Stéttaskipting felist í núgildandi reglum um dýrahald Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 18:52 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins fer fyrir frumvarpi um breytingu á fjöleignahúsalögum sem myndi gera katta- og hundahald ekki háð leyfi annarra íbúa fjöleignarhúsa. Hún segir mikla stéttaskiptingu felast í núgildandi lögum. Undirskriftalisti til stuðnings frumvarpinu var settur á fót í gær og hafa þegar um 3.500 manns skrifað undir. „Við erum alltaf að heyra af sorgarsögum í samfélaginu þar sem fólk er orðið eitt eftir jafnvel og það eina sem það hefur í félagsskap er kisinn sinn eða voffinn sem hefur kannski fylgt fólki í mörg ár,“ segir Inga sem var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Þetta er algjör mismunun, þetta er óréttlátt að einstaklingur þurfi að hafa efni á því að búa í húsnæði með sérbýli eða einbýlishúsi til að geta haldið gæludýr, en þannig er það í dag.“ Inga segir að með breytingunni myndi áfram gilda svokallaður nábýlisréttur. Hún segir að þverpólitísk samstaða sé að baki frumvarpinu á Alþingi. „Víða þar sem ég hef komið virðist það vera eðlilegur hluti af tilverunni að eiga sinn fjórfætta vin, og að hann geti trítlað með þér nánast hvert sem þú ferð. Hér á landi var auðvitað sett bann á hundahald, að ég held 1924. Það er ekki fyrr en á tíunda áratugnum þegar hægt var að sækja um leyfi til að sækja um hund,“ segir Inga. Húsfélög gætu áfram sett sérreglur um dýrahald og bannað þau dýr sem séu óalandi. Í núgildandi lögum þurfa 2/3 íbúa í fjölbýlishúsi að samþykkja dýrahaldið. „Það er verið að mismuna fólki harkalega. Venjulega er það sá þjóðfélagshópur sem býr við bágustu kjörin sem er níðst á í allar áttir og líka hvað þetta varðar,“ segir Inga. Hún kveðst óviss um hvort að frumvarpið nái fram að ganga. „Maður gerir sér alltaf svo litlar vonir, þó maður sé undir niðri að vonast til að eitthvað gerist. Sérstaklega þegar maður finnur að það er jákvæð bylgja inni í þingi.“ Viðtalið við Ingu má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Flokkur fólksins Dýr Málefni fjölbýlishúsa Gæludýr Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Undirskriftalisti til stuðnings frumvarpinu var settur á fót í gær og hafa þegar um 3.500 manns skrifað undir. „Við erum alltaf að heyra af sorgarsögum í samfélaginu þar sem fólk er orðið eitt eftir jafnvel og það eina sem það hefur í félagsskap er kisinn sinn eða voffinn sem hefur kannski fylgt fólki í mörg ár,“ segir Inga sem var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Þetta er algjör mismunun, þetta er óréttlátt að einstaklingur þurfi að hafa efni á því að búa í húsnæði með sérbýli eða einbýlishúsi til að geta haldið gæludýr, en þannig er það í dag.“ Inga segir að með breytingunni myndi áfram gilda svokallaður nábýlisréttur. Hún segir að þverpólitísk samstaða sé að baki frumvarpinu á Alþingi. „Víða þar sem ég hef komið virðist það vera eðlilegur hluti af tilverunni að eiga sinn fjórfætta vin, og að hann geti trítlað með þér nánast hvert sem þú ferð. Hér á landi var auðvitað sett bann á hundahald, að ég held 1924. Það er ekki fyrr en á tíunda áratugnum þegar hægt var að sækja um leyfi til að sækja um hund,“ segir Inga. Húsfélög gætu áfram sett sérreglur um dýrahald og bannað þau dýr sem séu óalandi. Í núgildandi lögum þurfa 2/3 íbúa í fjölbýlishúsi að samþykkja dýrahaldið. „Það er verið að mismuna fólki harkalega. Venjulega er það sá þjóðfélagshópur sem býr við bágustu kjörin sem er níðst á í allar áttir og líka hvað þetta varðar,“ segir Inga. Hún kveðst óviss um hvort að frumvarpið nái fram að ganga. „Maður gerir sér alltaf svo litlar vonir, þó maður sé undir niðri að vonast til að eitthvað gerist. Sérstaklega þegar maður finnur að það er jákvæð bylgja inni í þingi.“ Viðtalið við Ingu má hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Flokkur fólksins Dýr Málefni fjölbýlishúsa Gæludýr Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira