Fimmtíu ár liðin frá andláti Pablo Picasso Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. apríl 2023 14:28 Pablo Picasso (1881 - 1973) er einn áhrifamesti listmálari í sögu Spánar. Hann flutti til Frakklands í upphafi 20. aldarinnar og bjó þar æ síðan án þess nokkurn tíma að verða franskur ríkisborgari. Sanford Roth/Getty Images Þess er minnst á Spáni í dag, og reyndar víðar, að hálf öld er liðin frá andláti Pablo Picasso, mesta listmálara Spánar á 20. öldinni. Verk hans seljast sem aldrei fyrr en þó hefur fallið á glansmyndina eftir að ofbeldisfull samskipti hans við konur komust í hámæli. Undrabarn og snillingur Pablo Picasso fæddist þann 25. október 1881 í Málaga á Suður-Spáni. Hann var undrabarn, snillingur, upphafsmaður kúbismans og einn allra fremsti listamaður 20. aldarinnar. Hann er mest seldi listamaður samtímans, þannig er t.a.m. talið að árið 2021 hafi um 3.500 verk eftir Picasso verið seld fyrir andvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Tugir sýninga um Picasso á þessu ári Spánverjar blása til sannkallaðrar veislu á þessu ári og eru um 50 sýningar á verkum Picasso fyrirhugaðar bara á Spáni og í Frakklandi þar sem hann bjó lungann af ævi sinni. Þá eru ótaldar allar aðrar sýningar í Evrópu og Bandaríkjunum. En ef áhugamenn um Pablo Picasso hafa áhuga á að heimsækja Spán, já eða Frakkland, þá er þetta árið til þess að gera það. Í fæðingarborg hans, Málaga finna menn Picasso-safnið sem var opnað fyrir 20 árum og í Barcelona er enn eldra Picasso-safn sem opnaði fyrir 60 árum. Frægasta verk Picasso; Guernica sem er ádeila á stríð og grimmilegar afleiðingar þess. Verkið er innblásið af loftárás þýska lofthersins á baskneska þorpið Guernica í apríl 1937. Sagnfræðingar telja að Hitler hafi viljað prófa afl flughersins sem hann var að byggja upp og hann fékk leyfi Francos til að myrða óbreytta borgara bæjarins.Denis Doyle/Getty Images Frægasta verkið er ádeila á stríð Þá er mörg verka Picassos að finna á Prado-safninu í Madrid, að ógleymdu hans allra frægasta verki Guernica, sem er á Reina Sofia safninu í Madrid. Verkið er innblásið af loftárás þýska og ítalska flughersins þann 26. apríl 1937 á baskneska bæinn Gernika þar sem hundruð óbreyttra borgara voru drepin. Picasso fyrirskipaði að þetta magnaða verk yrði ekki flutt til Spánar fyrr en fasistastjórn Francos liði undir lok og íbúar landsins yrðu frjálsir. Haustið 1981 var flogið með verkið til Madrid, með millilendingu í Keflavík, og síðan þá hefur það verið í Madrid, þrátt fyrir að íbúar Guernica telji að verkið eigi hvergi heima nema þar. Ein og hálf milljón manna skoða verkið á ári hverju, eða um 4.000 manns á dag. Þótti grimmur í samskiptum við konur Á síðustu árum hafa samskipti Picasso við ást- og sambýliskonur hans verið harðlega gagnrýnd og hann sakaður um að hafa beitt þær ofbeldi, andlegu jafnt sem líkamlegu. Þrátt fyrir að vera líklegasti frægasti listmálari Spánar á 20. öldinni, þá er aðeins til eitt einasta viðtal við Picasso á spænsku. Þar segist hann aldrei hafa gleymt Spáni og verði í raun meiri Spánverji við að búa í útlöndum. Spánn Myndlist Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Sjá meira
Undrabarn og snillingur Pablo Picasso fæddist þann 25. október 1881 í Málaga á Suður-Spáni. Hann var undrabarn, snillingur, upphafsmaður kúbismans og einn allra fremsti listamaður 20. aldarinnar. Hann er mest seldi listamaður samtímans, þannig er t.a.m. talið að árið 2021 hafi um 3.500 verk eftir Picasso verið seld fyrir andvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Tugir sýninga um Picasso á þessu ári Spánverjar blása til sannkallaðrar veislu á þessu ári og eru um 50 sýningar á verkum Picasso fyrirhugaðar bara á Spáni og í Frakklandi þar sem hann bjó lungann af ævi sinni. Þá eru ótaldar allar aðrar sýningar í Evrópu og Bandaríkjunum. En ef áhugamenn um Pablo Picasso hafa áhuga á að heimsækja Spán, já eða Frakkland, þá er þetta árið til þess að gera það. Í fæðingarborg hans, Málaga finna menn Picasso-safnið sem var opnað fyrir 20 árum og í Barcelona er enn eldra Picasso-safn sem opnaði fyrir 60 árum. Frægasta verk Picasso; Guernica sem er ádeila á stríð og grimmilegar afleiðingar þess. Verkið er innblásið af loftárás þýska lofthersins á baskneska þorpið Guernica í apríl 1937. Sagnfræðingar telja að Hitler hafi viljað prófa afl flughersins sem hann var að byggja upp og hann fékk leyfi Francos til að myrða óbreytta borgara bæjarins.Denis Doyle/Getty Images Frægasta verkið er ádeila á stríð Þá er mörg verka Picassos að finna á Prado-safninu í Madrid, að ógleymdu hans allra frægasta verki Guernica, sem er á Reina Sofia safninu í Madrid. Verkið er innblásið af loftárás þýska og ítalska flughersins þann 26. apríl 1937 á baskneska bæinn Gernika þar sem hundruð óbreyttra borgara voru drepin. Picasso fyrirskipaði að þetta magnaða verk yrði ekki flutt til Spánar fyrr en fasistastjórn Francos liði undir lok og íbúar landsins yrðu frjálsir. Haustið 1981 var flogið með verkið til Madrid, með millilendingu í Keflavík, og síðan þá hefur það verið í Madrid, þrátt fyrir að íbúar Guernica telji að verkið eigi hvergi heima nema þar. Ein og hálf milljón manna skoða verkið á ári hverju, eða um 4.000 manns á dag. Þótti grimmur í samskiptum við konur Á síðustu árum hafa samskipti Picasso við ást- og sambýliskonur hans verið harðlega gagnrýnd og hann sakaður um að hafa beitt þær ofbeldi, andlegu jafnt sem líkamlegu. Þrátt fyrir að vera líklegasti frægasti listmálari Spánar á 20. öldinni, þá er aðeins til eitt einasta viðtal við Picasso á spænsku. Þar segist hann aldrei hafa gleymt Spáni og verði í raun meiri Spánverji við að búa í útlöndum.
Spánn Myndlist Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Sjá meira