Tiger Woods varar fólk við að vanmeta sig á Masters Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. apríl 2023 14:15 Tiger Woods útilokar ekki að berjast á toppnum á Masters mótinu sem hefst í dag. Patrick Smith/Getty Images Tiger Woods, fimmfaldur meistari á Masters-mótinu í golfi, segir að fólk megi ekki afskrifa sig sem mögulegan sigurvegara í ár þrátt fyrir að hann geti ekki hreyft sig jafn vel og áður. Aðeins hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus hefur fagnað sigri oftar en Woods á Masters-mótinu, en Nicklaus vann mótið sex sinnum. Woods vann mótið í fyrsta sinn árið 1997 og hans seinasti sigur á mótinu kom svo 22 árum seinna, árið 2019. Þá var Woods að snúa aftur á golfvöllinn eftir að hafa gengist undir aðgerð á baki. Tiger Woods er af mörgum talinn einn allra besti kylfingur sögunnar, en hann hefur hins vegar ekki átt sjö dagana sæla á golfvellinum undanfarin ár. Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar árið 2021 og einhverjir óttuðust að hann gæti aldrei leikið golf á ný. Hann snéri þó til baka á Masters-mótið í fyrra og hafnaði í 47. sæti. „Hver veit hvort að ég sé ógn eða ekki í ár,“ sagði Woods á blaðamannafundi í gær. „Fólk hafði líklega ekki trú á því að ég væri ógn 2019 en það gekk ágætlega. Áður en ég gekkst undir aðgerðina var ég ekki viss um að ég gæti haldið áfram að spila.“ „En ég gat haldið áfram og svo vildi svo skemmtilega til að ég vann risamót í leiðinni, en eftir slysið hefur þetta verið erfitt,“ bætti Woods við. Tiger Woods has arrived at Augusta. pic.twitter.com/Vg2AezddqY— PGA TOUR (@PGATOUR) April 2, 2023 Masters-mótið er nú þegar hafið, en tekið var forskot á sæluna með Par 3 keppninni í gær þar sem Tom Hoge stóð uppi sem sigurvegari. Hoge segist þó ekki hafa áhyggjur af bölvuninni sem virðist hvíla á þeirri keppni, en engum kylfingi hefur tekist að vinna Masters-mótið eftir að hafa sigrað Par 3 keppnina. Fyrstu menn eru svo lagðir af stað á fyrsta hring mótsins. Tiger Woods verður í ráshóp með Victor Hovland og Xander Schauffele og leggja þeir af stap klukkan tæplega tuttugu mínútur yfir tvö. Stöö 2 Sport 4 sýnir svo frá mótinu í beinni útsendingu alla helgina og verður farið í loftið frá fyrsta degi á slaginu klukkan 19:00 í kvöld. Masters-mótið Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska Sjá meira
Aðeins hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus hefur fagnað sigri oftar en Woods á Masters-mótinu, en Nicklaus vann mótið sex sinnum. Woods vann mótið í fyrsta sinn árið 1997 og hans seinasti sigur á mótinu kom svo 22 árum seinna, árið 2019. Þá var Woods að snúa aftur á golfvöllinn eftir að hafa gengist undir aðgerð á baki. Tiger Woods er af mörgum talinn einn allra besti kylfingur sögunnar, en hann hefur hins vegar ekki átt sjö dagana sæla á golfvellinum undanfarin ár. Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar árið 2021 og einhverjir óttuðust að hann gæti aldrei leikið golf á ný. Hann snéri þó til baka á Masters-mótið í fyrra og hafnaði í 47. sæti. „Hver veit hvort að ég sé ógn eða ekki í ár,“ sagði Woods á blaðamannafundi í gær. „Fólk hafði líklega ekki trú á því að ég væri ógn 2019 en það gekk ágætlega. Áður en ég gekkst undir aðgerðina var ég ekki viss um að ég gæti haldið áfram að spila.“ „En ég gat haldið áfram og svo vildi svo skemmtilega til að ég vann risamót í leiðinni, en eftir slysið hefur þetta verið erfitt,“ bætti Woods við. Tiger Woods has arrived at Augusta. pic.twitter.com/Vg2AezddqY— PGA TOUR (@PGATOUR) April 2, 2023 Masters-mótið er nú þegar hafið, en tekið var forskot á sæluna með Par 3 keppninni í gær þar sem Tom Hoge stóð uppi sem sigurvegari. Hoge segist þó ekki hafa áhyggjur af bölvuninni sem virðist hvíla á þeirri keppni, en engum kylfingi hefur tekist að vinna Masters-mótið eftir að hafa sigrað Par 3 keppnina. Fyrstu menn eru svo lagðir af stað á fyrsta hring mótsins. Tiger Woods verður í ráshóp með Victor Hovland og Xander Schauffele og leggja þeir af stap klukkan tæplega tuttugu mínútur yfir tvö. Stöö 2 Sport 4 sýnir svo frá mótinu í beinni útsendingu alla helgina og verður farið í loftið frá fyrsta degi á slaginu klukkan 19:00 í kvöld.
Masters-mótið Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska Sjá meira