Lögregla rannsakar möguleg lögbrot starfsmannsins að Reykjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 12:27 Fjölmörg börn hafa sótt skólabúðirnar að Reykjum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur hafið rannsókn vegna starfsmanns skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði, sem sagt var upp á dögunum eftir að upp komst að hann hefði kennt börnum að vinna sér skaða. Frá þessu greinir RÚV og hefur eftir Birgi Jónssyni, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Hann segir lögreglu hafa tekið ákvörðun um að rannsaka málið að eigin frumkvæði; ekki hafi borist kærur frá foreldrum. Rannsókn málsins er á frumstigi en til skoðunar er meðal annars hvort starfsmaðurinn hafi brotið gegn 99. grein barnaverndarlaga þar sem segir: „Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ „Þetta er mikill harmleikur“ „Í síðustu viku kom upp atvik hjá okkur sem leiddi til þess að viðkomandi var sagt upp störfum hjá okkur,“ sagði Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi þegar málið kom fyrst upp. Samkvæmt heimildum Vísis sýndi starfsmaðurinn börnunum aðferðir við að vinna sér mein og ræddi um hvernig tilfinning það væri að deyja. Þá talaði hann einnig um valdamismun milli kynjanna. „Ég ætla ekki að fara út í það sem átti sér stað. Ég á erfitt með að tjá mig um það allt saman. En það er þannig að það var farið í mál sem samræmist ekki okkar kennsluáætlun. Engan veginn. Þarna var farið töluvert langt út fyrir það allt saman, það sem við leggjum upp fyrir þessar kennslustundir,“ sagði Sigurður. Hann sagði um 30 börn hafa verið í umræddri kennslustund, sem sögðu kennurum sínum frá. „Þetta er mikill harmleikur,“ sagði hann. Seinna kom í ljós að fleiri skólar höfðu gert athugasemdir við kennslu starfsmannsins. Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Húnaþing vestra Mannréttindi Tengdar fréttir Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV og hefur eftir Birgi Jónssyni, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Hann segir lögreglu hafa tekið ákvörðun um að rannsaka málið að eigin frumkvæði; ekki hafi borist kærur frá foreldrum. Rannsókn málsins er á frumstigi en til skoðunar er meðal annars hvort starfsmaðurinn hafi brotið gegn 99. grein barnaverndarlaga þar sem segir: „Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ „Þetta er mikill harmleikur“ „Í síðustu viku kom upp atvik hjá okkur sem leiddi til þess að viðkomandi var sagt upp störfum hjá okkur,“ sagði Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi þegar málið kom fyrst upp. Samkvæmt heimildum Vísis sýndi starfsmaðurinn börnunum aðferðir við að vinna sér mein og ræddi um hvernig tilfinning það væri að deyja. Þá talaði hann einnig um valdamismun milli kynjanna. „Ég ætla ekki að fara út í það sem átti sér stað. Ég á erfitt með að tjá mig um það allt saman. En það er þannig að það var farið í mál sem samræmist ekki okkar kennsluáætlun. Engan veginn. Þarna var farið töluvert langt út fyrir það allt saman, það sem við leggjum upp fyrir þessar kennslustundir,“ sagði Sigurður. Hann sagði um 30 börn hafa verið í umræddri kennslustund, sem sögðu kennurum sínum frá. „Þetta er mikill harmleikur,“ sagði hann. Seinna kom í ljós að fleiri skólar höfðu gert athugasemdir við kennslu starfsmannsins.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Húnaþing vestra Mannréttindi Tengdar fréttir Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42