Tré rifnuðu upp með rótum í snjóflóðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 6. apríl 2023 10:42 Skemmdir á trjágróðri neðan Nesgils ofan hverfisins þar sem snjóflóð lenti á fjölbýlishúsi utarlega í byggðinni í Neskaupstað að morgni mánudags 27. mars. Veðurstofa Íslands/Óliver Hilmarsson Veðurstofan telur að keilur ofan varnargarða í Neskaupstað sem og brattir þvergarðar hafi virkað vel til þess að draga úr krafti snjóflóðanna sem féllu á bæinn í lok mars. Ljóst er að flóðin voru kraftmikil en stór grenitré rifnuðu upp með rótum í þeim. Síðustu daga hefur Veðurstofan unnið að mælingum á snjóflóðunum sem féllu í Neskaupstað í síðustu viku og hafist handa að vinna úr gögnum. Búið er að ljósmynda upptöku- og úthlaupssvæði þeirra af jörðu og úr lofti en starfsmenn hafa fengið aðstoð björgunarsveita og heimamanna við mælingar. Fyrsta snjóflóðið sem féll á bæinn mánudagsmorguninn 27. mars var þurrt flekaflóð líkt og næstu flóð sama dag. Féllu þau í kjölfar skammvinnri en ákafri snjókomu um nóttina. Náðu fyrstu flóðin langt og lentu á húsum undir Nesgili og stöðvuðu svo skammt ofan byggðar neðan Bakkagils. Fyrsta uppkast að útlínum snjóflóða sem féllu í Neskaupstað 27.-31. mars 2023. Unnið verður áfram úr gögnum og útlínur kunna að breytast eða fleiri útlínur bætast við. Verkís/Veðurstofan Miðvikudaginn 29. mars kom ný lægð að landinu með mikilli ofankomu, snjókomu í fyrstu, en svo tók að hlýna smátt og smátt og endaði úrkoman í rigningu alveg upp í fjallahæð á föstudag og laugardag. Þá féllu mörg stór flekaflóð við bæinn, meðal annars á snjóflóðakeilur ofan varnargarða. Þau flóð voru blautari og efnismeiri en náðu engu að síður langt og féllu á miklum hraða. Þegar snjóflóðin úr Nesgili og Bakkagili voru skoðuð nánar, eftir að skafrenningssnjór sem þakti snjóflóðstungurnar hafði bráðnað, kom í ljós að þau höfðu eyðilagt trjágróður á stórum svæðum og borið fram grjót og gróðurtorfur. Stór grenitré rifnuðu upp með rótum eða kubbuðust í sundur neðarlega. Birki og víðirunnar virtust aflagast og leggjast undan flóðinu án þess að brotna. Einföld skýringarmynd af snjóflóði sem líkist flóðunum sem féllu í Neskaupstað 27. mars. Stefna flóðsins er frá hægri til vinstri. (Mynd byggð á skýringarmynd Betty Sovilla við Svissnesku snjóflóðarannsóknastofnunina SLF í Davos)Veðurstofan „Iðufaldur er talinn hafa borist áfram á miklum hraða fremst í snjóflóðunum á Flateyri í janúar 2020. Iðufaldurinn barst yfir leiðigarða undir Skollahvilft og Innra-Bæjargili og snjóflóðið úr Innra-Bæjargili olli að mörgu leyti svipuðu tjóni á húsi og bílum og varð í Neskaupstað á mánudaginn. Leiðigarðurinn bægði hins vegar þétta kjarnanum frá og kom þar með í veg fyrir mun meiratjón en varð,“ segir á vef Veðurstofunnar. Fyrstu vettvangskannanir benda til þess að keilur ofan varnargarða í Neskaupstað sem og að brattir þvergarðar hafi virkað vel til þess að draga úr krafti iðufaldursins. Ummerki snjóflóðs sem féll mánudaginn 27. mars á 17 metra háum þvergarði undir Drangagili í Neskaupstað. Snjóflóðið rakst á garðinn á miklum hraða og snjórinn klesstist inn í netgrindur sem eru til styrkingar á brattri garðhliðinni. Snjórinn kastaðist upp á garðtoppinn á um 80 m löngum kafla og náði 10-20 m niður á neðri garðhliðina. Veðurstofa Íslands/Ragnar Heiðar Þrastarson Þegar flekasnjóflóð fara af stað myndast svokölluð „brotstál“ í upptakasvæðunum. Brotstálin eftir snjóflóðin sem fóru af stað á mánudaginn 27. mars eru víða illgreinanleg vegna þess að mikið fennti dagana á eftir. En brotstálin eftir snjóflóðin sem féllu seinni hluta vikunnar eru skýr. „Í Tröllagiljum og Drangagili í Neskaupstað eru svokölluð „upptakastoðvirki“ ofarlega í giljunum. Þau eru hönnuð til þess að draga úr stærð þeirra snjóflóða sem geta farið af stað. Þau gegna líka því hlutverki að fækka snjóflóðum, því flóðin eiga oft upptök efst undir klettum, þar sem stoðvirkin eru. Á þessum svæðum má ætla að snjóflóðin hafi orðið minni en ella vegna þess að stoðvirkin komu í veg fyrir að snjóflóð færu af stað á stórum svæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Óvissustigi aflýst Óvissustigi Almannavarna sem var í gildi á Austfjörðum hefur verið aflýst, sem og óvissustigi Veðurstofu Íslands. Við taka umfangsmikil verkefni við hreinsun og endurreisn samfélagsins. 4. apríl 2023 12:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Síðustu daga hefur Veðurstofan unnið að mælingum á snjóflóðunum sem féllu í Neskaupstað í síðustu viku og hafist handa að vinna úr gögnum. Búið er að ljósmynda upptöku- og úthlaupssvæði þeirra af jörðu og úr lofti en starfsmenn hafa fengið aðstoð björgunarsveita og heimamanna við mælingar. Fyrsta snjóflóðið sem féll á bæinn mánudagsmorguninn 27. mars var þurrt flekaflóð líkt og næstu flóð sama dag. Féllu þau í kjölfar skammvinnri en ákafri snjókomu um nóttina. Náðu fyrstu flóðin langt og lentu á húsum undir Nesgili og stöðvuðu svo skammt ofan byggðar neðan Bakkagils. Fyrsta uppkast að útlínum snjóflóða sem féllu í Neskaupstað 27.-31. mars 2023. Unnið verður áfram úr gögnum og útlínur kunna að breytast eða fleiri útlínur bætast við. Verkís/Veðurstofan Miðvikudaginn 29. mars kom ný lægð að landinu með mikilli ofankomu, snjókomu í fyrstu, en svo tók að hlýna smátt og smátt og endaði úrkoman í rigningu alveg upp í fjallahæð á föstudag og laugardag. Þá féllu mörg stór flekaflóð við bæinn, meðal annars á snjóflóðakeilur ofan varnargarða. Þau flóð voru blautari og efnismeiri en náðu engu að síður langt og féllu á miklum hraða. Þegar snjóflóðin úr Nesgili og Bakkagili voru skoðuð nánar, eftir að skafrenningssnjór sem þakti snjóflóðstungurnar hafði bráðnað, kom í ljós að þau höfðu eyðilagt trjágróður á stórum svæðum og borið fram grjót og gróðurtorfur. Stór grenitré rifnuðu upp með rótum eða kubbuðust í sundur neðarlega. Birki og víðirunnar virtust aflagast og leggjast undan flóðinu án þess að brotna. Einföld skýringarmynd af snjóflóði sem líkist flóðunum sem féllu í Neskaupstað 27. mars. Stefna flóðsins er frá hægri til vinstri. (Mynd byggð á skýringarmynd Betty Sovilla við Svissnesku snjóflóðarannsóknastofnunina SLF í Davos)Veðurstofan „Iðufaldur er talinn hafa borist áfram á miklum hraða fremst í snjóflóðunum á Flateyri í janúar 2020. Iðufaldurinn barst yfir leiðigarða undir Skollahvilft og Innra-Bæjargili og snjóflóðið úr Innra-Bæjargili olli að mörgu leyti svipuðu tjóni á húsi og bílum og varð í Neskaupstað á mánudaginn. Leiðigarðurinn bægði hins vegar þétta kjarnanum frá og kom þar með í veg fyrir mun meiratjón en varð,“ segir á vef Veðurstofunnar. Fyrstu vettvangskannanir benda til þess að keilur ofan varnargarða í Neskaupstað sem og að brattir þvergarðar hafi virkað vel til þess að draga úr krafti iðufaldursins. Ummerki snjóflóðs sem féll mánudaginn 27. mars á 17 metra háum þvergarði undir Drangagili í Neskaupstað. Snjóflóðið rakst á garðinn á miklum hraða og snjórinn klesstist inn í netgrindur sem eru til styrkingar á brattri garðhliðinni. Snjórinn kastaðist upp á garðtoppinn á um 80 m löngum kafla og náði 10-20 m niður á neðri garðhliðina. Veðurstofa Íslands/Ragnar Heiðar Þrastarson Þegar flekasnjóflóð fara af stað myndast svokölluð „brotstál“ í upptakasvæðunum. Brotstálin eftir snjóflóðin sem fóru af stað á mánudaginn 27. mars eru víða illgreinanleg vegna þess að mikið fennti dagana á eftir. En brotstálin eftir snjóflóðin sem féllu seinni hluta vikunnar eru skýr. „Í Tröllagiljum og Drangagili í Neskaupstað eru svokölluð „upptakastoðvirki“ ofarlega í giljunum. Þau eru hönnuð til þess að draga úr stærð þeirra snjóflóða sem geta farið af stað. Þau gegna líka því hlutverki að fækka snjóflóðum, því flóðin eiga oft upptök efst undir klettum, þar sem stoðvirkin eru. Á þessum svæðum má ætla að snjóflóðin hafi orðið minni en ella vegna þess að stoðvirkin komu í veg fyrir að snjóflóð færu af stað á stórum svæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Óvissustigi aflýst Óvissustigi Almannavarna sem var í gildi á Austfjörðum hefur verið aflýst, sem og óvissustigi Veðurstofu Íslands. Við taka umfangsmikil verkefni við hreinsun og endurreisn samfélagsins. 4. apríl 2023 12:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22
Óvissustigi aflýst Óvissustigi Almannavarna sem var í gildi á Austfjörðum hefur verið aflýst, sem og óvissustigi Veðurstofu Íslands. Við taka umfangsmikil verkefni við hreinsun og endurreisn samfélagsins. 4. apríl 2023 12:45