Keppni frestað á Masters vegna úrhellis Hjörvar Ólafsson skrifar 8. apríl 2023 20:29 Brooks Koepka er í forystu á Masters en veður hefur sett strik í reikninginn á mótinu. Vísir/Getty Úrhellisrigning varð til þess að fresta varð leik á þriðja keppnisdegi á Masters-mótinu í golfi sem fram fer á Augusta National í Georgiu í Bandaríkjunum þessa dagana. Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka hafði aukið forskot í efsta sæti áður en keppni var frestað vegna rigingarinnar. Koepka hafði spilað sex holur á þriðja hringnum þegar kylfingarnir voru kallaðir inn en hann hefur spilað á 13 höggum undir pari vallarins til þessa. Koepka hefur fjögurra högga forskot á Spánverjann Jon Rahm. Veðrið setti einnig strik í reikninginn á öðrum keppnisdegi í gær. Tiger Woods, sem hefur unnið Masters fimm sinnum á ferli sínum, er á níu höggum yfir pari vallarins sem setur hann í 47. sæti. Nái kylfingar ekki að ljúka keppni á morgun verður það í fyrsta skipti síðan árið 1983 sem úrslitin ráðast á mótinu á mánudegi. Veðurspáin fyrir morgundaginn er skaplegri en spáð er minni úrkomu og meiri sól. Masters-mótið Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka hafði aukið forskot í efsta sæti áður en keppni var frestað vegna rigingarinnar. Koepka hafði spilað sex holur á þriðja hringnum þegar kylfingarnir voru kallaðir inn en hann hefur spilað á 13 höggum undir pari vallarins til þessa. Koepka hefur fjögurra högga forskot á Spánverjann Jon Rahm. Veðrið setti einnig strik í reikninginn á öðrum keppnisdegi í gær. Tiger Woods, sem hefur unnið Masters fimm sinnum á ferli sínum, er á níu höggum yfir pari vallarins sem setur hann í 47. sæti. Nái kylfingar ekki að ljúka keppni á morgun verður það í fyrsta skipti síðan árið 1983 sem úrslitin ráðast á mótinu á mánudegi. Veðurspáin fyrir morgundaginn er skaplegri en spáð er minni úrkomu og meiri sól.
Masters-mótið Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira