Katrín Halldóra greinir frá því á Facebook síðu sinni að von sé á lítilli stúlku í júlí. Hamingjuóskum rignir yfir parið.
Stúlkan er þeirra annað barn saman því fyrir eiga þau dreng sem fæddur er árið 2020. Hallgrímur á einn son úr fyrra sambandi.
Katrín Halldóra sló eftirminnilega í gegn í hlutverki söngkonunnar Ellýjar Vilhjálmsdóttur í söngleiknum Ellý sem sýndur var 220 sinnum í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Þessa dagana fer hún með hlutverk í sýningunni Hvað sem þið viljið í Þjóðleikhúsinu.