Sex stig skildu liðin að í 11. og 13.sæti deildarinnar þegar kom að leik dagsins en Leuven hafði algjöra yfirburði í leiknum.
Fór að lokum svo að Leuven vann 4-1 sigur og lagði Jón Dagur upp þriðja mark heimamanna á 56.mínútu en var svo skipt af velli á 70.mínútu.
Leuven í 11.sæti með 42 stig, þremur stigum frá Anderlecht sem er í 8.sætinu sem gefur sæti í umspili um Evrópusæti.