.“ „Ég mun tala enn þá meira um það að við verðum að dreifa boltanum betur um völlinn til þess að fá opin skot og þannig ætlum við að vinna Keflavík,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur með litla boltahreyfingu Njarðvíkur. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
„Tapaðir boltar fóru með þennan leik. Við vorum með ellefu tapaða bolta í fyrri hálfleik en vorum samt í fínum málum. Á þessu sviði snýst leikurinn mikið um hvort liðið er betra í að halda skipulagi og við bognuðum í kvöld og við þurfum að skoða það. Við vorum við það að brotna þegar við vorum fimm stigum yfir og það er eitthvað sem við þurfum að breyta í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir tap gegn Keflavík. Aliyah A'taeya Collier, leikmaður Njarðvíkur, spilaði afar vel en fór meidd af velli og Rúnar sagði að það hafi verið vendipunkturinn í leiknum. „Vendipunkturinn var þegar Aliyah [A'taeya Collier] meiddist þar sem við vorum tveimur stigum undir. Okkur tókst ekki að bregðast við boltapressunni og þær ýttu okkur úr því sem við vildum gera og okkur tókst ekki að halda aga.“ „Ég veit ekki hvernig meiðslin hennar líta út og það verður að koma í ljós. Við munum reyna að gera allt til að koma henni í lag.“ Njarðvík gaf aðeins átta stoðsendingar í leiknum og Rúnar hafði miklar áhyggjur af því. „Það er vandamál. Ég talaði um það í öllum leikhléum og síðustu þrjár vikurnar að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing. Að hreyfa bolta, vera á réttum stöðum og fylla réttu svæðin við fórum í gegnum það á æfingum en við framkvæmdum það ekki í kvöld. Það er auðvelt að gera hlutina í tómu íþróttahúsi. Þegar þú ert kominn í fullt hús og með leikmenn í hvítu sem eru að berja þig þá svöruðum við með röngum aðferðum þar sem við drippluðum allt of mikið.“ „Ég mun tala enn þá meira um það að við verðum að dreifa boltanum betur um völlinn til þess að fá opin skot og þannig ætlum við að vinna Keflavík,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur með litla boltahreyfingu Njarðvíkur.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira