Gagnist ekki fátækum en þó þeim sem hafi milljónir á milli handanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2023 11:05 Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og verðandi ráðherra, vill breytingar á erfðalögum. Vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurkjördæmi leggja í nýju frumvarpi til að foreldrar fái að gefa börnum sínum tíu milljónir króna skattfrjálst í arf. Þó slík lög gagnist ekki tekjulágum hér á landi sé um að ræða lága fjárhæð sem gæti nýst fjölmörgum fjölskyldum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lifa í hliðarveruleika. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og verðandi ráðherra, er til viðtals í Morgunblaðinuum frumvarp um breytingu á erfðalögum og lögum um erfðafjárskatt. Guðrún, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson sem öll eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, leggja til að foreldrar geti arfleitt börn sín um allt að tíu milljónir króna án þess að greiða þurfi af því skatt. Upphæðin verði vísitölutryggð svo réttindin haldi í við verðlag. Með frumvarpinu geti barn átt von á því að geta fengið samtals tuttugu milljónir króna skattfrjálst frá báðum foreldrum. Dreifa megi úr gjöfinni yfir tíu ára tímabil. Geti gagnast fjölmörgum Guðrún segir frumvarpið hafa orðið til vegna ástandsins á húsnæðismarkaði þar sem foreldrar reyni margir hverjir að aðstoða börn sín að komast inn á markaðinn. Stýrivextir hafa farið hratt vaxandi undanfarna mánuði og húsnæðislánin um leið. Guðrún segir erfðafjárskattinn á Íslandi bæði háan og ósanngjarnan. „Við erum að tala um að færa fé á milli kynslóða og af þessu fjármagni er búið að greiða skatta,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún þar til þess að foreldrarnir hafi þegar greitt skatt af tekjum sínum þegar þeirra var aflað. Þá geri hún sér grein fyrir því að úrræðið muni ekki nýtast þeim sem berjist í bökkum hér á landi, þeir tekjulægstu. Úrræðið gæti þó gagnast fjölmörgum sem hafi peninga á milli handanna. Þingmenn eigi að starfa fyrir almenning, ekki fáa auðuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur þingmenn ríkisstjórnarflokksins lifa í einhverjum hliðarveruleika. Hún þakkar fyrir að um þingmannafrumvarp sé að ræða en ekki ríkisstjórnarfrumvarp. Líkurnar á að það verði samþykkt séu því minni. Helga Vala hefur ýmislegt við frumvarpið að athuga.vísir/vilhelm „Ég vona að börnin mín haldi ekki að það sé alvanalegt að foreldrar eigi 10 milljónir til að gefa hverju barni í fasteignakaup. Það er algjör undantekning og ég tel okkur þingmenn eiga fyrst og fremst að starfa fyrir almenning ekki fáa auðuga. Þar eiga okkar áherslur að liggja,“ segir Helga Vala. Hún hefur rýnt í greinargerðina sem fylgir frumvarpinu. Þar komi ýmislegt áhugavert í ljós. Gjöfin komi ekki til frádráttar „Þar er til dæmis áréttað að ef foreldrar ákveða að gefa barni sínu 100 milljónir þá (neyðast) börnin til að greiða erfðafjárskatt af 90 milljónum.“ Þar er tekið dæmi. „Ef foreldrar ákveða að afhenda 100 milljónir króna til erfingja, leiðir það til þess að 10 milljónir eru afhentar í samræmi við þær breytingar sem hér eru lagðar til og síðan væri gerð erfðafjárskýrsla um þá fjármuni sem eru umfram 10 milljónir króna og af þeim greiddur erfðafjárskattur líkt og tíðkast.“ Þá komi líka fram að gjöfin komi ekki til frádráttar við uppgjör dánarbúsins í lokin. „Ég get ekki skilið það öðru vísi en svo að foreldrar geti ákveðið að gefa einu barna sinna (lagasetning fyrir uppáhaldsbarnið) fjármuni sem ekki komi til frádráttar í heildarútgreiðslu úr búi.“ Uppfært klukkan 17:00 Guðrún og Helga Vala tókust á um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Alþingi Fjölskyldumál Skattar og tollar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og verðandi ráðherra, er til viðtals í Morgunblaðinuum frumvarp um breytingu á erfðalögum og lögum um erfðafjárskatt. Guðrún, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson sem öll eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, leggja til að foreldrar geti arfleitt börn sín um allt að tíu milljónir króna án þess að greiða þurfi af því skatt. Upphæðin verði vísitölutryggð svo réttindin haldi í við verðlag. Með frumvarpinu geti barn átt von á því að geta fengið samtals tuttugu milljónir króna skattfrjálst frá báðum foreldrum. Dreifa megi úr gjöfinni yfir tíu ára tímabil. Geti gagnast fjölmörgum Guðrún segir frumvarpið hafa orðið til vegna ástandsins á húsnæðismarkaði þar sem foreldrar reyni margir hverjir að aðstoða börn sín að komast inn á markaðinn. Stýrivextir hafa farið hratt vaxandi undanfarna mánuði og húsnæðislánin um leið. Guðrún segir erfðafjárskattinn á Íslandi bæði háan og ósanngjarnan. „Við erum að tala um að færa fé á milli kynslóða og af þessu fjármagni er búið að greiða skatta,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún þar til þess að foreldrarnir hafi þegar greitt skatt af tekjum sínum þegar þeirra var aflað. Þá geri hún sér grein fyrir því að úrræðið muni ekki nýtast þeim sem berjist í bökkum hér á landi, þeir tekjulægstu. Úrræðið gæti þó gagnast fjölmörgum sem hafi peninga á milli handanna. Þingmenn eigi að starfa fyrir almenning, ekki fáa auðuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur þingmenn ríkisstjórnarflokksins lifa í einhverjum hliðarveruleika. Hún þakkar fyrir að um þingmannafrumvarp sé að ræða en ekki ríkisstjórnarfrumvarp. Líkurnar á að það verði samþykkt séu því minni. Helga Vala hefur ýmislegt við frumvarpið að athuga.vísir/vilhelm „Ég vona að börnin mín haldi ekki að það sé alvanalegt að foreldrar eigi 10 milljónir til að gefa hverju barni í fasteignakaup. Það er algjör undantekning og ég tel okkur þingmenn eiga fyrst og fremst að starfa fyrir almenning ekki fáa auðuga. Þar eiga okkar áherslur að liggja,“ segir Helga Vala. Hún hefur rýnt í greinargerðina sem fylgir frumvarpinu. Þar komi ýmislegt áhugavert í ljós. Gjöfin komi ekki til frádráttar „Þar er til dæmis áréttað að ef foreldrar ákveða að gefa barni sínu 100 milljónir þá (neyðast) börnin til að greiða erfðafjárskatt af 90 milljónum.“ Þar er tekið dæmi. „Ef foreldrar ákveða að afhenda 100 milljónir króna til erfingja, leiðir það til þess að 10 milljónir eru afhentar í samræmi við þær breytingar sem hér eru lagðar til og síðan væri gerð erfðafjárskýrsla um þá fjármuni sem eru umfram 10 milljónir króna og af þeim greiddur erfðafjárskattur líkt og tíðkast.“ Þá komi líka fram að gjöfin komi ekki til frádráttar við uppgjör dánarbúsins í lokin. „Ég get ekki skilið það öðru vísi en svo að foreldrar geti ákveðið að gefa einu barna sinna (lagasetning fyrir uppáhaldsbarnið) fjármuni sem ekki komi til frádráttar í heildarútgreiðslu úr búi.“ Uppfært klukkan 17:00 Guðrún og Helga Vala tókust á um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Alþingi Fjölskyldumál Skattar og tollar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira