María greinir frá gleðitíðindunum í hjartnæmri færslu á Instagram. Þar segir hún frá því að stúlkan, sem hingað til hefur verið kölluð Plóma, hafi fæðst klukkan 16:42 í gær.
„Á sama tíma ómaði So Long Marianne með Leonard Cohen í hátalaranum. Lag sem hefur fylgt mér og minni fjölskyldu frá því ég að man eftir mér. Alltaf spilað um áramót og dansað. Og þannig kom hún. Öskrandi en á sama tíma dansandi inn í heiminn. Og hún er svo sannarlega búin að stimpla sig inn sem litla systirin á okkar stóra heimili. Hjörtun stútfull af ást og þakklæti. Við erum heppnustu konur í heimi,“ skrifar María.
Þær María og Ingileif hafa verið saman í hafa verið saman í tæpan áratug og hafa þær staðið framarlega í baráttu fyrir hinseginréttindum. Þær giftu sig á Flateyri árið 2018 og eiga fyrir tvo drengi.
„Ég sit hér í húsinu okkar. Komin með happaþrennu og lífið gæti einfaldlega ekki verið betra,“ skrifar María að lokum.