Rúnar Ingi: Fáránlega flottur karakter Jakob Snævar Ólafsson skrifar 6. apríl 2023 23:30 Rúnar Ingi var stoltur af frammistöðu síns liðs í kvöld. Vísir/Snædís Bára Það var auðsýnilega afar stoltur þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, Rúnar Ingi Erlingsson, sem mætti í viðtal við fréttamann Vísis eftir að liði hans tókst að jafna einvígið við Keflavík í undanúrslitum deildarinnar á heimavelli sínum, Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar unnu 89-85 og það sem gerir Rúnar og stuðningsmenn liðsins enn stoltari er að Njarðvík var án síns stigahæsta leikmanns Aliyah Collier sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Virkilega sterk og flott frammistaða. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum fyrir það hjarta sem þeir lögðu á gólfið. Við getum ennþá gert aðeins betur en ég ótrúlega ánægður með trúna sem við erum búin að tala um síðustu tvo daga. Við gerðum mjög vel á köflum og sýndum mjög heilsteypta frammistöðu heilt yfir.“ Það var ekki mikil trú meðal annarra en Njarðvíkinga fyrir leikinn að heimakonur gætu unnið deildarmeistara Keflavíkur án sín stigahæsta leikmanns. „Eftir að það kom í ljós að Collier yrði ekki með held ég að flestir hafi afskrifað okkur. Þá er það svolítið vandasamt að mæta á æfingu. Ég held að ég hafi sagt 30 sinnum að við værum að fara að vinna. Út af því að við erum með mjög gott körfuboltalið.“ „Við fáum hérna frammistöðu frá þeim sex sem spiluðu á gólfinu í kvöld. Við þurfum líklega að fara dýpra á bekkinn í næsta leik. Þetta snýst allt um „effort“ og að framkvæma þessi smáatriði sem við erum að fara yfir á vídeófundum. Þetta skilar sér á gólfinu. Við gerðum ótrúlega vel í dag.“ „Nú erum komin með meiri gögn í hendurnar og höldum áfram með það sem við erum að læra bæði um okkur og þær. Við mættum brattar á páskadag og ætlum að taka sigur.“ Það hefur gengið misvel hjá Njarðvíkurliðinu á þessari leiktíð að fylgja leikáætlunum þegar út í leiki er komið. Rúnar játaði því að það hefði gengið mjög vel í kvöld að fylgja leikáætluninni. „Það gekk klárlega betur. Það er mjög oft erfitt að skipuleggja sig á móti Keflavíkurliðinu. Þær gera ekki eitthvað eitt alltaf. Þær eru svolítið villtar með til dæmis hvernig þær elta boltann varnarlega. Það sást síðustu fjórar mínúturnar. Þá vorum við kannski orðnar þreyttar. Bilið á milli leikmanna var ekki nógu gott og við fórum að tapa boltanum.“ „Mér fannst við hafa getað klárað leikinn betur en fáránlega flottur karakter. Þær lenda tíu stigum undir í byrjun þriðja leikhluta en koma til baka. Við erum eiginlega búin að glutra honum niður með villunni á Lavinia en náum að halda haus og klára leikinn. Það er það sem ég er stoltastur af.“ Rúnar átti stutt og laggott svar við spurningu fréttamanns um hvort hann hefði trú á að lið hans gæti haldið sama dampi og mætt af jafnmiklum krafti í þriðja leik einvígisins sem fer fram á páskadag. „Já“ Svo mörg voru lokaorð Rúnars Inga Erlingssonar. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Njarðvíkingar unnu 89-85 og það sem gerir Rúnar og stuðningsmenn liðsins enn stoltari er að Njarðvík var án síns stigahæsta leikmanns Aliyah Collier sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Virkilega sterk og flott frammistaða. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum fyrir það hjarta sem þeir lögðu á gólfið. Við getum ennþá gert aðeins betur en ég ótrúlega ánægður með trúna sem við erum búin að tala um síðustu tvo daga. Við gerðum mjög vel á köflum og sýndum mjög heilsteypta frammistöðu heilt yfir.“ Það var ekki mikil trú meðal annarra en Njarðvíkinga fyrir leikinn að heimakonur gætu unnið deildarmeistara Keflavíkur án sín stigahæsta leikmanns. „Eftir að það kom í ljós að Collier yrði ekki með held ég að flestir hafi afskrifað okkur. Þá er það svolítið vandasamt að mæta á æfingu. Ég held að ég hafi sagt 30 sinnum að við værum að fara að vinna. Út af því að við erum með mjög gott körfuboltalið.“ „Við fáum hérna frammistöðu frá þeim sex sem spiluðu á gólfinu í kvöld. Við þurfum líklega að fara dýpra á bekkinn í næsta leik. Þetta snýst allt um „effort“ og að framkvæma þessi smáatriði sem við erum að fara yfir á vídeófundum. Þetta skilar sér á gólfinu. Við gerðum ótrúlega vel í dag.“ „Nú erum komin með meiri gögn í hendurnar og höldum áfram með það sem við erum að læra bæði um okkur og þær. Við mættum brattar á páskadag og ætlum að taka sigur.“ Það hefur gengið misvel hjá Njarðvíkurliðinu á þessari leiktíð að fylgja leikáætlunum þegar út í leiki er komið. Rúnar játaði því að það hefði gengið mjög vel í kvöld að fylgja leikáætluninni. „Það gekk klárlega betur. Það er mjög oft erfitt að skipuleggja sig á móti Keflavíkurliðinu. Þær gera ekki eitthvað eitt alltaf. Þær eru svolítið villtar með til dæmis hvernig þær elta boltann varnarlega. Það sást síðustu fjórar mínúturnar. Þá vorum við kannski orðnar þreyttar. Bilið á milli leikmanna var ekki nógu gott og við fórum að tapa boltanum.“ „Mér fannst við hafa getað klárað leikinn betur en fáránlega flottur karakter. Þær lenda tíu stigum undir í byrjun þriðja leikhluta en koma til baka. Við erum eiginlega búin að glutra honum niður með villunni á Lavinia en náum að halda haus og klára leikinn. Það er það sem ég er stoltastur af.“ Rúnar átti stutt og laggott svar við spurningu fréttamanns um hvort hann hefði trú á að lið hans gæti haldið sama dampi og mætt af jafnmiklum krafti í þriðja leik einvígisins sem fer fram á páskadag. „Já“ Svo mörg voru lokaorð Rúnars Inga Erlingssonar.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum