Sextán ára farinn að spila á Hótel Sögu fyrir blindfullt fólk Íris Hauksdóttir skrifar 7. apríl 2023 07:01 Jón var einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns. Hann þurfti á einum tímapunkti að velja á milli Bítlavinafélagsins og Sálarinnar og hugurinn var meira sálarmegin. Vísir Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fagnar sextugsafmæli sínu með stórtónleikum í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Af því tilefni settist Jón niður með Ómari Úlfi og fór yfir magnaðan feril með hljómsveitunum Possibillies, Bítavinafélaginu og Nýdönsk. Þá er Jón einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns og hefur unnið mikið í leikhúsi. Jón komst snemma í tæri við píanóið en það var píanó á heimilinu og hann kenndi sjálfum sér ungur að spila lög með Bítlunum og Herman´s Hermit. „Mér leiddist að læra en námið var ekki eins umburðarlynt og það er í dag. En ég er fæddur með fínt tóneyra og það hefur stundum skilað sér vel. Ég er þakklátur í dag því þetta er það sem ég geri.“ Móðir Jóns hélt honum frá hljómsveitabrölti í gagnfræðaskóla en faðir Jóns, Ólafur Gunnarsson, hafði verið gítarleikari í Lúdó sextett. „Það var svo mikið sukk á þessum köllum þá og mamma hafði áhyggjur af því. Sextán ára var ég farinn að spila dinnertónlist á Hótel Sögu með blindfullu fólki með bjórlíki sem var ekkert sérstaklega góður félagsskapur en ég fékk pening. Í kjölfarið fékk ég að spila í uppfærslu á Evítu með Hljómsveit Birgis Gunnarssonar og þar var mér hent út í djúpu laugina. Í framhaldinu gekk ég til liðs við hljómsveitina og spilaði með Gömludansabandinu samhliða skóla svo það má segja að ég hafi byrjað á öfugum enda. Tók tónlistina ekki alvarlega Ég lærði svakalega mikið á þessu, meðal annars lærði ég mörg hundruð lög og þarna fóru þeir að láta mig syngja samhliða með. Í Versló fór ég svo að spila með bandinu Fjórir piltar á Grundarstíg og danshljómsveitinni Toppmenn. Við settum upp Rocky Horror þar sem Felix Bergsson var aðal maðurinn. 21 árs stjórnaði ég nemendamótinu og þarna ákváðum við að gera plötu. Það var mikið fyrirtæki og dýrt að fara í stúdíó. Við unnum allar nætur en ég var rosa mikið á þessum árum að taka tónlist ekki of alvarlega. Sjáum það á Móðurást að þetta er mikið djók, ég var þannig í útvarpinu líka, algjör galgopi.“ Lagið Þrisvar í viku með Bítlavinafélaginu fór beint á topp vinsældarlista Rásar 2 í sömu viku og lagið kom út. Óánægjuraddir heyrðust úr íslenska tónlistarbransanum því að Jón starfaði á þessum tíma sem útvarpsmaður á Rás 2 og talið var að hann hefði komið laginu sjálfur á toppinn. „Það fór í taugarnar á mörgum að við í okkar rúllukragapeysum létum eins og fífl hvort sem við vorum að „mæma“ hjá Hemma Gunn eða gefa út plötu sem seldist kannski í 10 þúsund eintökum. Við vorum aldrei eðlilegir meðan kollegar okkar voru kannski að reyna að semja eitthvað gott og seldu ekki neitt. Það varð bara mikil öfund.“ En hvernig var það að vera nýlega útskrifaður úr menntaskóla, í poppbandi og útvarpsmaður, þjóðfrægur, fór það ekkert í hausinn á þér? „Ég held ég hafi ekkert verið skemmtilegasta útgáfan af sjálfum mér á þessum árum. Ekki hrokafullur en frakkur og sagði allt sem mér fannst og hræddist ekki neitt. Ég held að frægðin hafi ekki stigið mér til höfuðs en þetta var sérstakt. Ég sullaði fyrstu sumrin mikið í alkahóli og gat spilað glettilega vel en auðvitað átti maður líka sín augnablik sem maður er ekkert stoltur af í dag. Engin stemning fyrir Sálinni í upphafi Jón var einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns. Hann þurfti á einum tímapunkti að velja á milli Bítlavinafélagsins og Sálarinnar og hugurinn var meira Sálarmegin. „Ég þurfti að draga Gumma (Guðmund Jónsson) inn í upphafi. Sveitaböllin voru það sem maður fékk pening fyrir en hann var alveg búinn á því þarna. Ekkert gekk upp hjá honum og allt þungt og hann sá engan tilgang en ég lagðist á hann að gefa þessu séns. Það byrjaði ekkert vel og við fórum af stað um sumarið en þarna var engin stemning fyrir sálartónlist á Íslandi. Svo fór Stebbi (Stefán Hilmarsson) í Eurovision með Sókrates og við hentum því inn í prógrammið og alveg eins og Þrisvar í viku gerði allt fyrir Bítlavinafélagið gerði Tjá og tundri og Hey kanína allt fyrir Sálina. Og þá langaði Gumma og Stebba að halda áfram. Nennti ekki að sprella lengur Víkur þá sögunni að Nýdönsk. Jón féll algerlega í stafi þegar að hann heyrði Daníel Ágúst syngja Hjálpaðu mér upp í hljóðverinu. Kom titrandi heim um kvöldið fullviss um að hafa lifað merkilega stund í íslenskri tónlistarsögu. Hvar hittirðu Björn (Jörund) og Daníel í fyrsta sinn? „Við höfum örugglega hist fyrst þegar ég og Rabbi (Rafn Jónsson) pródúseruðum Hólmfríði og plötuna Frostlög. Hólmfríður var fyrsti smellurinn þeirra og þá vantaði pródúsent og við Rabbi vorum ráðnir í það. Ég man rosa vel eftir fyrstu upptökunni þeirra og þó ég væri aðeins eldri en þeir náðum við mjög vel saman og fundum strax að við vorum bara á sömu línu. Þetta var algjörlega það sem ég þurfti því þó ég hafi verið að sprella þarna framan af nennti ég því ekki lengur og langaði að gera eitthvað að viti. Ég fann það með strákunum að þetta var hljómsveit sem ég vildi vera með í.“ Aldrei sterkir á sveitaböllum Ykkur var einhvern tímann líst sem metnaðarfullu poppbandi sem spilaði á sveitaböllum. „Já, það var eina leiðin fyrir okkur að spila fyrir fólk en við vorum aldrei sterkir á sveitaböllum – mun betri á skólaböllum. Það voru allt aðrar hljómsveitir sterkari þar. Við vorum með ákveðinn metnað í músikinni. Á meðan Gummi og Stebbi sungu Na na na í þrjár mínútur þangað til allir lærðu það þá vorum við að spila Nostradamus. Við vorum ekki tilbúnir að slaka á gæðunum þó við værum að spila á sveitaböllum.“ Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Tónlist Bylgjan Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Jón komst snemma í tæri við píanóið en það var píanó á heimilinu og hann kenndi sjálfum sér ungur að spila lög með Bítlunum og Herman´s Hermit. „Mér leiddist að læra en námið var ekki eins umburðarlynt og það er í dag. En ég er fæddur með fínt tóneyra og það hefur stundum skilað sér vel. Ég er þakklátur í dag því þetta er það sem ég geri.“ Móðir Jóns hélt honum frá hljómsveitabrölti í gagnfræðaskóla en faðir Jóns, Ólafur Gunnarsson, hafði verið gítarleikari í Lúdó sextett. „Það var svo mikið sukk á þessum köllum þá og mamma hafði áhyggjur af því. Sextán ára var ég farinn að spila dinnertónlist á Hótel Sögu með blindfullu fólki með bjórlíki sem var ekkert sérstaklega góður félagsskapur en ég fékk pening. Í kjölfarið fékk ég að spila í uppfærslu á Evítu með Hljómsveit Birgis Gunnarssonar og þar var mér hent út í djúpu laugina. Í framhaldinu gekk ég til liðs við hljómsveitina og spilaði með Gömludansabandinu samhliða skóla svo það má segja að ég hafi byrjað á öfugum enda. Tók tónlistina ekki alvarlega Ég lærði svakalega mikið á þessu, meðal annars lærði ég mörg hundruð lög og þarna fóru þeir að láta mig syngja samhliða með. Í Versló fór ég svo að spila með bandinu Fjórir piltar á Grundarstíg og danshljómsveitinni Toppmenn. Við settum upp Rocky Horror þar sem Felix Bergsson var aðal maðurinn. 21 árs stjórnaði ég nemendamótinu og þarna ákváðum við að gera plötu. Það var mikið fyrirtæki og dýrt að fara í stúdíó. Við unnum allar nætur en ég var rosa mikið á þessum árum að taka tónlist ekki of alvarlega. Sjáum það á Móðurást að þetta er mikið djók, ég var þannig í útvarpinu líka, algjör galgopi.“ Lagið Þrisvar í viku með Bítlavinafélaginu fór beint á topp vinsældarlista Rásar 2 í sömu viku og lagið kom út. Óánægjuraddir heyrðust úr íslenska tónlistarbransanum því að Jón starfaði á þessum tíma sem útvarpsmaður á Rás 2 og talið var að hann hefði komið laginu sjálfur á toppinn. „Það fór í taugarnar á mörgum að við í okkar rúllukragapeysum létum eins og fífl hvort sem við vorum að „mæma“ hjá Hemma Gunn eða gefa út plötu sem seldist kannski í 10 þúsund eintökum. Við vorum aldrei eðlilegir meðan kollegar okkar voru kannski að reyna að semja eitthvað gott og seldu ekki neitt. Það varð bara mikil öfund.“ En hvernig var það að vera nýlega útskrifaður úr menntaskóla, í poppbandi og útvarpsmaður, þjóðfrægur, fór það ekkert í hausinn á þér? „Ég held ég hafi ekkert verið skemmtilegasta útgáfan af sjálfum mér á þessum árum. Ekki hrokafullur en frakkur og sagði allt sem mér fannst og hræddist ekki neitt. Ég held að frægðin hafi ekki stigið mér til höfuðs en þetta var sérstakt. Ég sullaði fyrstu sumrin mikið í alkahóli og gat spilað glettilega vel en auðvitað átti maður líka sín augnablik sem maður er ekkert stoltur af í dag. Engin stemning fyrir Sálinni í upphafi Jón var einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns. Hann þurfti á einum tímapunkti að velja á milli Bítlavinafélagsins og Sálarinnar og hugurinn var meira Sálarmegin. „Ég þurfti að draga Gumma (Guðmund Jónsson) inn í upphafi. Sveitaböllin voru það sem maður fékk pening fyrir en hann var alveg búinn á því þarna. Ekkert gekk upp hjá honum og allt þungt og hann sá engan tilgang en ég lagðist á hann að gefa þessu séns. Það byrjaði ekkert vel og við fórum af stað um sumarið en þarna var engin stemning fyrir sálartónlist á Íslandi. Svo fór Stebbi (Stefán Hilmarsson) í Eurovision með Sókrates og við hentum því inn í prógrammið og alveg eins og Þrisvar í viku gerði allt fyrir Bítlavinafélagið gerði Tjá og tundri og Hey kanína allt fyrir Sálina. Og þá langaði Gumma og Stebba að halda áfram. Nennti ekki að sprella lengur Víkur þá sögunni að Nýdönsk. Jón féll algerlega í stafi þegar að hann heyrði Daníel Ágúst syngja Hjálpaðu mér upp í hljóðverinu. Kom titrandi heim um kvöldið fullviss um að hafa lifað merkilega stund í íslenskri tónlistarsögu. Hvar hittirðu Björn (Jörund) og Daníel í fyrsta sinn? „Við höfum örugglega hist fyrst þegar ég og Rabbi (Rafn Jónsson) pródúseruðum Hólmfríði og plötuna Frostlög. Hólmfríður var fyrsti smellurinn þeirra og þá vantaði pródúsent og við Rabbi vorum ráðnir í það. Ég man rosa vel eftir fyrstu upptökunni þeirra og þó ég væri aðeins eldri en þeir náðum við mjög vel saman og fundum strax að við vorum bara á sömu línu. Þetta var algjörlega það sem ég þurfti því þó ég hafi verið að sprella þarna framan af nennti ég því ekki lengur og langaði að gera eitthvað að viti. Ég fann það með strákunum að þetta var hljómsveit sem ég vildi vera með í.“ Aldrei sterkir á sveitaböllum Ykkur var einhvern tímann líst sem metnaðarfullu poppbandi sem spilaði á sveitaböllum. „Já, það var eina leiðin fyrir okkur að spila fyrir fólk en við vorum aldrei sterkir á sveitaböllum – mun betri á skólaböllum. Það voru allt aðrar hljómsveitir sterkari þar. Við vorum með ákveðinn metnað í músikinni. Á meðan Gummi og Stebbi sungu Na na na í þrjár mínútur þangað til allir lærðu það þá vorum við að spila Nostradamus. Við vorum ekki tilbúnir að slaka á gæðunum þó við værum að spila á sveitaböllum.“ Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Tónlist Bylgjan Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira