Glæpahringur sem svindlaði á túristum upprættur Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. apríl 2023 16:00 Spænska lögreglan (Guardia Civil) hefur rannsakað skipulagt svindl á erlendum ferðamönnum sem leita sér að leiguhúsnæði í u.þ.b. átta mánuði. Guardia Civil Spænska lögreglan handtók 29 manns í vikunni sem hafa stundað að leigja útlendum ferðamönnum íbúðir til lengri og skemmri tíma. Fólkið greiðir leiguna fyrir fram og svo grípur það í tómt þegar það kemur til Spánar. Rannsóknin hófst fyrir átta mánuðum Rannsókn málsins hefur staðið yfir síðan í september í fyrra. Auk þeirra 29 sem hafa verið handteknir eru 13 til viðbótar grunaðir um aðild að svikamyllunni. Rannsóknin hófst eftir að tilkynningum frá útlendingum um svindl tók að rigna yfir lögregluna. Svindlið á sér stað um allan Spán, frá Galisíu og Baskalandi í norðri niður í gegnum höfuðborgina, austur til Katalóníu og alla leið suður til Andalúsíu. Alls eru 18 sýslur og héruð tiltekin í tilkynningu lögreglunnar og 128 einstök mál eru til rannsóknar. Buðu mun lægri leigu en gengur og gerist Svindlararnir tóku myndir tilviljanakennt af íbúðum og húsum, auglýstu þau til leigu á vel þekktum leigusíðum á miklu lægra verði en gengur og gerist. Margir létu glepjast, svo sem sjá má, þeir voru látnir greiða fyrir fram og þegar þeir komu svo loks á áfangastað gripu þeir vitaskuld í tómt, orðnir tugum og hundruð þúsunda króna fátækari. Lögreglan segir að svindlið hafi verið afskaplega vel skipulagt. Einn hópur sá um að finna fallegar eignir og taka myndirnar, annar hópur sá um að auglýsa og koma eignunum inn á góðar vefsíður. Þriðji hópurinn sá svo um skjalagerð, bankareikninga, tölvupósta o.fl. Svo sá enn einn hópur um að millifæra peningana á bankareikninga sem erfitt var að rekja. Höfuðpaurinn sjálfur situr reyndar þegar í fangelsi, þar sem hann afplánar dóm fyrir umfangsmikið tölvusvindl. Lögreglan hefur nú þegar lokað um 75 bankareikningum sem notaðir voru við svindlið. Lögreglan ráðleggur erlendum ferðamönnum Spænska lögreglan hefur sett nokkur heilræði á vef sinn svo fólk sem leitar sér að húsnæði lendi síður í klóm svikahrappa. Þar sem fjöldi Íslendinga leigir húsnæði á Spáni á ári hverju er ekki úr vegi að renna yfir það helsta að lokum. Ekki láta flytja samskipti um leigu á annan vef en hinn viðurkennda leiguvef. Ekki treysta auglýsingum þar sem húsnæði og umhverfi er afar glæsilegt, en leiguverð undarlega lágt. Aldrei að greiða leiguverð að fullu fyrir fram. Eðlilegt er að greiða einhverja tryggingu sem aldrei nemur meira en 20-30% af heildarverði. Það er grundvallaratriði að samningurinn sé traustvekjandi og réttur, sem og að allar kvittanir fyrir greiðslu séu fyrir hendi. Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef spænsku lögreglunnar (Guardia Civil), fréttatilkynningin er því miður ekki tiltæk á ensku. Spánn Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Rannsóknin hófst fyrir átta mánuðum Rannsókn málsins hefur staðið yfir síðan í september í fyrra. Auk þeirra 29 sem hafa verið handteknir eru 13 til viðbótar grunaðir um aðild að svikamyllunni. Rannsóknin hófst eftir að tilkynningum frá útlendingum um svindl tók að rigna yfir lögregluna. Svindlið á sér stað um allan Spán, frá Galisíu og Baskalandi í norðri niður í gegnum höfuðborgina, austur til Katalóníu og alla leið suður til Andalúsíu. Alls eru 18 sýslur og héruð tiltekin í tilkynningu lögreglunnar og 128 einstök mál eru til rannsóknar. Buðu mun lægri leigu en gengur og gerist Svindlararnir tóku myndir tilviljanakennt af íbúðum og húsum, auglýstu þau til leigu á vel þekktum leigusíðum á miklu lægra verði en gengur og gerist. Margir létu glepjast, svo sem sjá má, þeir voru látnir greiða fyrir fram og þegar þeir komu svo loks á áfangastað gripu þeir vitaskuld í tómt, orðnir tugum og hundruð þúsunda króna fátækari. Lögreglan segir að svindlið hafi verið afskaplega vel skipulagt. Einn hópur sá um að finna fallegar eignir og taka myndirnar, annar hópur sá um að auglýsa og koma eignunum inn á góðar vefsíður. Þriðji hópurinn sá svo um skjalagerð, bankareikninga, tölvupósta o.fl. Svo sá enn einn hópur um að millifæra peningana á bankareikninga sem erfitt var að rekja. Höfuðpaurinn sjálfur situr reyndar þegar í fangelsi, þar sem hann afplánar dóm fyrir umfangsmikið tölvusvindl. Lögreglan hefur nú þegar lokað um 75 bankareikningum sem notaðir voru við svindlið. Lögreglan ráðleggur erlendum ferðamönnum Spænska lögreglan hefur sett nokkur heilræði á vef sinn svo fólk sem leitar sér að húsnæði lendi síður í klóm svikahrappa. Þar sem fjöldi Íslendinga leigir húsnæði á Spáni á ári hverju er ekki úr vegi að renna yfir það helsta að lokum. Ekki láta flytja samskipti um leigu á annan vef en hinn viðurkennda leiguvef. Ekki treysta auglýsingum þar sem húsnæði og umhverfi er afar glæsilegt, en leiguverð undarlega lágt. Aldrei að greiða leiguverð að fullu fyrir fram. Eðlilegt er að greiða einhverja tryggingu sem aldrei nemur meira en 20-30% af heildarverði. Það er grundvallaratriði að samningurinn sé traustvekjandi og réttur, sem og að allar kvittanir fyrir greiðslu séu fyrir hendi. Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef spænsku lögreglunnar (Guardia Civil), fréttatilkynningin er því miður ekki tiltæk á ensku.
Spánn Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira