Þrír kylfingar efstir og jafnir eftir fyrsta dag Masters Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 23:15 Viktor Hovland og Tiger Woods fylgjast með Xander Schauffele slá teighögg af tólfta teig í dag. Vísir/Getty Þrír kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta dag Masters risamótsins í golfi. Tiger Woods mun há baráttu við niðurskurðarlínuna á morgun og hæðir og lægðir einkenndu daginn hjá Rory McIlroy. Norðmaðurinn Viktor Hovland gaf tóninn strax á annarri braut í dag þegar hann náði erni en hann var með besta skorið þegar hann lauk keppni og kláraði fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari. Jon Rahm byrjaði fyrstu holuna á tvöföldum skolla en vann sig heldur betur til baka og var jafn Hovland þegar hann kláraði 18. holuna. Brooks Koepka er sömuleiðis á sjö höggum undir pari en hann náði alls átta fuglum á hringnum en lék þrettándu brautina á skolla. Eagle on No. 2 propels Viktor Hovland into a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/1UDqVvJPsU— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Fimmfaldi sigurvegari á Mastersmótinu Tiger Woods er á meðal keppenda á Augusta vellinum og átti misjafnan dag. Hann var kominn þrjú högg yfir par eftir sjö holur en lauk keppni á tveimur yfir eftir svekkjandi skolla á átjándu braut. Dagurinn var sömuleiðis nokkuð erfiður hjá Rory McIlroy. Norður-Írinn fékk fimm fugla en þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla þar að auki og lauk keppni á pari. Meistarinn frá því í fyrra, Scottie Scheffler, lék ágætlega í dag. Hann kláraði hringinn á fjórum höggum undir pari en Scheffler var í smá vandræðum með púttin. Nearly an eagle for Tiger Woods on hole No. 8. #themasters pic.twitter.com/7XfulYE6JL— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Spáð er rigningu á morgun sem og á laugardag á mótssvæðinu sem gæti haft áhrif á skor keppenda. Eftir morgundaginn verður skorið niður og er búist við að niðurskurðarlínan verði tveir yfir par og liggja skipuleggjendur mótsins eflaust á bæn um að Tiger Woods komist í gegnum niðurskurðinn. Masters mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending á morgun klukkan 19:00. Three tied for the lead. Brooks Koepka birdies No. 18 to match the leaders with a 65. #themasters pic.twitter.com/7Z4XWIsRFR— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Masters-mótið Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Norðmaðurinn Viktor Hovland gaf tóninn strax á annarri braut í dag þegar hann náði erni en hann var með besta skorið þegar hann lauk keppni og kláraði fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari. Jon Rahm byrjaði fyrstu holuna á tvöföldum skolla en vann sig heldur betur til baka og var jafn Hovland þegar hann kláraði 18. holuna. Brooks Koepka er sömuleiðis á sjö höggum undir pari en hann náði alls átta fuglum á hringnum en lék þrettándu brautina á skolla. Eagle on No. 2 propels Viktor Hovland into a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/1UDqVvJPsU— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Fimmfaldi sigurvegari á Mastersmótinu Tiger Woods er á meðal keppenda á Augusta vellinum og átti misjafnan dag. Hann var kominn þrjú högg yfir par eftir sjö holur en lauk keppni á tveimur yfir eftir svekkjandi skolla á átjándu braut. Dagurinn var sömuleiðis nokkuð erfiður hjá Rory McIlroy. Norður-Írinn fékk fimm fugla en þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla þar að auki og lauk keppni á pari. Meistarinn frá því í fyrra, Scottie Scheffler, lék ágætlega í dag. Hann kláraði hringinn á fjórum höggum undir pari en Scheffler var í smá vandræðum með púttin. Nearly an eagle for Tiger Woods on hole No. 8. #themasters pic.twitter.com/7XfulYE6JL— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Spáð er rigningu á morgun sem og á laugardag á mótssvæðinu sem gæti haft áhrif á skor keppenda. Eftir morgundaginn verður skorið niður og er búist við að niðurskurðarlínan verði tveir yfir par og liggja skipuleggjendur mótsins eflaust á bæn um að Tiger Woods komist í gegnum niðurskurðinn. Masters mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending á morgun klukkan 19:00. Three tied for the lead. Brooks Koepka birdies No. 18 to match the leaders with a 65. #themasters pic.twitter.com/7Z4XWIsRFR— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023
Masters-mótið Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira