England hafði betur gegn Brasilíu í baráttu meistaranna Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 21:05 Chloe Kelly skoraði úr síðustu spyrnu Englands og fagnar hér með Mary Earps markverði. Vísir/Getty England vann sigur á Brasilíu í Finalissima í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Leikurinn fór fram á troðfullum Wembley leikvanginum í London. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi leikur fer fram en England varð Evrópumeistari á síðasta ári og Brasilía vann sigur í Copa America og þannig tryggðu liðin sér sæti í þessum úrslitaleik meistara Evrópu og Suður-Ameríku. England komst yfir þegar Ella Toone skoraði á 22. mínútu en fram að því hafði England verið sterkari aðilinn. Staðan í hálfleik var 1-0 en Brasilía náði ekki að ógna marki Englendinga að ráði í fyrri hálfleiknum. Brasilía hóf hins vegar síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þær breyttu um leikkerfi sem kom Englendingum í opna skjöldu. Mary Earps var þó betri en engin í marki Englands og varði til að mynda úr dauðafæri frá Geyse. Andressa fagnar hér jöfnunarmarki sínu sem kom í uppbótartíma.Vísir/Getty England virtist ætla að sigla sigrinum í höfn en þegar komið var í uppbótartíma tókst Brasilíu að jafna eftir skelfileg mistök Earps. Hún missti þá fyrirgjöf Brasilíu frá sér og Andressa var fljót að átta sig og potaði boltanum inn úr markteignum. Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og haldið beint í vítaspyrnukeppni. Markverðirnir, Mary Earps og Leticia Izidoro voru mjög nálægt því að verja fyrstu spyrnurnar sem láku þó inn. Þeim tókst hins vegar að verja frá Ella Toone og Adriana og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.Vísir/Getty Rachel Daly skoraði fyrir England í þriðju umferðinni en Rafaelle leikmaður Brasilíu þrumaði í þverslána. Alex Greenwood skoraði örugglega úr fjórðu spyrnu Englands og kom liðinu í 3-1 og Kerolin gerði sitt til að halda vonum Brasilíu á lofti með því að skora úr næstu spyrnu Brasilíu. Það var hins vegar Chloe Kelly sem tryggði Englandi sigur með því að skora örugglega úr síðustu spyrnu Englands. Englendingar fögnuðu fyrir framan fullsetinn Wembley leikvanginn en rúmlega 83.000 áhorfendur voru á leiknum sem er fimmti besti sótti kvennaleikurinn í sögunni en fjórir þessara leikja hafa verið spilaðir á síðustu þrettán mánuðum. Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi leikur fer fram en England varð Evrópumeistari á síðasta ári og Brasilía vann sigur í Copa America og þannig tryggðu liðin sér sæti í þessum úrslitaleik meistara Evrópu og Suður-Ameríku. England komst yfir þegar Ella Toone skoraði á 22. mínútu en fram að því hafði England verið sterkari aðilinn. Staðan í hálfleik var 1-0 en Brasilía náði ekki að ógna marki Englendinga að ráði í fyrri hálfleiknum. Brasilía hóf hins vegar síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þær breyttu um leikkerfi sem kom Englendingum í opna skjöldu. Mary Earps var þó betri en engin í marki Englands og varði til að mynda úr dauðafæri frá Geyse. Andressa fagnar hér jöfnunarmarki sínu sem kom í uppbótartíma.Vísir/Getty England virtist ætla að sigla sigrinum í höfn en þegar komið var í uppbótartíma tókst Brasilíu að jafna eftir skelfileg mistök Earps. Hún missti þá fyrirgjöf Brasilíu frá sér og Andressa var fljót að átta sig og potaði boltanum inn úr markteignum. Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og haldið beint í vítaspyrnukeppni. Markverðirnir, Mary Earps og Leticia Izidoro voru mjög nálægt því að verja fyrstu spyrnurnar sem láku þó inn. Þeim tókst hins vegar að verja frá Ella Toone og Adriana og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.Vísir/Getty Rachel Daly skoraði fyrir England í þriðju umferðinni en Rafaelle leikmaður Brasilíu þrumaði í þverslána. Alex Greenwood skoraði örugglega úr fjórðu spyrnu Englands og kom liðinu í 3-1 og Kerolin gerði sitt til að halda vonum Brasilíu á lofti með því að skora úr næstu spyrnu Brasilíu. Það var hins vegar Chloe Kelly sem tryggði Englandi sigur með því að skora örugglega úr síðustu spyrnu Englands. Englendingar fögnuðu fyrir framan fullsetinn Wembley leikvanginn en rúmlega 83.000 áhorfendur voru á leiknum sem er fimmti besti sótti kvennaleikurinn í sögunni en fjórir þessara leikja hafa verið spilaðir á síðustu þrettán mánuðum.
Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira