Fótbolti

Fantasy leikur Bestu-deildarinnar kominn í loftið | Leikmenn missáttir við verð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gísli Eyjólfsson og Jason Daði Svanþórsson fengu að sjá hvað kostar að kaupa þá í Fantasy leik Bestu-deildarinnar.
Gísli Eyjólfsson og Jason Daði Svanþórsson fengu að sjá hvað kostar að kaupa þá í Fantasy leik Bestu-deildarinnar. Skjáskot

Fantasy leikur Bestu-deildar karla er kominn í loftið og geta spilarar því skráð sig og lið sitt til leiks. Besta-deildin fékk nokkra leikmenn til sín til að sjá hvað þeir munu kosta í leiknum og óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið misgóð.

Í ár verður leikurinn keyrður á lifandi tölfræði frá gagna fyrirtækinu Opta – stats perform sem er leiðandi á sviði íþróttagagna í heiminum.

Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á leiknum síðan í fyrra og bera þar helst að nefna að þjálfarar hafa nú hundrað milljónir í bankanum í stað fimmtíu og hefur verð leikmanna því hækkað tvöfalt.

Stigagjöfin hefur breyst og er nú í samræmi við Fantasy Premier League sem svo margir Íslendingar þekkja, en það er Fantasy leikur ensku úrvalsdeildarinnar. Þá hefur skiptingakerfið einnig breyst og fá nú þjálfarar eina fría skiptingu fyrir hverja leikviku, en fjögur stig eru dregin af stig fyrir hverja auka skiptingu. Verð leikmanna í ár eru ákvörðuð út frá tölfræði úr Wyscout skýrslum frá því í fyrra.

Þá er einnig til mikils að vinn því verðlaun fyrir fyrsta sæti er flug og miði á leik í enska boltanum fyrir tvo.

Hér fyrir neðan má svo sjá leikmenn Bestu deildarinnar bregðast við verðunum sínum í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×